Bullandi tækifæri í þjóðgarði ef hálendisleiðir verða greiðar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2020 22:06 Systurnar í Svartárkoti í Suður-Þingeyjarsýslu, Sigurlína og Guðrún Tryggvadætur. Arnar Halldórsson Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta konan sem gegndi formennsku í Bændasamtökum Íslands, Guðrún Tryggvadóttir, og einn fræknasti körfuboltakappi landsins, Tryggvi Snær Hlinason, eru mæðgin og eiga það sammerkt að hafa vaxið úr grasi í Svartárkoti. Jörðin var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum þegar systurnar Sigurlína og Guðrún ákváðu með eiginmönnum sínum að taka við búskapnum af foreldrum sínum - en ekki bara til að rækta sauðfé. Svartárkot liggur í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og er í jaðri Ódáðahrauns, sem sést í baksýn. Fjær eru Dyngjufjöll og Askja.Arnar Halldórsson „Við erum svona á mörkunum á byggð og óbyggð. Sumir segja að við séum handan við hinn byggilega heim,“ segir Guðrún og hlær. Sú sérstaða nýtist þeim núna til að taka á móti alþjóða háskólahópum sem vilja stúdera mannlíf á jaðrinum. En hvað finnst þeim um að hálendið verði allt gert að þjóðgarði? „Bullandi tækifæri,“ svarar Guðrún. Systurnar setja þó þá fyrirvara að áfram verði leyft að nýta hálendið og græða það upp og að ekki verði lokað og læst. „Það hefur stundum verið svolítil lenska að loka leiðum. Við erum ekki á því. Við erum meira svona.. - við viljum hafa þessar leiðir opnar,“ segir Sigurlína. „Laga en ekki loka,“ skýtur Guðrún inn í. „Laga en ekki loka. Þannig að fólk fái aðgengi að hálendinu. Ekki bara þeir sem geta gengið vegna þess að það eru fleiri,“ segir Sigurlína. Svartárkot hefur undanfarin ár verið vettvangur námskeiðahalds fyrir erlenda sem innlenda háskólahópa.Arnar Halldórsson Systurnar vilja raunar stórbæta vegina. „Ég meina, - einhverjir malbikaðir vegir yfir hálendið myndu bara stytta leiðirnar á milli,“ segir Guðrún. Fjallað var um lífið í Svartárkoti og ævintýralegan frama sveitastráksins í atvinnumennsku á Spáni í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Umhverfismál Þjóðgarðar Landbúnaður Samgöngur Vatnajökulsþjóðgarður Skógrækt og landgræðsla Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15 Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjá meira
Ein hálendasta bújörð landsins, Svartárkot í Bárðardal, er orðin lifandi kennslustofa háskóla um búsetu fólks á jaðri hins byggilega heims. Þar segjast bændur sjá bullandi tækifæri í því að gera hálendið að einum þjóðgarði, að því gefnu að það verði ekki lokað og læst. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta konan sem gegndi formennsku í Bændasamtökum Íslands, Guðrún Tryggvadóttir, og einn fræknasti körfuboltakappi landsins, Tryggvi Snær Hlinason, eru mæðgin og eiga það sammerkt að hafa vaxið úr grasi í Svartárkoti. Jörðin var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum þegar systurnar Sigurlína og Guðrún ákváðu með eiginmönnum sínum að taka við búskapnum af foreldrum sínum - en ekki bara til að rækta sauðfé. Svartárkot liggur í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og er í jaðri Ódáðahrauns, sem sést í baksýn. Fjær eru Dyngjufjöll og Askja.Arnar Halldórsson „Við erum svona á mörkunum á byggð og óbyggð. Sumir segja að við séum handan við hinn byggilega heim,“ segir Guðrún og hlær. Sú sérstaða nýtist þeim núna til að taka á móti alþjóða háskólahópum sem vilja stúdera mannlíf á jaðrinum. En hvað finnst þeim um að hálendið verði allt gert að þjóðgarði? „Bullandi tækifæri,“ svarar Guðrún. Systurnar setja þó þá fyrirvara að áfram verði leyft að nýta hálendið og græða það upp og að ekki verði lokað og læst. „Það hefur stundum verið svolítil lenska að loka leiðum. Við erum ekki á því. Við erum meira svona.. - við viljum hafa þessar leiðir opnar,“ segir Sigurlína. „Laga en ekki loka,“ skýtur Guðrún inn í. „Laga en ekki loka. Þannig að fólk fái aðgengi að hálendinu. Ekki bara þeir sem geta gengið vegna þess að það eru fleiri,“ segir Sigurlína. Svartárkot hefur undanfarin ár verið vettvangur námskeiðahalds fyrir erlenda sem innlenda háskólahópa.Arnar Halldórsson Systurnar vilja raunar stórbæta vegina. „Ég meina, - einhverjir malbikaðir vegir yfir hálendið myndu bara stytta leiðirnar á milli,“ segir Guðrún. Fjallað var um lífið í Svartárkoti og ævintýralegan frama sveitastráksins í atvinnumennsku á Spáni í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Umhverfismál Þjóðgarðar Landbúnaður Samgöngur Vatnajökulsþjóðgarður Skógrækt og landgræðsla Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15 Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14 Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjá meira
Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15
Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal. 15. nóvember 2020 08:14
Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28
Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. 11. ágúst 2020 21:57