Skilur ekki af hverju allir eru að vorkenna Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 08:30 Jürgen Klopp áttar sig hér á alvarleika meiðsla Virgil van Dijk þegar hollenski miðvörðurinn haltrar framhjá honum og af velli í leiknum á móti Everton. Getty/Andrew Powell Stuðningsmaður Leicester City er orðinn hundleiður á því að hlusta á vælið um að Liverpool sé í svo miklum meiðslavandræðum. Önnur lið hafa sömu sögu að segja. Mikið hefur verið skrifað um langan meiðslalista hjá Liverpool en liðið mun líklega tefla fram hálfgerðu varaliði á móti Leicester City í næsta leik. Öll varnarlínan er á meiðslalistanum og liðið hefur einnig verið að missa menn í einangrun vegna COVID-19 smita. Liverpool hefur misst út hvern lykilmanninn á fætur öðrum en umræðan um óheppni Liverpool fer í taugarnar á sumum. Breska ríkisútvarpið ræddi við einn stuðningsmann Leicester í útvarpsþættinum BBV 5 Live í gær. „Ég er orðinn hundleiður á því að allir eru að tala um þessi meiðsli hjá Liverpool-liðinu. Hér er ein spurning. Ef Sheffield United eða Aston Villa væru í sömu meiðslavandræðum væri þá svona mikil umræða,“ spyr þessi ónefndi stuðningsmaður Leicester City. „Ég sjálfur held að svo væri ekki en af því að þetta er Liverpool þá eru allir að vorkenna þeim. Fyrirgefið mér en við erum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og okkar vantar fimm lykilleikmenn,“ sagði stuðningsmaðurinn. „Ricardo hefur verið frá keppni síðan í mars, Ndidi hefur ekki spilað síðan í lok september, (Jonny) Evans er mikið inn og út vegna meiðsla, (Caglar) Söyüncü er meiddur og (Timothy) Castagne er meiddur. Það er líka ekki langt síðan að Daniel Amartey kom til baka. Samt er enginn að tala um að Leicester sé að glíma við öll þessi meiðsli,“ sagði stuðningsmaðurinn. Það er síðan hægt að bera þessa leikmenn við þá leikmenn sem Liverpool hefur misst út og menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sér rétt hjá honum. „Ég skil ekki af hverju allir eru núna að vorkenna Liverpool. Það lenda öll lið í meiðslum,“ sagði þessi stuðningsmaður Leicester City en það má heyra allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Stuðningsmaður Leicester City er orðinn hundleiður á því að hlusta á vælið um að Liverpool sé í svo miklum meiðslavandræðum. Önnur lið hafa sömu sögu að segja. Mikið hefur verið skrifað um langan meiðslalista hjá Liverpool en liðið mun líklega tefla fram hálfgerðu varaliði á móti Leicester City í næsta leik. Öll varnarlínan er á meiðslalistanum og liðið hefur einnig verið að missa menn í einangrun vegna COVID-19 smita. Liverpool hefur misst út hvern lykilmanninn á fætur öðrum en umræðan um óheppni Liverpool fer í taugarnar á sumum. Breska ríkisútvarpið ræddi við einn stuðningsmann Leicester í útvarpsþættinum BBV 5 Live í gær. „Ég er orðinn hundleiður á því að allir eru að tala um þessi meiðsli hjá Liverpool-liðinu. Hér er ein spurning. Ef Sheffield United eða Aston Villa væru í sömu meiðslavandræðum væri þá svona mikil umræða,“ spyr þessi ónefndi stuðningsmaður Leicester City. „Ég sjálfur held að svo væri ekki en af því að þetta er Liverpool þá eru allir að vorkenna þeim. Fyrirgefið mér en við erum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og okkar vantar fimm lykilleikmenn,“ sagði stuðningsmaðurinn. „Ricardo hefur verið frá keppni síðan í mars, Ndidi hefur ekki spilað síðan í lok september, (Jonny) Evans er mikið inn og út vegna meiðsla, (Caglar) Söyüncü er meiddur og (Timothy) Castagne er meiddur. Það er líka ekki langt síðan að Daniel Amartey kom til baka. Samt er enginn að tala um að Leicester sé að glíma við öll þessi meiðsli,“ sagði stuðningsmaðurinn. Það er síðan hægt að bera þessa leikmenn við þá leikmenn sem Liverpool hefur misst út og menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sér rétt hjá honum. „Ég skil ekki af hverju allir eru núna að vorkenna Liverpool. Það lenda öll lið í meiðslum,“ sagði þessi stuðningsmaður Leicester City en það má heyra allt spjallið við hann hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira