Hvetur stjórnvöld til að gyrða sig í brók og fara að girða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2020 12:18 Kolbeinn hvetur stjórvöld, sem bera ábyrgð á girðingarmálum þegar varnarlínur eru annars vegar að girða sig í brók og auka fjármagn til málaflokksins til að halda íslensku sauðkindinni innan þess svæðis, sem henni er ætlað að vera í viðkomandi varnarhólfi upp á riðuveikivarnir að gera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira