Margfaldi Íslandsmeistarinn Bryndís Rún hættir vegna erfiðra veikinda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 15:15 Bryndís Rún Hansen hefur ákveðið að leggja sundbolinn á hilluna. Sundsamband Íslands Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net. Sund Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net.
Sund Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira