Margfaldi Íslandsmeistarinn Bryndís Rún hættir vegna erfiðra veikinda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2020 15:15 Bryndís Rún Hansen hefur ákveðið að leggja sundbolinn á hilluna. Sundsamband Íslands Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net. Sund Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sjá meira
Bryndís Rún Hansen, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, hefur lagt sundbolinn á hilluna vegna erfiðara og óútskýrðra veikinda. Bryndís var kosin íþróttamaður Akureyrar, heimabæ sínum, árin 2009, 2010 og 2011 ásamt því að vera valin íþróttakona Akureyrar árið 2016. Eftir að hafa náð frábærum árangri hér á landi hélt hún Bandaríkjanna þar sem hún sinnti námi ásamt því að synda fyrir Hawai-háskóla. Útskrifaðist hún þaðan með gráðu í markaðsfræði á síðasta ári. Bryndís Rún ræddi ákvörðun sína að leggja sundbolinn á hilluna við vefmiðilinn Akureyri.net í gær. „Ég ákvað að hætta núna vegna þess að ég hef verið að glíma við allskonar heilsuvandamál síðustu þrjú ár. Á þeim tíma hef ég reynt allt til þess að finna leið til að geta haldið áfram að æfa og keppa. Harkaði bara af mér og hélt áfram, sem ég hefði ekki átt að gera, og bætti bara í ef eitthvað var, því það var það eina sem ég þekkti. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því á hversu slæmum stað ég var allan þennan tíma, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bryndís í viðtalinu við Akureyri.net. „Ég fékk loftbrjóst eftir nálastungu árið 2017. Gat kom á annað lungað sem féll saman að hluta með tilheyrandi eftirköstum. Líðan mín einkenndist af miklum verkjum, fyrst í brjóstkassa en með tímanum dreifðust þeir út um allan líkamann þar sem taugar skemmdust eitthvað. Ég fékk aldrei almennileg svör um hvað gerðist eða hvað nákvæmlega var að hrjá mig, en þessi röngu taugaboð ollu verkjum sem gerðu mér oft ómögulegt að æfa og keppa. Þetta tók verulega á líkamlega í langan tíma,“ sagði Bryndís um veikindin. Bryndís Rún fór mikinn á ferli sínum.Vísir/Getty „Skrítið að segja það, en Covid-heimsfaraldurinn hjálpaði mér til að átta mig á því að það er annað mikilvægara í lífinu en sund. Ákvað að kominn væri tími til þess að setja sjálfa mig í fyrsta sæti,“ sagði hún einnig. Bryndís býr í dag í Tyrklandi ásamt kærasta sínum sem er einnig sundmaður og er í landsliðinu þar. Hún er þó að íhuga flutninga heim. „Hann er atvinnusundmaður. Við kynntumst í Bandaríkjunum þar sem við vorum í sitthvorum skólanum en búum nú saman í Tyrklandi. Hann er hálfur Þjóðverji og hálfur Tyrki og syndir fyrir tyrkneska landsliðið.“ „Hef verið að sækja um vinnu, bæði í Tyrklandi og á Íslandi, það hefur því miður ekki gengið hingað til en ég held í vonina. Hef reyndar fengið tvö atvinnutilboð hér í Tyrklandi, mánaðarlaunin myndu reyndar ekki einu sinni duga til að kaupa flugmiða heim þannig að ég er einnig að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ sagði Íslandsmeistarinn Bryndís Rún að lokum. Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Akureyri.net.
Sund Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sjá meira