Gefa lítið fyrir grænt plan borgarinnar: „Enn ein glærusýningin um ekki neitt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 12:52 Kolbrún Baldursdóttir og Vigdís Hauksdóttir virðast lítt hrifnar af grænu plani Dags B. Eggertssonar og meirihlutans í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, gefa lítið fyrir „Græna planið“ svokallaða, sóknaráætlun Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur. Vigdís segir illa farið með tíma borgarráðs með umræðu um planið og Kolbrún segir planið líta vel út á blaði en verkefnið skorti samkvæmni. Græna planið var kynnt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn en í bókun meirihlutans frá fundinum segir að planið byggi á áherslum um umhverfislega-, félagslega- og efnahagslega sjálfbærni. „Meðal markmiða græna plansins er að kolefnishlutleysi Reykjavíkur verði náð, að grænn vöxtur stuðli að samkeppnishæfri borg sem laðar til sín fólk alls staðar að og græna umbreytingin sem framundan er verði byggð á réttlæti, sanngirni og þátttöku þar sem engin er skilin eftir,“ segir meðal annars um verkefnið í bókun meirihlutans. Meðal þess sem felist í verkefninu sé bygging þúsund íbúða á ári, þar af 80% meðfram borgarlínu. Áhersla sé á græna samgönguinnvið, vottuð græn hverfi, nýja samgöngumiðstöð, skógrækt og vísindagarða svo fátt eitt sé nefnt. „ Í græna planinu verður einnig unnið gegn fátækt, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað, stutt við börn í viðkvæmri stöðu strax og byggt fyrir hópa sem á þurfa að halda – en umfram allt: skapað samfélag þar sem allir einstaklingar geta vaxið og dafnað,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans. Vigdís Hauksdóttir, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði einnig fram bókun á fundinum þar sem hún lýsti vanþóknun sinni. „Enn ein glærusýningin um ekki neitt. Tíma borgarrás og fjölmargra embættismanna borgarinnar er mjög illa varið með því að sitja undir skýjaborgum borgarstjóra og meirihlutans. Verið er að beina sjónum frá raunverulegri stöðu Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á flótta frá raunveruleikanum og getur ekki horfst í augu við ástandið. Það er þeim um megn,“ segir í bókun Vigdísar. Þá sé „slegið í glærusýningu um bækling sem búið er að senda í hvert einasta hús í borginni og nágrannasveitarfélögum og þar að auki að kynna og setja á langar ræður um sama efni í borgarstjórn,“ eins og það er orðað í bókun Vigdísar sem vill meina að meirihlutinn átti sig ekki á þeim raunveruleika sem blasi við. „Reykjavíkurborg rambar á barmi gjaldþrots, atvinnuleysi eykst dag frá degi, sárafátækt þeirra sem verst standa er staðreynd, hjúkrunarheimili vantar, fyrirtæki eru flæmd í burtu úr borginni, listinn er ótæmandi. Í stað þess að horfast í augu við vandann er búin til smjörklípa sem kölluð er „græna planið“ til að forðast það að takast á við aðsteðjandi vandamál og rætt aftur og aftur og aftur,“ segir Vigdís sem telur Reykvíkinga eiga betra skilið.“‘ Hraðbraut samræmist ekki grænu plani að mati Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sem einnig er áheyrnarfulltrúi í borgarráði segir græna planið einungis líta vel út á blaði. „Það sem fer fyrir brjóstið á fulltrúa Flokks fólksins og fleirum varðandi þetta græna plan er skortur á samkvæmni. Að byggja hraðbraut við væntanlegan Vetrargarð, skipulagning vegar sem er stórfelld landníðsla, óafturkræf getur varla flokkast undir grænt plan,“ segir í bókun Kolbrúnar. Þá sakar hún meirihlutann um hræsni, borgaryfirvöld hafi gefið sig út fyrir að vera náttúruunnendur og með grænar áherslur en ætli sér engu að síður að „að sprengja fyrir hraðbraut á grænu svæði með fjölbreyttri náttúru og fuglalífi þegar við blasir önnur betri leið, að láta veginn liggja um Tónahvarf í Kópavogi. Þessi framkvæmd mun skerða framtíðarmöguleika þessa svæðis sem er einn besti útsýnisstaður í borginni enda einn sá hæsti,“ segir Kolbrún í bókuninni. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, gefa lítið fyrir „Græna planið“ svokallaða, sóknaráætlun Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur. Vigdís segir illa farið með tíma borgarráðs með umræðu um planið og Kolbrún segir planið líta vel út á blaði en verkefnið skorti samkvæmni. Græna planið var kynnt á fundi borgarráðs á fimmtudaginn en í bókun meirihlutans frá fundinum segir að planið byggi á áherslum um umhverfislega-, félagslega- og efnahagslega sjálfbærni. „Meðal markmiða græna plansins er að kolefnishlutleysi Reykjavíkur verði náð, að grænn vöxtur stuðli að samkeppnishæfri borg sem laðar til sín fólk alls staðar að og græna umbreytingin sem framundan er verði byggð á réttlæti, sanngirni og þátttöku þar sem engin er skilin eftir,“ segir meðal annars um verkefnið í bókun meirihlutans. Meðal þess sem felist í verkefninu sé bygging þúsund íbúða á ári, þar af 80% meðfram borgarlínu. Áhersla sé á græna samgönguinnvið, vottuð græn hverfi, nýja samgöngumiðstöð, skógrækt og vísindagarða svo fátt eitt sé nefnt. „ Í græna planinu verður einnig unnið gegn fátækt, bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað, stutt við börn í viðkvæmri stöðu strax og byggt fyrir hópa sem á þurfa að halda – en umfram allt: skapað samfélag þar sem allir einstaklingar geta vaxið og dafnað,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans. Vigdís Hauksdóttir, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í borgarráði, lagði einnig fram bókun á fundinum þar sem hún lýsti vanþóknun sinni. „Enn ein glærusýningin um ekki neitt. Tíma borgarrás og fjölmargra embættismanna borgarinnar er mjög illa varið með því að sitja undir skýjaborgum borgarstjóra og meirihlutans. Verið er að beina sjónum frá raunverulegri stöðu Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á flótta frá raunveruleikanum og getur ekki horfst í augu við ástandið. Það er þeim um megn,“ segir í bókun Vigdísar. Þá sé „slegið í glærusýningu um bækling sem búið er að senda í hvert einasta hús í borginni og nágrannasveitarfélögum og þar að auki að kynna og setja á langar ræður um sama efni í borgarstjórn,“ eins og það er orðað í bókun Vigdísar sem vill meina að meirihlutinn átti sig ekki á þeim raunveruleika sem blasi við. „Reykjavíkurborg rambar á barmi gjaldþrots, atvinnuleysi eykst dag frá degi, sárafátækt þeirra sem verst standa er staðreynd, hjúkrunarheimili vantar, fyrirtæki eru flæmd í burtu úr borginni, listinn er ótæmandi. Í stað þess að horfast í augu við vandann er búin til smjörklípa sem kölluð er „græna planið“ til að forðast það að takast á við aðsteðjandi vandamál og rætt aftur og aftur og aftur,“ segir Vigdís sem telur Reykvíkinga eiga betra skilið.“‘ Hraðbraut samræmist ekki grænu plani að mati Flokks fólksins Kolbrún Baldursdóttir sem einnig er áheyrnarfulltrúi í borgarráði segir græna planið einungis líta vel út á blaði. „Það sem fer fyrir brjóstið á fulltrúa Flokks fólksins og fleirum varðandi þetta græna plan er skortur á samkvæmni. Að byggja hraðbraut við væntanlegan Vetrargarð, skipulagning vegar sem er stórfelld landníðsla, óafturkræf getur varla flokkast undir grænt plan,“ segir í bókun Kolbrúnar. Þá sakar hún meirihlutann um hræsni, borgaryfirvöld hafi gefið sig út fyrir að vera náttúruunnendur og með grænar áherslur en ætli sér engu að síður að „að sprengja fyrir hraðbraut á grænu svæði með fjölbreyttri náttúru og fuglalífi þegar við blasir önnur betri leið, að láta veginn liggja um Tónahvarf í Kópavogi. Þessi framkvæmd mun skerða framtíðarmöguleika þessa svæðis sem er einn besti útsýnisstaður í borginni enda einn sá hæsti,“ segir Kolbrún í bókuninni.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira