Yfirgengileg hræðsla við fæðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2020 21:00 Unnur Birna er haldin miklum fæðingagótta, sem er yfirgengileg hræðsla við fæðingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira