Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2020 11:50 Fimmtán andlát hafa orðið í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Bróðurpartinn má rekja til hópsýkingra sem kom upp á Landakoti þar sem öldruðu og veiku fólki er sinnt. Vísir/Vilhelm 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára og átján eru eldri en áttrætt. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur og er hann sá eini undir sextugu sem fallið hefur frá í baráttu við sjúkdóminn. Þetta kemur fram í tölulegum gögnum á Covid.is um uppsafnaðan fjölda andláta innanlands. Þessi tölfræði er birt í fyrsta sinn í dag en þar má sjá fjölda andláta og smita í hverjum aldurshópi. Þar má sjá að af þeim 37 einstaklingum á tíræðisaldri sem greinst hafa hér á landi hafa sex látist. Það svarar til 16,2% eða um rétt tæplega einn af hverjum sex. Tölfræðin eins og hún bitist á Covid.is. Hlutfallið er aðeins lægra í hópi fólks á níræðisaldri. Þar hafa 86 greinst og tólf látist eða 14 prósent smitaðra. Alls hafa 25 látist hér á landi úr Covid-19 frá því kórónuveiran barst til landsins snemma á árinu. Flestir í seinni bylgju faraldursins hafa látist í kjölfar hópsýkingar sem upp kom á Landakoti. Klukkan 15 í dag verður niðurstaða skoðunar á hvað miður fór á Landakoti kynnt fjölmiðlum á blaðamannafundi. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Alls hafa 4828 smitast hér á landi og 0,5 prósent smitaðra hafa látist af völdum Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára og átján eru eldri en áttrætt. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur og er hann sá eini undir sextugu sem fallið hefur frá í baráttu við sjúkdóminn. Þetta kemur fram í tölulegum gögnum á Covid.is um uppsafnaðan fjölda andláta innanlands. Þessi tölfræði er birt í fyrsta sinn í dag en þar má sjá fjölda andláta og smita í hverjum aldurshópi. Þar má sjá að af þeim 37 einstaklingum á tíræðisaldri sem greinst hafa hér á landi hafa sex látist. Það svarar til 16,2% eða um rétt tæplega einn af hverjum sex. Tölfræðin eins og hún bitist á Covid.is. Hlutfallið er aðeins lægra í hópi fólks á níræðisaldri. Þar hafa 86 greinst og tólf látist eða 14 prósent smitaðra. Alls hafa 25 látist hér á landi úr Covid-19 frá því kórónuveiran barst til landsins snemma á árinu. Flestir í seinni bylgju faraldursins hafa látist í kjölfar hópsýkingar sem upp kom á Landakoti. Klukkan 15 í dag verður niðurstaða skoðunar á hvað miður fór á Landakoti kynnt fjölmiðlum á blaðamannafundi. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Alls hafa 4828 smitast hér á landi og 0,5 prósent smitaðra hafa látist af völdum Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira