Dreymir um að safna fyrir nýrri hjólaskautahöll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 14:00 Ragnarök er íslenskt lið sem stundar íþróttina hjólaskautaat. Instagram/@rollerderbyiceland Hjólaskautafélagið á Íslandi er stórhuga þessa daganna en þetta litla félag hefur fengið nýtt húsnæði í hendur frá Reykjavíkurborg og dreymir um að búa til hjólaskautahöll. Hjólaskautafélagið er lítið félag sem er eina sinnar tegundar á Íslandi og rekið á styrkjum og félagsgjöldum meðlima. Félagið fékk á dögunum húsnæði að Sævarhöfða 33 til útleigu hjá Reykjavíkurborg. Þetta er mikil breyting enda hefur félagið hingað til þurft að reiða sig á salaleigu hjá öðrum félögum. Það er kostnaðarsamt og gerir það líka að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, sem gerir félaginu auðvitað erfiðara fyrir að fá nýja liðsmenn. Draumurinn er að búa til hjólaskautahöll þar sem félagið getur haft æfingar sem og ýmsa viðburði fyrir almenning. Hjólaskautafélagið hefur nú hafið fjáröflun fyrir þetta stóra verkefni og fer hún gegnum Karolinafund. Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Það er hægt að styðja þetta verkefni með því að fara hér inn. Kæru vinir! Eins og þið kannski vitið höfum við nýlega fengið aðgang að nýju húsnæði. Okkur vantar fjármagn til að...Posted by Roller Derby Iceland on Fimmtudagur, 12. nóvember 2020 Hér fyrir neðan má sjá nánari ýsingu á verkefninu Á Íslandi er ört vaxandi hópur sem stundar íþróttina hjólaskautaat (e. Roller Derby), háhraða-snertiíþrótt sem spiluð er á hjólaskautum. Fólk á öllum aldri stundar þessa íþrótt, en meirihluti iðkenda eru konur. Hjólaskautafélagið er fyrsta og eina íþróttafélag sinnar tegundar á Íslandi og er hluti af bæði ÍSÍ, ÍBR og WFTDA, með deildarlið og landslið sem margoft hafa keppt erlendis. Hingað til hefur félagið verið rekið á félagsgjöldum, sölu inn á leiki og fjáröflunum. --- Stefna okkar er að auka almenningsáhuga á grasrótaríþróttum, ásamt því að veita samastað fyrir breiðan hóp fólks, þá sérstaklega þeirra sem eru utanvelta í íþróttum. Menningin sem myndast hefur í íþróttinni, bæði erlendis og hér heima, er afar fjölbreytt, opin og skemmtileg. Nánari upplýsingar um íþróttina og félagið má sjá á vefsíðu okkar: --- Þar sem Hjólaskautafélagið hefur ekki haft aðgang að eigin húsnæði hingað til hefur það reitt sig á salaleigu hjá öðrum. Það er kostnaðarsamt og gerir það að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, þar sem íþróttafélög tengd bæjarfélögum ganga fyrir. Það kemur í veg fyrir að Hjólaskautafélagið geti kynnt skemmtilegan og fjölbreyttan heim hjólaskautanna fyrir almenningi, aftrar félaginu í að stækka og heftar getu þess til að bjóða upp á æskulýðsstarf. --- Hjólaskautafélagið hefur nú fengið samþykkt afnot af húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar sem við höfum umráð yfir og býður það upp á fjölmörg tækifæri. Í okkar eigin húsnæði geta núverandi meðlimir haft stjórn á æfingartímum og það býður upp á að kynna almenningi, þá sérstaklega börnum og unglingum, fyrir hjólaskautum. Rík áhersla er á fjölbreytileika í íþróttinni: margir sem upplifa sig óvelkomna í öðrum íþróttum finna griðastað í hjólaskautaati og er því mikilvægt að við höfum umráð yfir okkar eigin umhverfi. --- Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Einnig verða haldnir opnir viðburðir eins og hjólaskautadiskó og annað kynningar- og félagsstarf. --- Til að láta markmið okkar ganga þurfa töluverðar endurbætur á húsnæðinu að eiga sér stað. Að lágmarki þarf að loka yfir verkstæðisgryfju og flota og merkja gólf í sal fyrir braut. Breytingar þyrfti að gera í kringum votkjarna/búningsaðstöðu til að stækka og tvískipta búningsklefa og bæta við snyrtingum, þar af einni aðgengilegri fyrir hjólastólanotendur. Til staðar er skiptiklefi með einni sturtu og einni snyrtingu en mögulega er þörf á breytingum ef halda á opna viðburði. Munum við leitast við að tryggja aðgengi fyrir alla. --- Stærsti kostnaðarliður verkefnisins eru framkvæmdir á gólfi. Samkvæmt grófri kostnaðaráætlun sem félagið hefur gert mun undirvinna gólfs, flotun og yfirborðsmeðhöndlun þess kosta um 2.5 milljónir. Með öllum kostnaðarliðum innifölnum er heildarupphæð framkvæmda 5 milljónir. Nánari útlistun á kostnaði er eftirfarandi: --- Nýtt gólf: 2,500,000 Aðrar endurbætur í sal: 350,000 Endurbætur á snyrtingum: 600,000 Aðkeypt vinna og eftirlit: 600,000 Ný tæki og munir: 150,000 Hljóðkerfi og ljósabúnaður: 300,000 Annað og ófyrirséð: 500,000 Samtals: 5,000,000 --- Þegar framkvæmdum er lokið getur Hjólaskautafélagið opnað jaðaríþrótta- og menningasetur sem mun nýtast félaginu sem og almenningi. Við vonum innilega að þið sjáið sömu tækifæri í þessu húsnæði og Hjólaskautafélagið gerir og veitið okkur styrk til að láta drauma okkar rætast. Skautaíþróttir Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Hjólaskautafélagið á Íslandi er stórhuga þessa daganna en þetta litla félag hefur fengið nýtt húsnæði í hendur frá Reykjavíkurborg og dreymir um að búa til hjólaskautahöll. Hjólaskautafélagið er lítið félag sem er eina sinnar tegundar á Íslandi og rekið á styrkjum og félagsgjöldum meðlima. Félagið fékk á dögunum húsnæði að Sævarhöfða 33 til útleigu hjá Reykjavíkurborg. Þetta er mikil breyting enda hefur félagið hingað til þurft að reiða sig á salaleigu hjá öðrum félögum. Það er kostnaðarsamt og gerir það líka að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, sem gerir félaginu auðvitað erfiðara fyrir að fá nýja liðsmenn. Draumurinn er að búa til hjólaskautahöll þar sem félagið getur haft æfingar sem og ýmsa viðburði fyrir almenning. Hjólaskautafélagið hefur nú hafið fjáröflun fyrir þetta stóra verkefni og fer hún gegnum Karolinafund. Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Það er hægt að styðja þetta verkefni með því að fara hér inn. Kæru vinir! Eins og þið kannski vitið höfum við nýlega fengið aðgang að nýju húsnæði. Okkur vantar fjármagn til að...Posted by Roller Derby Iceland on Fimmtudagur, 12. nóvember 2020 Hér fyrir neðan má sjá nánari ýsingu á verkefninu Á Íslandi er ört vaxandi hópur sem stundar íþróttina hjólaskautaat (e. Roller Derby), háhraða-snertiíþrótt sem spiluð er á hjólaskautum. Fólk á öllum aldri stundar þessa íþrótt, en meirihluti iðkenda eru konur. Hjólaskautafélagið er fyrsta og eina íþróttafélag sinnar tegundar á Íslandi og er hluti af bæði ÍSÍ, ÍBR og WFTDA, með deildarlið og landslið sem margoft hafa keppt erlendis. Hingað til hefur félagið verið rekið á félagsgjöldum, sölu inn á leiki og fjáröflunum. --- Stefna okkar er að auka almenningsáhuga á grasrótaríþróttum, ásamt því að veita samastað fyrir breiðan hóp fólks, þá sérstaklega þeirra sem eru utanvelta í íþróttum. Menningin sem myndast hefur í íþróttinni, bæði erlendis og hér heima, er afar fjölbreytt, opin og skemmtileg. Nánari upplýsingar um íþróttina og félagið má sjá á vefsíðu okkar: --- Þar sem Hjólaskautafélagið hefur ekki haft aðgang að eigin húsnæði hingað til hefur það reitt sig á salaleigu hjá öðrum. Það er kostnaðarsamt og gerir það að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, þar sem íþróttafélög tengd bæjarfélögum ganga fyrir. Það kemur í veg fyrir að Hjólaskautafélagið geti kynnt skemmtilegan og fjölbreyttan heim hjólaskautanna fyrir almenningi, aftrar félaginu í að stækka og heftar getu þess til að bjóða upp á æskulýðsstarf. --- Hjólaskautafélagið hefur nú fengið samþykkt afnot af húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar sem við höfum umráð yfir og býður það upp á fjölmörg tækifæri. Í okkar eigin húsnæði geta núverandi meðlimir haft stjórn á æfingartímum og það býður upp á að kynna almenningi, þá sérstaklega börnum og unglingum, fyrir hjólaskautum. Rík áhersla er á fjölbreytileika í íþróttinni: margir sem upplifa sig óvelkomna í öðrum íþróttum finna griðastað í hjólaskautaati og er því mikilvægt að við höfum umráð yfir okkar eigin umhverfi. --- Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Einnig verða haldnir opnir viðburðir eins og hjólaskautadiskó og annað kynningar- og félagsstarf. --- Til að láta markmið okkar ganga þurfa töluverðar endurbætur á húsnæðinu að eiga sér stað. Að lágmarki þarf að loka yfir verkstæðisgryfju og flota og merkja gólf í sal fyrir braut. Breytingar þyrfti að gera í kringum votkjarna/búningsaðstöðu til að stækka og tvískipta búningsklefa og bæta við snyrtingum, þar af einni aðgengilegri fyrir hjólastólanotendur. Til staðar er skiptiklefi með einni sturtu og einni snyrtingu en mögulega er þörf á breytingum ef halda á opna viðburði. Munum við leitast við að tryggja aðgengi fyrir alla. --- Stærsti kostnaðarliður verkefnisins eru framkvæmdir á gólfi. Samkvæmt grófri kostnaðaráætlun sem félagið hefur gert mun undirvinna gólfs, flotun og yfirborðsmeðhöndlun þess kosta um 2.5 milljónir. Með öllum kostnaðarliðum innifölnum er heildarupphæð framkvæmda 5 milljónir. Nánari útlistun á kostnaði er eftirfarandi: --- Nýtt gólf: 2,500,000 Aðrar endurbætur í sal: 350,000 Endurbætur á snyrtingum: 600,000 Aðkeypt vinna og eftirlit: 600,000 Ný tæki og munir: 150,000 Hljóðkerfi og ljósabúnaður: 300,000 Annað og ófyrirséð: 500,000 Samtals: 5,000,000 --- Þegar framkvæmdum er lokið getur Hjólaskautafélagið opnað jaðaríþrótta- og menningasetur sem mun nýtast félaginu sem og almenningi. Við vonum innilega að þið sjáið sömu tækifæri í þessu húsnæði og Hjólaskautafélagið gerir og veitið okkur styrk til að láta drauma okkar rætast.
Hér fyrir neðan má sjá nánari ýsingu á verkefninu Á Íslandi er ört vaxandi hópur sem stundar íþróttina hjólaskautaat (e. Roller Derby), háhraða-snertiíþrótt sem spiluð er á hjólaskautum. Fólk á öllum aldri stundar þessa íþrótt, en meirihluti iðkenda eru konur. Hjólaskautafélagið er fyrsta og eina íþróttafélag sinnar tegundar á Íslandi og er hluti af bæði ÍSÍ, ÍBR og WFTDA, með deildarlið og landslið sem margoft hafa keppt erlendis. Hingað til hefur félagið verið rekið á félagsgjöldum, sölu inn á leiki og fjáröflunum. --- Stefna okkar er að auka almenningsáhuga á grasrótaríþróttum, ásamt því að veita samastað fyrir breiðan hóp fólks, þá sérstaklega þeirra sem eru utanvelta í íþróttum. Menningin sem myndast hefur í íþróttinni, bæði erlendis og hér heima, er afar fjölbreytt, opin og skemmtileg. Nánari upplýsingar um íþróttina og félagið má sjá á vefsíðu okkar: --- Þar sem Hjólaskautafélagið hefur ekki haft aðgang að eigin húsnæði hingað til hefur það reitt sig á salaleigu hjá öðrum. Það er kostnaðarsamt og gerir það að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, þar sem íþróttafélög tengd bæjarfélögum ganga fyrir. Það kemur í veg fyrir að Hjólaskautafélagið geti kynnt skemmtilegan og fjölbreyttan heim hjólaskautanna fyrir almenningi, aftrar félaginu í að stækka og heftar getu þess til að bjóða upp á æskulýðsstarf. --- Hjólaskautafélagið hefur nú fengið samþykkt afnot af húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar sem við höfum umráð yfir og býður það upp á fjölmörg tækifæri. Í okkar eigin húsnæði geta núverandi meðlimir haft stjórn á æfingartímum og það býður upp á að kynna almenningi, þá sérstaklega börnum og unglingum, fyrir hjólaskautum. Rík áhersla er á fjölbreytileika í íþróttinni: margir sem upplifa sig óvelkomna í öðrum íþróttum finna griðastað í hjólaskautaati og er því mikilvægt að við höfum umráð yfir okkar eigin umhverfi. --- Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Einnig verða haldnir opnir viðburðir eins og hjólaskautadiskó og annað kynningar- og félagsstarf. --- Til að láta markmið okkar ganga þurfa töluverðar endurbætur á húsnæðinu að eiga sér stað. Að lágmarki þarf að loka yfir verkstæðisgryfju og flota og merkja gólf í sal fyrir braut. Breytingar þyrfti að gera í kringum votkjarna/búningsaðstöðu til að stækka og tvískipta búningsklefa og bæta við snyrtingum, þar af einni aðgengilegri fyrir hjólastólanotendur. Til staðar er skiptiklefi með einni sturtu og einni snyrtingu en mögulega er þörf á breytingum ef halda á opna viðburði. Munum við leitast við að tryggja aðgengi fyrir alla. --- Stærsti kostnaðarliður verkefnisins eru framkvæmdir á gólfi. Samkvæmt grófri kostnaðaráætlun sem félagið hefur gert mun undirvinna gólfs, flotun og yfirborðsmeðhöndlun þess kosta um 2.5 milljónir. Með öllum kostnaðarliðum innifölnum er heildarupphæð framkvæmda 5 milljónir. Nánari útlistun á kostnaði er eftirfarandi: --- Nýtt gólf: 2,500,000 Aðrar endurbætur í sal: 350,000 Endurbætur á snyrtingum: 600,000 Aðkeypt vinna og eftirlit: 600,000 Ný tæki og munir: 150,000 Hljóðkerfi og ljósabúnaður: 300,000 Annað og ófyrirséð: 500,000 Samtals: 5,000,000 --- Þegar framkvæmdum er lokið getur Hjólaskautafélagið opnað jaðaríþrótta- og menningasetur sem mun nýtast félaginu sem og almenningi. Við vonum innilega að þið sjáið sömu tækifæri í þessu húsnæði og Hjólaskautafélagið gerir og veitið okkur styrk til að láta drauma okkar rætast.
Skautaíþróttir Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti