Dreymir um að safna fyrir nýrri hjólaskautahöll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 14:00 Ragnarök er íslenskt lið sem stundar íþróttina hjólaskautaat. Instagram/@rollerderbyiceland Hjólaskautafélagið á Íslandi er stórhuga þessa daganna en þetta litla félag hefur fengið nýtt húsnæði í hendur frá Reykjavíkurborg og dreymir um að búa til hjólaskautahöll. Hjólaskautafélagið er lítið félag sem er eina sinnar tegundar á Íslandi og rekið á styrkjum og félagsgjöldum meðlima. Félagið fékk á dögunum húsnæði að Sævarhöfða 33 til útleigu hjá Reykjavíkurborg. Þetta er mikil breyting enda hefur félagið hingað til þurft að reiða sig á salaleigu hjá öðrum félögum. Það er kostnaðarsamt og gerir það líka að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, sem gerir félaginu auðvitað erfiðara fyrir að fá nýja liðsmenn. Draumurinn er að búa til hjólaskautahöll þar sem félagið getur haft æfingar sem og ýmsa viðburði fyrir almenning. Hjólaskautafélagið hefur nú hafið fjáröflun fyrir þetta stóra verkefni og fer hún gegnum Karolinafund. Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Það er hægt að styðja þetta verkefni með því að fara hér inn. Kæru vinir! Eins og þið kannski vitið höfum við nýlega fengið aðgang að nýju húsnæði. Okkur vantar fjármagn til að...Posted by Roller Derby Iceland on Fimmtudagur, 12. nóvember 2020 Hér fyrir neðan má sjá nánari ýsingu á verkefninu Á Íslandi er ört vaxandi hópur sem stundar íþróttina hjólaskautaat (e. Roller Derby), háhraða-snertiíþrótt sem spiluð er á hjólaskautum. Fólk á öllum aldri stundar þessa íþrótt, en meirihluti iðkenda eru konur. Hjólaskautafélagið er fyrsta og eina íþróttafélag sinnar tegundar á Íslandi og er hluti af bæði ÍSÍ, ÍBR og WFTDA, með deildarlið og landslið sem margoft hafa keppt erlendis. Hingað til hefur félagið verið rekið á félagsgjöldum, sölu inn á leiki og fjáröflunum. --- Stefna okkar er að auka almenningsáhuga á grasrótaríþróttum, ásamt því að veita samastað fyrir breiðan hóp fólks, þá sérstaklega þeirra sem eru utanvelta í íþróttum. Menningin sem myndast hefur í íþróttinni, bæði erlendis og hér heima, er afar fjölbreytt, opin og skemmtileg. Nánari upplýsingar um íþróttina og félagið má sjá á vefsíðu okkar: --- Þar sem Hjólaskautafélagið hefur ekki haft aðgang að eigin húsnæði hingað til hefur það reitt sig á salaleigu hjá öðrum. Það er kostnaðarsamt og gerir það að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, þar sem íþróttafélög tengd bæjarfélögum ganga fyrir. Það kemur í veg fyrir að Hjólaskautafélagið geti kynnt skemmtilegan og fjölbreyttan heim hjólaskautanna fyrir almenningi, aftrar félaginu í að stækka og heftar getu þess til að bjóða upp á æskulýðsstarf. --- Hjólaskautafélagið hefur nú fengið samþykkt afnot af húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar sem við höfum umráð yfir og býður það upp á fjölmörg tækifæri. Í okkar eigin húsnæði geta núverandi meðlimir haft stjórn á æfingartímum og það býður upp á að kynna almenningi, þá sérstaklega börnum og unglingum, fyrir hjólaskautum. Rík áhersla er á fjölbreytileika í íþróttinni: margir sem upplifa sig óvelkomna í öðrum íþróttum finna griðastað í hjólaskautaati og er því mikilvægt að við höfum umráð yfir okkar eigin umhverfi. --- Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Einnig verða haldnir opnir viðburðir eins og hjólaskautadiskó og annað kynningar- og félagsstarf. --- Til að láta markmið okkar ganga þurfa töluverðar endurbætur á húsnæðinu að eiga sér stað. Að lágmarki þarf að loka yfir verkstæðisgryfju og flota og merkja gólf í sal fyrir braut. Breytingar þyrfti að gera í kringum votkjarna/búningsaðstöðu til að stækka og tvískipta búningsklefa og bæta við snyrtingum, þar af einni aðgengilegri fyrir hjólastólanotendur. Til staðar er skiptiklefi með einni sturtu og einni snyrtingu en mögulega er þörf á breytingum ef halda á opna viðburði. Munum við leitast við að tryggja aðgengi fyrir alla. --- Stærsti kostnaðarliður verkefnisins eru framkvæmdir á gólfi. Samkvæmt grófri kostnaðaráætlun sem félagið hefur gert mun undirvinna gólfs, flotun og yfirborðsmeðhöndlun þess kosta um 2.5 milljónir. Með öllum kostnaðarliðum innifölnum er heildarupphæð framkvæmda 5 milljónir. Nánari útlistun á kostnaði er eftirfarandi: --- Nýtt gólf: 2,500,000 Aðrar endurbætur í sal: 350,000 Endurbætur á snyrtingum: 600,000 Aðkeypt vinna og eftirlit: 600,000 Ný tæki og munir: 150,000 Hljóðkerfi og ljósabúnaður: 300,000 Annað og ófyrirséð: 500,000 Samtals: 5,000,000 --- Þegar framkvæmdum er lokið getur Hjólaskautafélagið opnað jaðaríþrótta- og menningasetur sem mun nýtast félaginu sem og almenningi. Við vonum innilega að þið sjáið sömu tækifæri í þessu húsnæði og Hjólaskautafélagið gerir og veitið okkur styrk til að láta drauma okkar rætast. Skautaíþróttir Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Hjólaskautafélagið á Íslandi er stórhuga þessa daganna en þetta litla félag hefur fengið nýtt húsnæði í hendur frá Reykjavíkurborg og dreymir um að búa til hjólaskautahöll. Hjólaskautafélagið er lítið félag sem er eina sinnar tegundar á Íslandi og rekið á styrkjum og félagsgjöldum meðlima. Félagið fékk á dögunum húsnæði að Sævarhöfða 33 til útleigu hjá Reykjavíkurborg. Þetta er mikil breyting enda hefur félagið hingað til þurft að reiða sig á salaleigu hjá öðrum félögum. Það er kostnaðarsamt og gerir það líka að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, sem gerir félaginu auðvitað erfiðara fyrir að fá nýja liðsmenn. Draumurinn er að búa til hjólaskautahöll þar sem félagið getur haft æfingar sem og ýmsa viðburði fyrir almenning. Hjólaskautafélagið hefur nú hafið fjáröflun fyrir þetta stóra verkefni og fer hún gegnum Karolinafund. Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Það er hægt að styðja þetta verkefni með því að fara hér inn. Kæru vinir! Eins og þið kannski vitið höfum við nýlega fengið aðgang að nýju húsnæði. Okkur vantar fjármagn til að...Posted by Roller Derby Iceland on Fimmtudagur, 12. nóvember 2020 Hér fyrir neðan má sjá nánari ýsingu á verkefninu Á Íslandi er ört vaxandi hópur sem stundar íþróttina hjólaskautaat (e. Roller Derby), háhraða-snertiíþrótt sem spiluð er á hjólaskautum. Fólk á öllum aldri stundar þessa íþrótt, en meirihluti iðkenda eru konur. Hjólaskautafélagið er fyrsta og eina íþróttafélag sinnar tegundar á Íslandi og er hluti af bæði ÍSÍ, ÍBR og WFTDA, með deildarlið og landslið sem margoft hafa keppt erlendis. Hingað til hefur félagið verið rekið á félagsgjöldum, sölu inn á leiki og fjáröflunum. --- Stefna okkar er að auka almenningsáhuga á grasrótaríþróttum, ásamt því að veita samastað fyrir breiðan hóp fólks, þá sérstaklega þeirra sem eru utanvelta í íþróttum. Menningin sem myndast hefur í íþróttinni, bæði erlendis og hér heima, er afar fjölbreytt, opin og skemmtileg. Nánari upplýsingar um íþróttina og félagið má sjá á vefsíðu okkar: --- Þar sem Hjólaskautafélagið hefur ekki haft aðgang að eigin húsnæði hingað til hefur það reitt sig á salaleigu hjá öðrum. Það er kostnaðarsamt og gerir það að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, þar sem íþróttafélög tengd bæjarfélögum ganga fyrir. Það kemur í veg fyrir að Hjólaskautafélagið geti kynnt skemmtilegan og fjölbreyttan heim hjólaskautanna fyrir almenningi, aftrar félaginu í að stækka og heftar getu þess til að bjóða upp á æskulýðsstarf. --- Hjólaskautafélagið hefur nú fengið samþykkt afnot af húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar sem við höfum umráð yfir og býður það upp á fjölmörg tækifæri. Í okkar eigin húsnæði geta núverandi meðlimir haft stjórn á æfingartímum og það býður upp á að kynna almenningi, þá sérstaklega börnum og unglingum, fyrir hjólaskautum. Rík áhersla er á fjölbreytileika í íþróttinni: margir sem upplifa sig óvelkomna í öðrum íþróttum finna griðastað í hjólaskautaati og er því mikilvægt að við höfum umráð yfir okkar eigin umhverfi. --- Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Einnig verða haldnir opnir viðburðir eins og hjólaskautadiskó og annað kynningar- og félagsstarf. --- Til að láta markmið okkar ganga þurfa töluverðar endurbætur á húsnæðinu að eiga sér stað. Að lágmarki þarf að loka yfir verkstæðisgryfju og flota og merkja gólf í sal fyrir braut. Breytingar þyrfti að gera í kringum votkjarna/búningsaðstöðu til að stækka og tvískipta búningsklefa og bæta við snyrtingum, þar af einni aðgengilegri fyrir hjólastólanotendur. Til staðar er skiptiklefi með einni sturtu og einni snyrtingu en mögulega er þörf á breytingum ef halda á opna viðburði. Munum við leitast við að tryggja aðgengi fyrir alla. --- Stærsti kostnaðarliður verkefnisins eru framkvæmdir á gólfi. Samkvæmt grófri kostnaðaráætlun sem félagið hefur gert mun undirvinna gólfs, flotun og yfirborðsmeðhöndlun þess kosta um 2.5 milljónir. Með öllum kostnaðarliðum innifölnum er heildarupphæð framkvæmda 5 milljónir. Nánari útlistun á kostnaði er eftirfarandi: --- Nýtt gólf: 2,500,000 Aðrar endurbætur í sal: 350,000 Endurbætur á snyrtingum: 600,000 Aðkeypt vinna og eftirlit: 600,000 Ný tæki og munir: 150,000 Hljóðkerfi og ljósabúnaður: 300,000 Annað og ófyrirséð: 500,000 Samtals: 5,000,000 --- Þegar framkvæmdum er lokið getur Hjólaskautafélagið opnað jaðaríþrótta- og menningasetur sem mun nýtast félaginu sem og almenningi. Við vonum innilega að þið sjáið sömu tækifæri í þessu húsnæði og Hjólaskautafélagið gerir og veitið okkur styrk til að láta drauma okkar rætast.
Hér fyrir neðan má sjá nánari ýsingu á verkefninu Á Íslandi er ört vaxandi hópur sem stundar íþróttina hjólaskautaat (e. Roller Derby), háhraða-snertiíþrótt sem spiluð er á hjólaskautum. Fólk á öllum aldri stundar þessa íþrótt, en meirihluti iðkenda eru konur. Hjólaskautafélagið er fyrsta og eina íþróttafélag sinnar tegundar á Íslandi og er hluti af bæði ÍSÍ, ÍBR og WFTDA, með deildarlið og landslið sem margoft hafa keppt erlendis. Hingað til hefur félagið verið rekið á félagsgjöldum, sölu inn á leiki og fjáröflunum. --- Stefna okkar er að auka almenningsáhuga á grasrótaríþróttum, ásamt því að veita samastað fyrir breiðan hóp fólks, þá sérstaklega þeirra sem eru utanvelta í íþróttum. Menningin sem myndast hefur í íþróttinni, bæði erlendis og hér heima, er afar fjölbreytt, opin og skemmtileg. Nánari upplýsingar um íþróttina og félagið má sjá á vefsíðu okkar: --- Þar sem Hjólaskautafélagið hefur ekki haft aðgang að eigin húsnæði hingað til hefur það reitt sig á salaleigu hjá öðrum. Það er kostnaðarsamt og gerir það að verkum að æfingatímar eru óreglulegir og seint á kvöldin, þar sem íþróttafélög tengd bæjarfélögum ganga fyrir. Það kemur í veg fyrir að Hjólaskautafélagið geti kynnt skemmtilegan og fjölbreyttan heim hjólaskautanna fyrir almenningi, aftrar félaginu í að stækka og heftar getu þess til að bjóða upp á æskulýðsstarf. --- Hjólaskautafélagið hefur nú fengið samþykkt afnot af húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar sem við höfum umráð yfir og býður það upp á fjölmörg tækifæri. Í okkar eigin húsnæði geta núverandi meðlimir haft stjórn á æfingartímum og það býður upp á að kynna almenningi, þá sérstaklega börnum og unglingum, fyrir hjólaskautum. Rík áhersla er á fjölbreytileika í íþróttinni: margir sem upplifa sig óvelkomna í öðrum íþróttum finna griðastað í hjólaskautaati og er því mikilvægt að við höfum umráð yfir okkar eigin umhverfi. --- Hjólaskautafélagið vill einnig veita öðrum jaðaríþróttum aðgang að húsnæðinu og búa til samfélag fyrir jaðaríþróttir sem hafa verið utanvelta og húsnæðislausar eins og við. Einnig verða haldnir opnir viðburðir eins og hjólaskautadiskó og annað kynningar- og félagsstarf. --- Til að láta markmið okkar ganga þurfa töluverðar endurbætur á húsnæðinu að eiga sér stað. Að lágmarki þarf að loka yfir verkstæðisgryfju og flota og merkja gólf í sal fyrir braut. Breytingar þyrfti að gera í kringum votkjarna/búningsaðstöðu til að stækka og tvískipta búningsklefa og bæta við snyrtingum, þar af einni aðgengilegri fyrir hjólastólanotendur. Til staðar er skiptiklefi með einni sturtu og einni snyrtingu en mögulega er þörf á breytingum ef halda á opna viðburði. Munum við leitast við að tryggja aðgengi fyrir alla. --- Stærsti kostnaðarliður verkefnisins eru framkvæmdir á gólfi. Samkvæmt grófri kostnaðaráætlun sem félagið hefur gert mun undirvinna gólfs, flotun og yfirborðsmeðhöndlun þess kosta um 2.5 milljónir. Með öllum kostnaðarliðum innifölnum er heildarupphæð framkvæmda 5 milljónir. Nánari útlistun á kostnaði er eftirfarandi: --- Nýtt gólf: 2,500,000 Aðrar endurbætur í sal: 350,000 Endurbætur á snyrtingum: 600,000 Aðkeypt vinna og eftirlit: 600,000 Ný tæki og munir: 150,000 Hljóðkerfi og ljósabúnaður: 300,000 Annað og ófyrirséð: 500,000 Samtals: 5,000,000 --- Þegar framkvæmdum er lokið getur Hjólaskautafélagið opnað jaðaríþrótta- og menningasetur sem mun nýtast félaginu sem og almenningi. Við vonum innilega að þið sjáið sömu tækifæri í þessu húsnæði og Hjólaskautafélagið gerir og veitið okkur styrk til að láta drauma okkar rætast.
Skautaíþróttir Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira