Gylfi Þór býst við hörkuleik Orkan 12. nóvember 2020 14:51 Blikamaðurinn Gylfi Þór þorir engu að spá um úrslit kvöldsins þegar Ísland mætir Ungverjalandi. Hann treystir á að nafni hans standi sína plikt. „Það er bara annað hvort eða, þetta er úrslitastund. Ég er skíthræddur við þetta og þori varla að vera með neinar væntingar. Auðvitað vona ég að við merjum þetta, 1- 0 - kannski 2-0, það vona það allir Íslendingar,“ segir blikinn Gylfi Þór Sigurpálsson, inntur eftir tölum kvöldsins. Hann reiknar með að nafni hans standi sína plikt á vellinum. „Hann er minn maður og hefur verið frá því hann kom inn í 4. flokk sem gutti. Ég hef fylgst með honum síðan.“ Engin bulla Gylfi er Bliki í húð og hár og styður sína menn dyggilega en segist enginn æsingamaður þegar kemur að fótbolta. „Ég er löngu vaxinn upp úr allri sérvisku kringum boltann, að fara alltaf í sömu nærbuxunumn á völlinn og slíkt og ég er engin fótboltabulla. Þó ég öskri þegar við skorum mark þá fer ég ekkert á taugum yfir leik. Ég mun líklega horfa einn í kvöld, konan hefur engan áhuga á þessu,“ segir hann. Ódýrari útgáfan Gylfi prýðir auglýsingaherferð Orkunnar „Ódýrari útgáfan“ þar sem nokkrir nafnar íslensku landsliðsmannanna stilla sér upp með bolta. Gylfi sló strax til þegar hann var beðinn um að „hlaupa í skarðið“ fyrir nafna sinn í herferðinni en segir þeim annars ekki ruglað saman. „Það hefur aldrei komið upp neinn misskilningur með mig og Gylfa. Það er helst að fótboltaáhugamenn geri skemmtilegar athugasemdir þegar þeir lesa á nafnspjaldið mitt í vinnunni. Mér fannst þetta bara sniðugt þegar þeir hringdu í mig frá Brandenburg. Þeir mætti hingað í vinnuna til mín, í Byko og smelltu af mér mynd hérna á lagernum. Þetta var ekki neitt mál,“ segir Gylfi. Fótbolti Lífið Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
„Það er bara annað hvort eða, þetta er úrslitastund. Ég er skíthræddur við þetta og þori varla að vera með neinar væntingar. Auðvitað vona ég að við merjum þetta, 1- 0 - kannski 2-0, það vona það allir Íslendingar,“ segir blikinn Gylfi Þór Sigurpálsson, inntur eftir tölum kvöldsins. Hann reiknar með að nafni hans standi sína plikt á vellinum. „Hann er minn maður og hefur verið frá því hann kom inn í 4. flokk sem gutti. Ég hef fylgst með honum síðan.“ Engin bulla Gylfi er Bliki í húð og hár og styður sína menn dyggilega en segist enginn æsingamaður þegar kemur að fótbolta. „Ég er löngu vaxinn upp úr allri sérvisku kringum boltann, að fara alltaf í sömu nærbuxunumn á völlinn og slíkt og ég er engin fótboltabulla. Þó ég öskri þegar við skorum mark þá fer ég ekkert á taugum yfir leik. Ég mun líklega horfa einn í kvöld, konan hefur engan áhuga á þessu,“ segir hann. Ódýrari útgáfan Gylfi prýðir auglýsingaherferð Orkunnar „Ódýrari útgáfan“ þar sem nokkrir nafnar íslensku landsliðsmannanna stilla sér upp með bolta. Gylfi sló strax til þegar hann var beðinn um að „hlaupa í skarðið“ fyrir nafna sinn í herferðinni en segir þeim annars ekki ruglað saman. „Það hefur aldrei komið upp neinn misskilningur með mig og Gylfa. Það er helst að fótboltaáhugamenn geri skemmtilegar athugasemdir þegar þeir lesa á nafnspjaldið mitt í vinnunni. Mér fannst þetta bara sniðugt þegar þeir hringdu í mig frá Brandenburg. Þeir mætti hingað í vinnuna til mín, í Byko og smelltu af mér mynd hérna á lagernum. Þetta var ekki neitt mál,“ segir Gylfi.
Fótbolti Lífið Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent