Þrettándi leikmaðurinn sem Liverpool liðið missir í meiðsli eða veikindi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 09:30 Virgil van Dijk verður lengi frá en það eru fullt af öðrum leikmönnum Liverpool á meiðslalistanum. Getty/John Powell Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Sjá meira
Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Sjá meira