Borgarstjórinn í Reykjavík segist ætla að láta rannsaka starfsemi vistheimilisinis á Arnarholti vegna frásagna af illri meðferð vistfólks og jafnvel fleiri vistheimila sem borgin rak á árum áður. Forsætisráðherra fagnar þessu og býður fram aðstoð stjórnvalda. Rætt er við þau í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Við rýnum í þá forgangsröðun sem stjórnvöld eru að undirbúa vegna bólusetningar þjóðarinnar við kórónuveirunni þegar þar að kemur. Þá heyrum við í formanni Samfylkingarinnar sem óttast að kóvidkreppan verði nýtt til að selja ríkiseignir eins Keflavíkurflugvöll en Viðskiptaráð tekur undir ráðleggingar OECD um sölu flugvallarins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.