Örkumluð eftir bílslys og eiginmaðurinn með heilaæxli Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2020 15:12 Staða Ellu eftir bílslysið er skelfileg. Hún er föst á sjúkrahúsinu og líður þar sem fanga. Úrræði skortir. Alda Lóa Elínborg Björnsdóttir úr Höfnum örkumlaðist eftir alvarlegt bílslys 18. janúar á þessu ári. Hún er nú í hjólastól og áskoranir í lífi hennar slíkar að það er hreinlega erfitt að koma orðum að því. Afleiðingar slyssins eru skelfilegar en auk þess horfir Elínborg, eða Ella eins og hún er alltaf kölluð, meðal annars til þess að maður hennar greindist með heilaæxli, sonur hennar glímir við geðklofa og velferðarkerfið er úrræðalaust. Vísir greindi frá þessu skelfilega slysi en það var talsvert til umfjöllunar ekki síst vegna þess hvernig allur aðdragandi var. Slysið átti sér stað á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. Var ökumaðurinn á miklum hraða þegar hann reyndi að komast undan lögreglunni. „Ökumaðurinn fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreið sem tveir voru í, ökumaður og farþegi. Farþeginn er kona og liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi,“ segir í frétt Vísis. Ökumaðurinn, sem var á þrítugsaldri, reyndist próflaus og undir áhrifum fíkniefna. Vinkona Ellu og ökufanturinn sluppu furðuvel frá árekstrinum, Ella ekki. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað sögu Ellu eins og hún er eftir slys. Er þetta þáttur í sagnaröð sem hann hefur tekið að sér, ásamt Öldu Lóu Leifsdóttur eiginkonu sinni, að rita fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Tilgangurinn er augljós, að vekja athygli á erfiðri stöðu öryrkja. Óbærilegri, myndi einhver segja. Sagan fer hér í heild á eftir. „Þetta er svo átakanlegar sögur að ég er voða lengi með hverja, maður þarf að byggja sig upp áður en maður getur skrifað þetta út,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Þessi þáttur er sá 11. í sagnaröðinni. Lengi að vinna hvert viðtal Gunnar Smári er með tvær hálfkláraða þætti á borði sínu en óljóst er með framhaldið. „Efnið er botlaust, fjölbreytt og eins og lífið sjálft. Þetta eru stærstu sögurnar, fólkið sem hefur reynt mest. Ég er að vinna sögurnar fyrir Ellu og aðra viðmælendur, eins og ævisagnahöfundur.“ Þú hefur með hverri lífsreynslusögunni verið að þróa stíl í nálgun á umfjöllunarefnið. Þetta er orðið skáldlegra og persónulegra? „Ella er sérstakur karakter, það var eiginlega ekki hægt að skrifa þetta svona beint út, þetta þurfti að vera eins og draumur eða glimps. Við erum orðnir svo gamlir að við munum þann tíma að allt mátti í stíl í blaðamennsku.“ Þeir sem hafa starfað með Gunnari Smára vita að það gengur undan honum þegar hann sest við lyklaborðið og lemur það sundur og saman. Þetta verkefni krefst hins vegar meiri tíma en ýmislegt annað sem hann hefur skrifað. „Ég er fljótur að skrifa en lengi að meta hvernig á að skrifa hverja sögu. Viðtöl hafa alltaf vafist fyrir mér. Það er eitt að skrifa skoðanagrein, þú kemur hugsun þinni bara frá þér. Ég lærði að skrifa fréttir og fréttaskýringar þannig að ég skoðaði þar til ég skyldi málið og gat skrifað það út án þess að fletta neinu upp eða tjasla saman punktum. Þegar kemur að viðtölum þá er þetta ekki þú og þínar skoðanir eða sjónarhóll, ekki lýsing á atburði, stöðu eða framvindu heldur önnur manneskja.“ Skilvinda heilans vinsar út það mikilvæga Gunnar Smári segist ekki kunna aðra aðferð við viðtöl en að ganga með manneskjuna með sér í langan tíma. „Hugsa þangað til mér finnst ég skilja einhvern kjarna í því hvað hún vill, hvað skipir hana máli og hvað drífur hana áfram. Þegar þetta er fundið er ég fljótur að skrifa þetta út, en styðst þá við punktana úr viðtalinu og minni. Ég las þegar ég var ungur blaðamaður að við ættum að geta munað klukkutíma samtal án þess að taka punkta. Það er magnað hvað mikið er í minninu, og skilvinda heilans er góð til að flokka það sem er mikilvægt frá því sem minna máli skiptir.“ Þetta sláandi efni hefur og er að birtast. Erindið liggur fyrir en er ekki ástæða til að binda þetta saman, í bók sem verður þá jafnframt ákæruskjal á velferðarkerfið sem við viljum trúa að við búum við? „Já, en einhver þarf að gefa það út. Kannski ætti ég að stinga upp á því að ÖBÍ gerði það og notaði til söfnunar til að afl fjár til að skrifa fleiri sögur.“ … En þá með orðum Gunnars Smára og góðfúslegu leyfi, saga Ellu: Eru áföllin ekki nóg? Vanalega hjóluðu þær vinkonurnar þessa sömu leið eftir vinnu, frá Sandgerði heim í Hafnir, en þennan laugardag hafði verið spáð rigningu um morguninn og þær höfðu skilið hjólin eftir heima, farið á bílnum hennar Hörpu. En það hafði ekkert rignt, það var kalt, en stillt og bjart, eilítil hálka en ágætt færi. Harpa keyrði og Ella sat við hlið hennar, horfði út um hliðargluggann á stráin sem teygðu sig upp úr snjónum, leit svo í átt að Hörpu en sá þá hvítan bíl koma á móti þeim, rása á veginum, hann var á mikilli ferð og virtist ætla að fara út af veginum sín megin en beygði svo aftur upp á veginn og stefndi beint á þær, beint framan á bílinn þar sem Ella sat. Höggið var sprenging, Ella fann það í hverju beini, með öllum líkamanum, í hverri frumu, í tönnunum, í heilanum, eins og blossi og svo myrkur og svo þögn. Hroðalegt bílslys Ella kúgaðist og hóstaði blóði. Líknarbelgurinn var rauður af blóðinu sem gekk upp úr henni. Harpa kallaði til hennar, hún var svo til ómeidd, aðeins með skrámur. Og svo voru aðrar raddir. Karlmaður: Ertu meidd? Já, ökklinn er brotinn og leggurinn er í tvennt. Lærið brotið, mjöðmin úr lagi, eins og ég sé ekki í lið. Úlnliðurinn er brotin, viðbeinið, rifin og líka bringubeinið. Ella fann fyrir hverju broti og rakti sig eftir þeim þar til sjúkraflutningamaðurinn sprautaði hana með verkjalyfi. Þá hvarf tilfinningin og hún vissi ekki hvernig henni leið meðan verið var að klippa bílinn utan af henni. Hún mókti, missti meðvitund en hrökk upp, varð að vaka því annars myndi hún deyja. Ég má ekki sofna því þá vakna ég aldrei, hugsaði hún í sjúkrabílnum. Hún reyndi að einbeita sér, horfa á ljósin fljóta eftir þakinu, lungun féllu saman og loft lak inn í brjóstholið, hún skynjaði það, horfði á sjúkraflutningamanninn bogra yfir henni. Svo sofnaði hún, en vaknaði þegar henni var rennt á börum úr bílnum, eftir gangi og þar stóð Þröstur. Ella náði að segja honum að hringja systir sína og pabba. Og þá sofnaði hún, það var óhætt. Vaknaði eftir aðgerð og fann að hún var tilfinningalaus öðrum megin, fólk yfir henni, hún keyrð eftir gangi í aðra aðgerð og svo veit hún ekki meir í þrjár vikur. Það var 18. janúar þegar þær Harpa voru á leiðinni heim en nú var kominn febrúar og allt var breytt vegna þess að Ella var önnur. Dópaður síbrotamaður olli slysinu 17. janúar hafði verið farið fram á síbrotagæslu yfir ungum manni sem lögreglan taldi hættulegan sjálfum sér og öðrum, en því var hafnað. Daginn eftir stal hann bíl í Hafnarfirði og keyrði hann á ofsahraðan eftir Reykjanesbrautinni, próflaus og dópaður. Löggan á eftir. Gegnum Keflavík og út á Sandgerðisveg á 150 kílómetra hraða, rásandi á veginum, við það að fara út af hægra megin en svo yfir á vegarkantinn hinum megin þar til að hann skall framan á bílnum sem Elínborg Björnsdóttir sat í farþegasætinu, skall vinstra megin framan á, beint framan á þar sem Ella sat. Ökumaðurinn slapp svo til ómeiddur. Ökklinn er brotinn og leggurinn er í tvennt. Lærið brotið, mjöðmin úr lagi, eins og ég sé ekki í lið. Úlnliðurinn er brotin, viðbeinið, rifin og líka bringubeinið.Alda Lóa Hvað þurfti að gerast til að þau hittust akkúrat þennan dag á akkúrat þessum stað á þessari miklu ferð? Óteljandi hlutir. Ef ekki hefði verið spáð rigningu hefði Ella og Harpa verið á hjóli. Ef dómarinn hefði samþykkt síbrotagæslu hefði engum bíl verið stolið. Ef löggan hefði hætt eltingarleiknum hefði drengurinn ekki keyrt svona hratt. Ef hann hefði beygt þarna en ekki hérna, ef hann hefði keyrt út af og ekki náð bílnum aftur inn á veginn. Ef, ef og ef. Lífið er oft óskiljanlegt, maður getur misst vitið að hugsa um það. Pabbi úr fortíð kom og vakti yfir henni Hvers vegna hafði Ella beðið Þröst, eiginmann sinn, að hringja í pabba? Hún hafði ekki hitt hann í 47 ár en samt kallaði hún eftir honum þegar hún kom á Borgarspítalann. Og þegar Ella vaknaði sat pabbi hennar við rúmið, hann hafði vakað yfir henni. Hann sagðist hafa reynt að halda sambandi þegar hún var barn en mamma hennar hafi bannað honum það. Hann hafi því ekki fengið að vaka yfir henni en hann skyldi vaka yfir henni nú. Hann hafði setið hjá henni í þrjár vikur og horft á hana sofa, eins og hann hafði þráð að gera þegar hún var barn. Og hann fékk ekki að styðja hana þegar hún tók fyrstu skrefin, en hann sagðist muna styðja hana meðan hún lærði að ganga upp á nýtt. Fólkið sem þekkti hana áður sagði að hún væri breytt, að heilablóðfallið hefði breytt henni, en pabbi hennar var að kynnast henni fyrst núna og tók henni eins og hún var, eins og hún var orðin. Lífið er oft lygilegt, það kemur manni alltaf á óvart. Sveiflast milli vonar og ótta Ella var flutt af B6 á Borgarspítalanum á sjúkrahúsið í Keflavík. Hún var þjáð, nánast lömuð öðrum megin. Hún er með gaumstol sem veldur því að hún skynjar illa þá hlið, gleymir henni og áttar sig því illa að takmörkunum sínum, upplifir fyrst og fremst skárri hliðina. Sjúkrahúsið í Keflavík var bið en á Grensásdeildinni hófst endurhæfing, ekki bara líkamleg heldur gat Ella rætt við sálfræðinga og prest. Það var langur vegur fram undan, hún þurfti að læra á þennan líkama sem vildi bæði bregðast henni og blekkja. Og svo þurfti hún að átta sig á stöðu sinni, sætta sig við sumt og reyna að breyta öðru. Og það var ekki alltaf auðvelt að greina á milli. Eina stundina fannst henni allt mögulegt, fór að skipuleggja nám í dýrahjúkrun. Þá næstu fannst henni ekkert mögulegt, fann enga von og sá engan tilgang í að berjast. Spurði sig til hvers hún hafi hangið á lífinu í sjúkrabílnum, hefði ekki verið betra að hún hefði sleppt og leyft dauðanum að fanga sig? Hefði það ekki verið betra fyrir alla, fólkið hennar, fjölskyldu og vini. Ella fór heim um helgar með hjálp Þrastar, vinkvenna og Borghildar systur. Þar voru kisurnar tvær og hundarnir, líklega einu vinirnir sem ekki axla byrðar vegna ástandsins. Sonur hennar hafði veikst af geðklofa nokkrum árum fyrr og býr í Reykjavík, hann átti erfitt með álag og þoldi illa að heimsækja mömmu sína í þessu ástandi. (Sonur Ellu hefur tjáð sig um baráttu sína við geðsjúkdóma með afar jákvæðum hætti; samið, sungið og flutt meðal annars það lag sem sjá má í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi.) En helgarnar voru góðar, þær voru hvíld og tilbreyting. En það var líka gott að koma aftur á Grensás. Það var kannski löng leið framundan, en hún var fær. Eiginmaðurinn greinist með heilaæxli Svo kom annað reiðarslag. Það var 20. maí. Vinur Þrastar hafði hringt í hann um morguninn, fundist hann einkennilegur í talanda og stóð ekki á sama, ákvað að athuga með hann. Þegar hann kom að húsinu sá hann Þröst meðvitundarlausan í bílnum sínum fyrir utan. Hann hafði ætlað í vinnu en ekki komist lengra. Vinurinn hringdi á sjúkrabíl og Þröstur var keyrður á Borgarspítalann þar sem kom í ljós að hann var með stórt illkynja æxli í heilanum. Á sama stað og Ella hafði fengið heilablóðfallið. Og hann var skorinn upp í hvelli. Af sama lækni og skar Ellu upp. Og var lagður inn á sömu stofuna á B6 og Ella, í sama rúminu og hún og með samskonar umbúðir um höfuðið. Lífið er stundum svo miskunnarlaust, svo maður þorir varla að horfast í augu við það. - - - - Það tókst ekki að skera burt krabbann burt með æxlinu og Þröstur berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsinu í Keflavík. Og Ella er komin þangað aftur. Hún var útskrifuð af Grensásdeildinni, læknirinn sagði að þau gætu ekki gert meira fyrir hana. samt fannst henni eins og endurhæfingin væri varla byrjuð, hún hafði ætlað að ná sér miklu betur. Þau hjónin eru á sitt hvorri stofunni en borða saman morgunmat og aðrar máltíðar. Þau geta fengið sitthvorn gestinn yfir daginn, það eru takmarkanir vegna covid. Annað gerist varla, dagarnir eru langir, silast áfram. Ella segir að sér líði eins og fanga. Það er engin endurhæfing á sjúkrahúsinu, hún fær ekki að ræða við sálfræðing, ekki félagsráðgjafa. Hún saknar Grensásdeildarinnar, en mest þó að komast ekki heim. Engir peningar til fyrir notendastýrðri þjónustu Ella er öryrki en er ekki á örorkubótum þar sem hún er á stofnun. Hún er á sjúkradagpeningum, sem eru svo lág upphæð að Ella man ekki hversu lág hún er. En hún á rétt samkvæmt lögum á notendastýrðri þjónustu þar sem hún getur ekki séð um sig sjálf. Hún gleymir því stundum en veit það samt vel, að hún þarf aðstoð allan sólarhringinn. Og hún á rétt á að ráða fólk til að sinna sér. Reyndar er gert ráð fyrir að hún stofni einkahlutafélag fyrst en hún getur það ekki vegna þess að hún er ekki fjárráða. Ein af afleiðingum heilaskaðans er fljótfærni og eftir að hún fór fram úr sér samþykkti Ella að hún yrði svipt fjárræði. Hún er því með fjárhaldsmann. Og getur strangt til tekið ekki stofnað hlutafélag til að ráða fólk. En það er samt ekki það sem stendur í veginum, það væri örugglega hægt að finna leið til að útbúa svona félag. Vandinn er hins vegar að þótt Ella hafi rétt á að snúa heim og fá þar þjónustu er henni sagt að það séu ekki til peningar fyrir því. Þau hjá félagsþjónustunni hafa það eftir fjármálastjóra bæjarins að það séu ekki til peningar. Og hann segir að það séu ekki til peningar vegna þess að ríkið hafi ekki komið með peningana sem eiga að fylgja þessari þjónustu. Og hvað segir fjármálaráðuneytið? Líklega að það sé búið að nota peningana í eitthvað annað mikilvægara. Og þótt Ella eigi rétt á notendastýrðri þjónustu samkvæmt lögum þá virðist það vega þyngra hvað fjármálaráðuneytið og fjármálastjóri bæjarins vill, þeirra hugmyndir um hvað sé mikilvægara vega þyngra. Sem lokuð í fangelsi Þess vegna situr Ella í hjólastólnum sínum á deildinni á Sjúkrahúsinu í Keflavík og bíður, fyrst og fremst eftir að losna. Hún losnar ekki úr þessum breytta líkama sem hún kannast ekki alltaf við. Og hún losnar ekki við skaðann sem hefur breytt skaphöfn hennar og persónuleika. Hún upplifir sig sem sömu Ellu en hún skynjar af viðbrögðum annarra að fólk þekkir hana ekki fyrir sömu manneskju. Hún losnar ekki undan áföllum og afleiðingum þeirra, ekki undan linnulausum hugsunum um hvað ef og hvers vegna og ekki undan sorginni og beygnum gagnvart stöðu hennar og Þrastar. Þetta fer ekki frá henni og hún væri tilbúin að taka þetta með sér heim ef hún gæti bara losnað út af sjúkrahúsinu. Ellu finnst sem hún hafi verið lokuð inn í fangelsi. Það er eins og hún sé að afplána refsingu. Fyrir að hafa orðið fyrir meiri áföllum á síðustu tíu mánuðum en hægt er að ætlast til að hún standi undir. Voru áföllin ekki nóg? Þarf að bæta refsivist við? Ég veit ekki hvort lífið sé óréttlátt, það er leikur fólk allavega misjafnlega. En samfélagið getur sannarlega verið óréttlátt. Það tekur mest frá þeim sem minnst eiga og heyrir síst í þeim sem eru mest hjálparþurfi. Heilbrigðismál Umferðaröryggi Lögreglan Lögreglumál Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Elínborg Björnsdóttir úr Höfnum örkumlaðist eftir alvarlegt bílslys 18. janúar á þessu ári. Hún er nú í hjólastól og áskoranir í lífi hennar slíkar að það er hreinlega erfitt að koma orðum að því. Afleiðingar slyssins eru skelfilegar en auk þess horfir Elínborg, eða Ella eins og hún er alltaf kölluð, meðal annars til þess að maður hennar greindist með heilaæxli, sonur hennar glímir við geðklofa og velferðarkerfið er úrræðalaust. Vísir greindi frá þessu skelfilega slysi en það var talsvert til umfjöllunar ekki síst vegna þess hvernig allur aðdragandi var. Slysið átti sér stað á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. Var ökumaðurinn á miklum hraða þegar hann reyndi að komast undan lögreglunni. „Ökumaðurinn fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreið sem tveir voru í, ökumaður og farþegi. Farþeginn er kona og liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi,“ segir í frétt Vísis. Ökumaðurinn, sem var á þrítugsaldri, reyndist próflaus og undir áhrifum fíkniefna. Vinkona Ellu og ökufanturinn sluppu furðuvel frá árekstrinum, Ella ekki. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað sögu Ellu eins og hún er eftir slys. Er þetta þáttur í sagnaröð sem hann hefur tekið að sér, ásamt Öldu Lóu Leifsdóttur eiginkonu sinni, að rita fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Tilgangurinn er augljós, að vekja athygli á erfiðri stöðu öryrkja. Óbærilegri, myndi einhver segja. Sagan fer hér í heild á eftir. „Þetta er svo átakanlegar sögur að ég er voða lengi með hverja, maður þarf að byggja sig upp áður en maður getur skrifað þetta út,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Þessi þáttur er sá 11. í sagnaröðinni. Lengi að vinna hvert viðtal Gunnar Smári er með tvær hálfkláraða þætti á borði sínu en óljóst er með framhaldið. „Efnið er botlaust, fjölbreytt og eins og lífið sjálft. Þetta eru stærstu sögurnar, fólkið sem hefur reynt mest. Ég er að vinna sögurnar fyrir Ellu og aðra viðmælendur, eins og ævisagnahöfundur.“ Þú hefur með hverri lífsreynslusögunni verið að þróa stíl í nálgun á umfjöllunarefnið. Þetta er orðið skáldlegra og persónulegra? „Ella er sérstakur karakter, það var eiginlega ekki hægt að skrifa þetta svona beint út, þetta þurfti að vera eins og draumur eða glimps. Við erum orðnir svo gamlir að við munum þann tíma að allt mátti í stíl í blaðamennsku.“ Þeir sem hafa starfað með Gunnari Smára vita að það gengur undan honum þegar hann sest við lyklaborðið og lemur það sundur og saman. Þetta verkefni krefst hins vegar meiri tíma en ýmislegt annað sem hann hefur skrifað. „Ég er fljótur að skrifa en lengi að meta hvernig á að skrifa hverja sögu. Viðtöl hafa alltaf vafist fyrir mér. Það er eitt að skrifa skoðanagrein, þú kemur hugsun þinni bara frá þér. Ég lærði að skrifa fréttir og fréttaskýringar þannig að ég skoðaði þar til ég skyldi málið og gat skrifað það út án þess að fletta neinu upp eða tjasla saman punktum. Þegar kemur að viðtölum þá er þetta ekki þú og þínar skoðanir eða sjónarhóll, ekki lýsing á atburði, stöðu eða framvindu heldur önnur manneskja.“ Skilvinda heilans vinsar út það mikilvæga Gunnar Smári segist ekki kunna aðra aðferð við viðtöl en að ganga með manneskjuna með sér í langan tíma. „Hugsa þangað til mér finnst ég skilja einhvern kjarna í því hvað hún vill, hvað skipir hana máli og hvað drífur hana áfram. Þegar þetta er fundið er ég fljótur að skrifa þetta út, en styðst þá við punktana úr viðtalinu og minni. Ég las þegar ég var ungur blaðamaður að við ættum að geta munað klukkutíma samtal án þess að taka punkta. Það er magnað hvað mikið er í minninu, og skilvinda heilans er góð til að flokka það sem er mikilvægt frá því sem minna máli skiptir.“ Þetta sláandi efni hefur og er að birtast. Erindið liggur fyrir en er ekki ástæða til að binda þetta saman, í bók sem verður þá jafnframt ákæruskjal á velferðarkerfið sem við viljum trúa að við búum við? „Já, en einhver þarf að gefa það út. Kannski ætti ég að stinga upp á því að ÖBÍ gerði það og notaði til söfnunar til að afl fjár til að skrifa fleiri sögur.“ … En þá með orðum Gunnars Smára og góðfúslegu leyfi, saga Ellu: Eru áföllin ekki nóg? Vanalega hjóluðu þær vinkonurnar þessa sömu leið eftir vinnu, frá Sandgerði heim í Hafnir, en þennan laugardag hafði verið spáð rigningu um morguninn og þær höfðu skilið hjólin eftir heima, farið á bílnum hennar Hörpu. En það hafði ekkert rignt, það var kalt, en stillt og bjart, eilítil hálka en ágætt færi. Harpa keyrði og Ella sat við hlið hennar, horfði út um hliðargluggann á stráin sem teygðu sig upp úr snjónum, leit svo í átt að Hörpu en sá þá hvítan bíl koma á móti þeim, rása á veginum, hann var á mikilli ferð og virtist ætla að fara út af veginum sín megin en beygði svo aftur upp á veginn og stefndi beint á þær, beint framan á bílinn þar sem Ella sat. Höggið var sprenging, Ella fann það í hverju beini, með öllum líkamanum, í hverri frumu, í tönnunum, í heilanum, eins og blossi og svo myrkur og svo þögn. Hroðalegt bílslys Ella kúgaðist og hóstaði blóði. Líknarbelgurinn var rauður af blóðinu sem gekk upp úr henni. Harpa kallaði til hennar, hún var svo til ómeidd, aðeins með skrámur. Og svo voru aðrar raddir. Karlmaður: Ertu meidd? Já, ökklinn er brotinn og leggurinn er í tvennt. Lærið brotið, mjöðmin úr lagi, eins og ég sé ekki í lið. Úlnliðurinn er brotin, viðbeinið, rifin og líka bringubeinið. Ella fann fyrir hverju broti og rakti sig eftir þeim þar til sjúkraflutningamaðurinn sprautaði hana með verkjalyfi. Þá hvarf tilfinningin og hún vissi ekki hvernig henni leið meðan verið var að klippa bílinn utan af henni. Hún mókti, missti meðvitund en hrökk upp, varð að vaka því annars myndi hún deyja. Ég má ekki sofna því þá vakna ég aldrei, hugsaði hún í sjúkrabílnum. Hún reyndi að einbeita sér, horfa á ljósin fljóta eftir þakinu, lungun féllu saman og loft lak inn í brjóstholið, hún skynjaði það, horfði á sjúkraflutningamanninn bogra yfir henni. Svo sofnaði hún, en vaknaði þegar henni var rennt á börum úr bílnum, eftir gangi og þar stóð Þröstur. Ella náði að segja honum að hringja systir sína og pabba. Og þá sofnaði hún, það var óhætt. Vaknaði eftir aðgerð og fann að hún var tilfinningalaus öðrum megin, fólk yfir henni, hún keyrð eftir gangi í aðra aðgerð og svo veit hún ekki meir í þrjár vikur. Það var 18. janúar þegar þær Harpa voru á leiðinni heim en nú var kominn febrúar og allt var breytt vegna þess að Ella var önnur. Dópaður síbrotamaður olli slysinu 17. janúar hafði verið farið fram á síbrotagæslu yfir ungum manni sem lögreglan taldi hættulegan sjálfum sér og öðrum, en því var hafnað. Daginn eftir stal hann bíl í Hafnarfirði og keyrði hann á ofsahraðan eftir Reykjanesbrautinni, próflaus og dópaður. Löggan á eftir. Gegnum Keflavík og út á Sandgerðisveg á 150 kílómetra hraða, rásandi á veginum, við það að fara út af hægra megin en svo yfir á vegarkantinn hinum megin þar til að hann skall framan á bílnum sem Elínborg Björnsdóttir sat í farþegasætinu, skall vinstra megin framan á, beint framan á þar sem Ella sat. Ökumaðurinn slapp svo til ómeiddur. Ökklinn er brotinn og leggurinn er í tvennt. Lærið brotið, mjöðmin úr lagi, eins og ég sé ekki í lið. Úlnliðurinn er brotin, viðbeinið, rifin og líka bringubeinið.Alda Lóa Hvað þurfti að gerast til að þau hittust akkúrat þennan dag á akkúrat þessum stað á þessari miklu ferð? Óteljandi hlutir. Ef ekki hefði verið spáð rigningu hefði Ella og Harpa verið á hjóli. Ef dómarinn hefði samþykkt síbrotagæslu hefði engum bíl verið stolið. Ef löggan hefði hætt eltingarleiknum hefði drengurinn ekki keyrt svona hratt. Ef hann hefði beygt þarna en ekki hérna, ef hann hefði keyrt út af og ekki náð bílnum aftur inn á veginn. Ef, ef og ef. Lífið er oft óskiljanlegt, maður getur misst vitið að hugsa um það. Pabbi úr fortíð kom og vakti yfir henni Hvers vegna hafði Ella beðið Þröst, eiginmann sinn, að hringja í pabba? Hún hafði ekki hitt hann í 47 ár en samt kallaði hún eftir honum þegar hún kom á Borgarspítalann. Og þegar Ella vaknaði sat pabbi hennar við rúmið, hann hafði vakað yfir henni. Hann sagðist hafa reynt að halda sambandi þegar hún var barn en mamma hennar hafi bannað honum það. Hann hafi því ekki fengið að vaka yfir henni en hann skyldi vaka yfir henni nú. Hann hafði setið hjá henni í þrjár vikur og horft á hana sofa, eins og hann hafði þráð að gera þegar hún var barn. Og hann fékk ekki að styðja hana þegar hún tók fyrstu skrefin, en hann sagðist muna styðja hana meðan hún lærði að ganga upp á nýtt. Fólkið sem þekkti hana áður sagði að hún væri breytt, að heilablóðfallið hefði breytt henni, en pabbi hennar var að kynnast henni fyrst núna og tók henni eins og hún var, eins og hún var orðin. Lífið er oft lygilegt, það kemur manni alltaf á óvart. Sveiflast milli vonar og ótta Ella var flutt af B6 á Borgarspítalanum á sjúkrahúsið í Keflavík. Hún var þjáð, nánast lömuð öðrum megin. Hún er með gaumstol sem veldur því að hún skynjar illa þá hlið, gleymir henni og áttar sig því illa að takmörkunum sínum, upplifir fyrst og fremst skárri hliðina. Sjúkrahúsið í Keflavík var bið en á Grensásdeildinni hófst endurhæfing, ekki bara líkamleg heldur gat Ella rætt við sálfræðinga og prest. Það var langur vegur fram undan, hún þurfti að læra á þennan líkama sem vildi bæði bregðast henni og blekkja. Og svo þurfti hún að átta sig á stöðu sinni, sætta sig við sumt og reyna að breyta öðru. Og það var ekki alltaf auðvelt að greina á milli. Eina stundina fannst henni allt mögulegt, fór að skipuleggja nám í dýrahjúkrun. Þá næstu fannst henni ekkert mögulegt, fann enga von og sá engan tilgang í að berjast. Spurði sig til hvers hún hafi hangið á lífinu í sjúkrabílnum, hefði ekki verið betra að hún hefði sleppt og leyft dauðanum að fanga sig? Hefði það ekki verið betra fyrir alla, fólkið hennar, fjölskyldu og vini. Ella fór heim um helgar með hjálp Þrastar, vinkvenna og Borghildar systur. Þar voru kisurnar tvær og hundarnir, líklega einu vinirnir sem ekki axla byrðar vegna ástandsins. Sonur hennar hafði veikst af geðklofa nokkrum árum fyrr og býr í Reykjavík, hann átti erfitt með álag og þoldi illa að heimsækja mömmu sína í þessu ástandi. (Sonur Ellu hefur tjáð sig um baráttu sína við geðsjúkdóma með afar jákvæðum hætti; samið, sungið og flutt meðal annars það lag sem sjá má í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi.) En helgarnar voru góðar, þær voru hvíld og tilbreyting. En það var líka gott að koma aftur á Grensás. Það var kannski löng leið framundan, en hún var fær. Eiginmaðurinn greinist með heilaæxli Svo kom annað reiðarslag. Það var 20. maí. Vinur Þrastar hafði hringt í hann um morguninn, fundist hann einkennilegur í talanda og stóð ekki á sama, ákvað að athuga með hann. Þegar hann kom að húsinu sá hann Þröst meðvitundarlausan í bílnum sínum fyrir utan. Hann hafði ætlað í vinnu en ekki komist lengra. Vinurinn hringdi á sjúkrabíl og Þröstur var keyrður á Borgarspítalann þar sem kom í ljós að hann var með stórt illkynja æxli í heilanum. Á sama stað og Ella hafði fengið heilablóðfallið. Og hann var skorinn upp í hvelli. Af sama lækni og skar Ellu upp. Og var lagður inn á sömu stofuna á B6 og Ella, í sama rúminu og hún og með samskonar umbúðir um höfuðið. Lífið er stundum svo miskunnarlaust, svo maður þorir varla að horfast í augu við það. - - - - Það tókst ekki að skera burt krabbann burt með æxlinu og Þröstur berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsinu í Keflavík. Og Ella er komin þangað aftur. Hún var útskrifuð af Grensásdeildinni, læknirinn sagði að þau gætu ekki gert meira fyrir hana. samt fannst henni eins og endurhæfingin væri varla byrjuð, hún hafði ætlað að ná sér miklu betur. Þau hjónin eru á sitt hvorri stofunni en borða saman morgunmat og aðrar máltíðar. Þau geta fengið sitthvorn gestinn yfir daginn, það eru takmarkanir vegna covid. Annað gerist varla, dagarnir eru langir, silast áfram. Ella segir að sér líði eins og fanga. Það er engin endurhæfing á sjúkrahúsinu, hún fær ekki að ræða við sálfræðing, ekki félagsráðgjafa. Hún saknar Grensásdeildarinnar, en mest þó að komast ekki heim. Engir peningar til fyrir notendastýrðri þjónustu Ella er öryrki en er ekki á örorkubótum þar sem hún er á stofnun. Hún er á sjúkradagpeningum, sem eru svo lág upphæð að Ella man ekki hversu lág hún er. En hún á rétt samkvæmt lögum á notendastýrðri þjónustu þar sem hún getur ekki séð um sig sjálf. Hún gleymir því stundum en veit það samt vel, að hún þarf aðstoð allan sólarhringinn. Og hún á rétt á að ráða fólk til að sinna sér. Reyndar er gert ráð fyrir að hún stofni einkahlutafélag fyrst en hún getur það ekki vegna þess að hún er ekki fjárráða. Ein af afleiðingum heilaskaðans er fljótfærni og eftir að hún fór fram úr sér samþykkti Ella að hún yrði svipt fjárræði. Hún er því með fjárhaldsmann. Og getur strangt til tekið ekki stofnað hlutafélag til að ráða fólk. En það er samt ekki það sem stendur í veginum, það væri örugglega hægt að finna leið til að útbúa svona félag. Vandinn er hins vegar að þótt Ella hafi rétt á að snúa heim og fá þar þjónustu er henni sagt að það séu ekki til peningar fyrir því. Þau hjá félagsþjónustunni hafa það eftir fjármálastjóra bæjarins að það séu ekki til peningar. Og hann segir að það séu ekki til peningar vegna þess að ríkið hafi ekki komið með peningana sem eiga að fylgja þessari þjónustu. Og hvað segir fjármálaráðuneytið? Líklega að það sé búið að nota peningana í eitthvað annað mikilvægara. Og þótt Ella eigi rétt á notendastýrðri þjónustu samkvæmt lögum þá virðist það vega þyngra hvað fjármálaráðuneytið og fjármálastjóri bæjarins vill, þeirra hugmyndir um hvað sé mikilvægara vega þyngra. Sem lokuð í fangelsi Þess vegna situr Ella í hjólastólnum sínum á deildinni á Sjúkrahúsinu í Keflavík og bíður, fyrst og fremst eftir að losna. Hún losnar ekki úr þessum breytta líkama sem hún kannast ekki alltaf við. Og hún losnar ekki við skaðann sem hefur breytt skaphöfn hennar og persónuleika. Hún upplifir sig sem sömu Ellu en hún skynjar af viðbrögðum annarra að fólk þekkir hana ekki fyrir sömu manneskju. Hún losnar ekki undan áföllum og afleiðingum þeirra, ekki undan linnulausum hugsunum um hvað ef og hvers vegna og ekki undan sorginni og beygnum gagnvart stöðu hennar og Þrastar. Þetta fer ekki frá henni og hún væri tilbúin að taka þetta með sér heim ef hún gæti bara losnað út af sjúkrahúsinu. Ellu finnst sem hún hafi verið lokuð inn í fangelsi. Það er eins og hún sé að afplána refsingu. Fyrir að hafa orðið fyrir meiri áföllum á síðustu tíu mánuðum en hægt er að ætlast til að hún standi undir. Voru áföllin ekki nóg? Þarf að bæta refsivist við? Ég veit ekki hvort lífið sé óréttlátt, það er leikur fólk allavega misjafnlega. En samfélagið getur sannarlega verið óréttlátt. Það tekur mest frá þeim sem minnst eiga og heyrir síst í þeim sem eru mest hjálparþurfi.
Heilbrigðismál Umferðaröryggi Lögreglan Lögreglumál Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31
Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45