Þrjár nýjar tölvur og nýir örgjörvar frá Apple Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 12:39 Þrjár nýjar tölvur voru kynntar til leiks í gær. Apple Tæknirisinn Apple opinberaði í gær nýjar tölvur, nýja örgjörva og nýtt stýrikerfi. Kynningin fór alfarið fram á netinu, eins og svo margt annað um þessar mundir. Nýir örgjörvar fyrirtækisins hafa vakið töluverða athygli en auk þeirra kynnti Apple þrjár tegundir tölva sem eru allar með nýju örgjörvana, og veitti frekari upplýsingar um stýrikerfið macOS 11 Big Sur. Allar tölvurnar þrjár eiga að sjást í hillum verslana í næstu viku. Byrjum á örgjörvanum. Apple segir örgjörvana, sem heita M1, vera þá hröðustu sem fyrirtækið hafi hannað. Þeir muni bæði auka getu og rafhlöðuendingu tölva fyrirtækisins. Þeim verður komið fyrir í öllum vörulínum Apple á næstu árum en fyrirtækið er hætt samstarfi með Intel. Hingað til hefur Apple notað eigin flögur í farsíma og önnur minni tæki en ekki tölvur. Í kynningu Apple kom fram að örgjörvarnir væru allt að þrisvar sinnum hraðari en örgjörvar Intel. Ný Mac Mini Kynning nýrrar Mac Mini kom á óvart ef marka má erlenda tæknimiðla. Þar er um að ræða tiltölulega lítinn kubb en grunnútgáfa tölvunnar inniheldur 256 GB stóran SSD harðan disk og 8 GB vinnsluminni. Þann kubb tengir maður svo við skjá eða skjái, lyklaborð og mús og er maður þá klár í slaginn. Apple segir að Mini-tölvan hafi aldrei verið öflugari en nú og það sé vegna M1 örgjörvanna. Nýju fartölvurnar tvær eru sagðar hraðari og öflugari en áður.APPLE Ný MacBook Air MacBook Air er vinsælasta tölva Apple og ein af heimsins vinsælustu fartölvum. Nú er komin ný útgáfa af þeirri tölvu og eins og með hinar, þá segir Apple að þessi sé öflugri og betri en hinar. Það sé að miklu leyti vegna M1 örgjörvanna. Rafhlöðuending er einnig sögð hafa verið aukin. Tölvan á að duga í um fimmtán klukkustundir við að vafra á netinu og í um 18 klukkustundir við það að horfa á myndbönd. MacBook Pro MacBook Pro fartölvurnar eru einnig verulega vinsælar á heimsvísu. Í nýjustu útgáfu hennar lofar Apple sambærilegum breytingum og í hinum tölvunum. Hraðari, öflugri og lengri rafhlöðuending og allt er það til komið vegna nýju örgjörvanna. macOS 11 Big Sur Nýjasta stýrikerfi Apple hefur verið í betaprófunum í nokkra mánuði en það verður gefið út að fullu á morgun. Þá eiga notendur Apple að geta sótt það sér að kostnaðarlausu. Samkvæmt Apple er stýrikerfið gert með M1 örgjörvana í huga en þeir sem eiga eldri tölvur með örgjörvum frá Intel geta samt sótt stýrikerfið. Hér að neðan má sjá kynningu Apple en búið er að skipta henni niður í hluta. Þar má sjá kynningu hvers tækis og hugbúnaðar fyrir sig. Apple Tækni Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Tæknirisinn Apple opinberaði í gær nýjar tölvur, nýja örgjörva og nýtt stýrikerfi. Kynningin fór alfarið fram á netinu, eins og svo margt annað um þessar mundir. Nýir örgjörvar fyrirtækisins hafa vakið töluverða athygli en auk þeirra kynnti Apple þrjár tegundir tölva sem eru allar með nýju örgjörvana, og veitti frekari upplýsingar um stýrikerfið macOS 11 Big Sur. Allar tölvurnar þrjár eiga að sjást í hillum verslana í næstu viku. Byrjum á örgjörvanum. Apple segir örgjörvana, sem heita M1, vera þá hröðustu sem fyrirtækið hafi hannað. Þeir muni bæði auka getu og rafhlöðuendingu tölva fyrirtækisins. Þeim verður komið fyrir í öllum vörulínum Apple á næstu árum en fyrirtækið er hætt samstarfi með Intel. Hingað til hefur Apple notað eigin flögur í farsíma og önnur minni tæki en ekki tölvur. Í kynningu Apple kom fram að örgjörvarnir væru allt að þrisvar sinnum hraðari en örgjörvar Intel. Ný Mac Mini Kynning nýrrar Mac Mini kom á óvart ef marka má erlenda tæknimiðla. Þar er um að ræða tiltölulega lítinn kubb en grunnútgáfa tölvunnar inniheldur 256 GB stóran SSD harðan disk og 8 GB vinnsluminni. Þann kubb tengir maður svo við skjá eða skjái, lyklaborð og mús og er maður þá klár í slaginn. Apple segir að Mini-tölvan hafi aldrei verið öflugari en nú og það sé vegna M1 örgjörvanna. Nýju fartölvurnar tvær eru sagðar hraðari og öflugari en áður.APPLE Ný MacBook Air MacBook Air er vinsælasta tölva Apple og ein af heimsins vinsælustu fartölvum. Nú er komin ný útgáfa af þeirri tölvu og eins og með hinar, þá segir Apple að þessi sé öflugri og betri en hinar. Það sé að miklu leyti vegna M1 örgjörvanna. Rafhlöðuending er einnig sögð hafa verið aukin. Tölvan á að duga í um fimmtán klukkustundir við að vafra á netinu og í um 18 klukkustundir við það að horfa á myndbönd. MacBook Pro MacBook Pro fartölvurnar eru einnig verulega vinsælar á heimsvísu. Í nýjustu útgáfu hennar lofar Apple sambærilegum breytingum og í hinum tölvunum. Hraðari, öflugri og lengri rafhlöðuending og allt er það til komið vegna nýju örgjörvanna. macOS 11 Big Sur Nýjasta stýrikerfi Apple hefur verið í betaprófunum í nokkra mánuði en það verður gefið út að fullu á morgun. Þá eiga notendur Apple að geta sótt það sér að kostnaðarlausu. Samkvæmt Apple er stýrikerfið gert með M1 örgjörvana í huga en þeir sem eiga eldri tölvur með örgjörvum frá Intel geta samt sótt stýrikerfið. Hér að neðan má sjá kynningu Apple en búið er að skipta henni niður í hluta. Þar má sjá kynningu hvers tækis og hugbúnaðar fyrir sig.
Apple Tækni Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent