Katrín Jak og Bjarni Ben - hér er tillaga Óli Valur Steindórsson og Sigmar Vilhjálmsson skrifa 11. nóvember 2020 11:00 Við erum atvinnurekendur með 177 starfsmenn á launaskrá og vinnum þeð sóttvarnarreglur í landinu sem heftir verulega alla möguleika til tekjuöflunar. Er okkar fyrirtæki svo sannarlega ekki eina fyrirtækið í þeirri stöðu. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er að berjast á hverjum degi til að finna nýjar leiðir til að halda sínum rekstri gangandi og margir farið langt út fyrir boxið í þeim tilraunum. Eins og allir aðrir landsmenn, þá höfum við fylgt í hvívetna þeim sóttvarnarreglum sem settar hafa verið og reynt að vinna með stöðuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Covid-19 er engum að kenna og þetta er ástand sem við stöndum öll frammi fyrir að þurfa kljást við tímabundið. En tímabundið er afstætt hugtak. Ævi húsflugu er tímabundin óþægindi fyrir okkur en ævistarf húsflugunnar. Á Íslandi eru 70-80% allra fyrirtækja lítil og millistór fyrirtæki. Þetta er hryggstykki atvinnulífs hér á Íslandi. Þetta eru fyrirtækin sem halda uppi efnahag landsins og hagvexti. Eigendur og starfsmenn þessara fyrirtækja eru að stærstum hluta millistéttin í þessu landi. Millistéttin er þegjandi meirihluti þjóðarinnar sem heldur uppi efnahag landsins. Núna er að myndast mikið hættu ástand hjá millistéttinni og það virðast ekki vera neinar tillögur sem virka frá stjórnvöldum til að fyrirbyggja það. Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru bitlausar og virka ekki. Þær voru eflaust lagðar fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður. Ráðamenn þurfa, líkt og atvinnulífið, að vera tilbúnir að meta stöðuna hratt og vera tilbúnir að bakka með fyrri tillögur og koma með nýjar. Það er kapphlaup allra atvinnurekenda og slíkt þarf líka að vera uppá teningnum hjá ráðamönnum á svona stundum. Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað er ekki að virka, þá langar okkur að leggja fram eina tillögu sem er raunhæf, réttlát og gætir jafnræðis fyrir öll fyrirtæki sem lúta þurfa takmörkunum í sóttvarnaraðgerðum þjóðarinnar. Staðgreiðsluskattur og virðisaukaskattur verður slegin á frest (lánaður) af ríkinu, vaxtarlaust á þeim tímabilum sem takmarkanir standa yfir. Fyrirtækjum sem gert er að takmarka sína starfssemi og hefur bein áhrif á þeirra áætlanir, veltu og greiðslugetu fá með þessu vaxtalausan greiðslufrest frá ríkinu til að halda þeim við efnið. Greiðslufresturinn er eðlilega tengdur þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því gætir þessi tillaga jafnræðis. Tillagan veitir fyrirtækjum tækifæri á því að standa undir skuldbindingum sínum sem minnkar neikvæð margfeldisáhrif á atvinnulífið. Tillagan er ekki styrkur, heldur greiðslufrestur (lán). Ríkið mun fá sitt á endanum þegar úr Covid er komið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur út um gluggann. Þetta eru fjármunir sem skila sér bara síðar. Sem er réttlátt. Greiðslufresturinn er vaxtarlaus þar sem að ríkið hefur gríðarlegan hag af því að fyrirtækin haldi áfram rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi, enda er upphæð greiðslufrestsins alltaf miðuð við þá veltu sem hefur verið í fyrirtækinu. Uppgreiðsla á þessum greiðslufrest er síðan stillt upp með þeim hætti að fyrirtæki eigi auðvelt með að brúa endurgreiðsluna þegar allt er gengið yfir. Horfa mætti til 12 mánaða sem dæmi (fer þó eftir lengd faraldursins). Takmarkanir sem settar væru á fyrirtæki þessu tengt væru bundnar við argreiðslur, hlutfall af hagnaði ofl. Með þessari tillögu þá er verið að veita öllum lífvænlegum fyrirtækjum sem hafa þurft að þola miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun ákveðið svigrúm og andrými til að standa við sínar skuldbindingar. Þetta mun spara gríðarlega fjármuni hjá hinu opinbera til skamms tíma og hvað þá lengri tíma. Án þess að geta talað fyrir hönd allra lítillra og millistórra fyrirtækja (enda eiga þau fyrirtæki ekki sín eigin hagsmunasamtök) þá er öruggt að öll lítil og millistór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaraðgerða munu fagna þessari tillögu. Gerum þetta saman! Yfir til ykkar Katrín Jak og Bjarni Ben Höfundar eru eigendur Hlöllabáta, Barion og Minigarðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum atvinnurekendur með 177 starfsmenn á launaskrá og vinnum þeð sóttvarnarreglur í landinu sem heftir verulega alla möguleika til tekjuöflunar. Er okkar fyrirtæki svo sannarlega ekki eina fyrirtækið í þeirri stöðu. Fjöldinn allur af fyrirtækjum er að berjast á hverjum degi til að finna nýjar leiðir til að halda sínum rekstri gangandi og margir farið langt út fyrir boxið í þeim tilraunum. Eins og allir aðrir landsmenn, þá höfum við fylgt í hvívetna þeim sóttvarnarreglum sem settar hafa verið og reynt að vinna með stöðuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Covid-19 er engum að kenna og þetta er ástand sem við stöndum öll frammi fyrir að þurfa kljást við tímabundið. En tímabundið er afstætt hugtak. Ævi húsflugu er tímabundin óþægindi fyrir okkur en ævistarf húsflugunnar. Á Íslandi eru 70-80% allra fyrirtækja lítil og millistór fyrirtæki. Þetta er hryggstykki atvinnulífs hér á Íslandi. Þetta eru fyrirtækin sem halda uppi efnahag landsins og hagvexti. Eigendur og starfsmenn þessara fyrirtækja eru að stærstum hluta millistéttin í þessu landi. Millistéttin er þegjandi meirihluti þjóðarinnar sem heldur uppi efnahag landsins. Núna er að myndast mikið hættu ástand hjá millistéttinni og það virðast ekki vera neinar tillögur sem virka frá stjórnvöldum til að fyrirbyggja það. Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru bitlausar og virka ekki. Þær voru eflaust lagðar fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður. Ráðamenn þurfa, líkt og atvinnulífið, að vera tilbúnir að meta stöðuna hratt og vera tilbúnir að bakka með fyrri tillögur og koma með nýjar. Það er kapphlaup allra atvinnurekenda og slíkt þarf líka að vera uppá teningnum hjá ráðamönnum á svona stundum. Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað er ekki að virka, þá langar okkur að leggja fram eina tillögu sem er raunhæf, réttlát og gætir jafnræðis fyrir öll fyrirtæki sem lúta þurfa takmörkunum í sóttvarnaraðgerðum þjóðarinnar. Staðgreiðsluskattur og virðisaukaskattur verður slegin á frest (lánaður) af ríkinu, vaxtarlaust á þeim tímabilum sem takmarkanir standa yfir. Fyrirtækjum sem gert er að takmarka sína starfssemi og hefur bein áhrif á þeirra áætlanir, veltu og greiðslugetu fá með þessu vaxtalausan greiðslufrest frá ríkinu til að halda þeim við efnið. Greiðslufresturinn er eðlilega tengdur þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því gætir þessi tillaga jafnræðis. Tillagan veitir fyrirtækjum tækifæri á því að standa undir skuldbindingum sínum sem minnkar neikvæð margfeldisáhrif á atvinnulífið. Tillagan er ekki styrkur, heldur greiðslufrestur (lán). Ríkið mun fá sitt á endanum þegar úr Covid er komið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur út um gluggann. Þetta eru fjármunir sem skila sér bara síðar. Sem er réttlátt. Greiðslufresturinn er vaxtarlaus þar sem að ríkið hefur gríðarlegan hag af því að fyrirtækin haldi áfram rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi, enda er upphæð greiðslufrestsins alltaf miðuð við þá veltu sem hefur verið í fyrirtækinu. Uppgreiðsla á þessum greiðslufrest er síðan stillt upp með þeim hætti að fyrirtæki eigi auðvelt með að brúa endurgreiðsluna þegar allt er gengið yfir. Horfa mætti til 12 mánaða sem dæmi (fer þó eftir lengd faraldursins). Takmarkanir sem settar væru á fyrirtæki þessu tengt væru bundnar við argreiðslur, hlutfall af hagnaði ofl. Með þessari tillögu þá er verið að veita öllum lífvænlegum fyrirtækjum sem hafa þurft að þola miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun ákveðið svigrúm og andrými til að standa við sínar skuldbindingar. Þetta mun spara gríðarlega fjármuni hjá hinu opinbera til skamms tíma og hvað þá lengri tíma. Án þess að geta talað fyrir hönd allra lítillra og millistórra fyrirtækja (enda eiga þau fyrirtæki ekki sín eigin hagsmunasamtök) þá er öruggt að öll lítil og millistór fyrirtæki sem hafa orðið fyrir takmörkunum á sínum rekstri vegna sóttvarnaraðgerða munu fagna þessari tillögu. Gerum þetta saman! Yfir til ykkar Katrín Jak og Bjarni Ben Höfundar eru eigendur Hlöllabáta, Barion og Minigarðsins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun