Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. nóvember 2020 19:46 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Vísir/Egill Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. Í færslunni deilir Landvernd skjáskoti af frétt Vísis um flutningabíl sem valt á Hjallahálsi á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Í fréttinni var haft eftir Gísla Ásgeirssyni, eiganda og framkvæmdastjóra flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, að hann teldi réttast að færa Landvernd trukkinn, þar sem hann teldi samtökin bera ábyrgð á bágum akstursskilyrðum á veginum. Síðastliðið vor kærði Landvernd framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg, en í síðasta mánuði kom fram að framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, teldi að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. „Landvernd styður vegabætur á Vestfjörðum og eina ástæða þess að lagning nýs vegar hefur tafist er sú að Vegagerðin hefur þrjóskast við og ríghaldið í þá útfærslu vegarins sem er LANGVERST FYRIR UMHVERFIÐ,“ segir í færslu Landverndar, sem birt var í gær. Í færslunni segir einnig að Vegagerðin hafi „sannarlega [haft] úr öðrum möguleikum að velja heldur en því að eyðileggja svæði á náttúruminjaskrá og skóg sem nýtur náttúruverndarlaga.“ Nei nei nei! Landvernd ber EKKI ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka. Það gerir hins vegar...Posted by Landvernd umhverfisverndarsamtök on Monday, 9 November 2020 Vegagerðin hafi gengið langt Í samtali við fréttastofu ítrekaði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, það sem fram kom í færslunni og sagði Vegagerðina hafa ákveðið að velja þá leið sem verst væri fyrir umhverfið. „Við erum mjög öfundsjúk út í Vegagerðina að vera með svona góðan PR-fulltrúa sem getur skellt skuldinni af mistökum Vegagerðarinnar á pínulítil félagasamtök,“ segir Auður. Sjálf telur Auður að þær samgöngubætur sem best myndu henta á svæðinu væri svokölluð R-leið, sem felur í sér lagningu vegar í gegnum þéttbýli á Reykhólum. „Landvernd styður vegabætur á sunnanverðum Vestfjörðum, en það er ekki sama hvernig það er gert og við teljum að Vegagerðin hafi gengið mjög langt í því að fá það í gegn að fara þessa leið sem er verst fyrir umhverfið, þegar það er um aðrar leiðir að velja.“ Telur ummæli framkvæmdastjórans ósmekkleg Í fréttinni sem gagnrýni Landverndar snýr að kemur fram að framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, Gísli Ásgeirsson, teldi réttast að færa Landvernd trukkinn sem fór út af að gjöf. „Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði hann þá. Auður gerir athugasemd við þessi ummæli og telur þau ósmekkleg. „Mér finnst að við sem samfélag eigum að vera stíf á því að heimili fólks, sama hvaða starfi það gegnir, séu svolítið friðhelg. Við getum verið ósammála um næstum því allt en ég held að flestir geti verið sammála um það. Mér finnst þetta ekki smekklegt,“ segir Auður. Teigsskógur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. Í færslunni deilir Landvernd skjáskoti af frétt Vísis um flutningabíl sem valt á Hjallahálsi á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Í fréttinni var haft eftir Gísla Ásgeirssyni, eiganda og framkvæmdastjóra flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, að hann teldi réttast að færa Landvernd trukkinn, þar sem hann teldi samtökin bera ábyrgð á bágum akstursskilyrðum á veginum. Síðastliðið vor kærði Landvernd framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg, en í síðasta mánuði kom fram að framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, teldi að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. „Landvernd styður vegabætur á Vestfjörðum og eina ástæða þess að lagning nýs vegar hefur tafist er sú að Vegagerðin hefur þrjóskast við og ríghaldið í þá útfærslu vegarins sem er LANGVERST FYRIR UMHVERFIÐ,“ segir í færslu Landverndar, sem birt var í gær. Í færslunni segir einnig að Vegagerðin hafi „sannarlega [haft] úr öðrum möguleikum að velja heldur en því að eyðileggja svæði á náttúruminjaskrá og skóg sem nýtur náttúruverndarlaga.“ Nei nei nei! Landvernd ber EKKI ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka. Það gerir hins vegar...Posted by Landvernd umhverfisverndarsamtök on Monday, 9 November 2020 Vegagerðin hafi gengið langt Í samtali við fréttastofu ítrekaði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, það sem fram kom í færslunni og sagði Vegagerðina hafa ákveðið að velja þá leið sem verst væri fyrir umhverfið. „Við erum mjög öfundsjúk út í Vegagerðina að vera með svona góðan PR-fulltrúa sem getur skellt skuldinni af mistökum Vegagerðarinnar á pínulítil félagasamtök,“ segir Auður. Sjálf telur Auður að þær samgöngubætur sem best myndu henta á svæðinu væri svokölluð R-leið, sem felur í sér lagningu vegar í gegnum þéttbýli á Reykhólum. „Landvernd styður vegabætur á sunnanverðum Vestfjörðum, en það er ekki sama hvernig það er gert og við teljum að Vegagerðin hafi gengið mjög langt í því að fá það í gegn að fara þessa leið sem er verst fyrir umhverfið, þegar það er um aðrar leiðir að velja.“ Telur ummæli framkvæmdastjórans ósmekkleg Í fréttinni sem gagnrýni Landverndar snýr að kemur fram að framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, Gísli Ásgeirsson, teldi réttast að færa Landvernd trukkinn sem fór út af að gjöf. „Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði hann þá. Auður gerir athugasemd við þessi ummæli og telur þau ósmekkleg. „Mér finnst að við sem samfélag eigum að vera stíf á því að heimili fólks, sama hvaða starfi það gegnir, séu svolítið friðhelg. Við getum verið ósammála um næstum því allt en ég held að flestir geti verið sammála um það. Mér finnst þetta ekki smekklegt,“ segir Auður.
Teigsskógur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08