Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira