Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur talsverðar líkur á að bóluefni Pfizer verði tekið til notkunar um áramótin. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ segir Kári. Greint hefur verið frá því að Pfizer muni sækjast eftir neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Pfizer ráðgerðir að framleiða 50 milljónir skammta fyrir árslok og 1,3 milljarða skammta á næsta ári. „Sem er myndarleg framleiðsla. En fyrst og fremst horfi ég til þess að þetta bóluefni virðist afskaplega gott. Það ver 90 prósent þeirra sem eru bólusettir fyrir því að sýkjast, sem þykir mjög gott þegar kemur að bóluefni,“ segir Kári. Frostið auðleysanlegt vandamál Pfizer þróar svokallað RNA-bóluefni sem er viðkvæmt fyrir hita og þarf að geymast við áttatíu gráðu frost. Kári segir það gera vinnuna við að koma bóluefninu til fjöldans meiri. „En það er vandamál sem er auðvelt að leysa. Við geymum fullt af hlutum við 80 gráðu frost.“ Kári segir annan þröskuld við bóluefnið vera að gefa þarf tvo skammta af því með tveggja vikna millibili. „En það er ekki hár prís að borga fyrir mjög gott bóluefni.“ Aðgerðir fram undir mitt næsta ár Þó svo að bólusetningar hefjist á fyrri hluta næsta árs telur Kári að Íslendingar þurfi að búa við sóttvarnaaðgerðir fram undir mitt næsta ár. „Við þurfum að nálgast bóluefni til að bólusetja íslenska þjóð. Það mun taka okkur fram eftir vori.“ Ísland mun hafa aðgang að bóluefnum frá þeim framleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Ísland fær þann aðgang með samstarfi við Svía. ESB hefur samið við fimm framleiðendur, þar á meðal Astrazenica og Moderna, en ekki Pfizer. Þær viðræður standa yfir og eru langt komnar. Kári segist ekki vita hvers vegna Evrópusambandið gekk ekki strax til samninga við Pfizer. Hann telur þó að þeir sem sjá um samningagerðina geri það eftir bestu upplýsingum á hverjum tíma. Astrazenica bóluefnið, sem þróað er í samstarfi við Oxford-háskóla, var lengi vel talið fremst en setja þurfti þróun þess í bið vegna vandamála sem komu upp vegna eins sjálfboðaliða. Von er á niðurstöðum frá Astrazenica á næstu vikum. „Að því sögðu þá vildi ég að við hefðum samið við Pfizer.“ Gæti orðið með kraftmeiri og öruggari bóluefnum RNA-bóluefni hefur aldrei fengið leyfi áður. Kári sér ekki ástæðu til að óttast það. „Ég veit ekki hverjar áhyggjurnar ættu að vera, ef þetta virkar svona vel. Það er búið að prófa efnið á fjörutíu þúsund manns. Það veitir góða vörn og hefur ekki valdið neinum aukaverkunum í þeim hópi. Ég hugsa að það endi á því að verða með kraftmeiri og öruggari bóluefnum sem búin hafa verið til.“ Hann telur enga ástæðu til að óttast að Ísland verði skilið út undan þegar kemur að vali á bóluefni. „Ég held að við munum hafa allt það frelsi sem við viljum til að semja. Við verðum ekki skilin út undan.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Lyf Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira