Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 18:45 Albert Jónsson er fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum. EINAR ÁRNASON Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“ Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“
Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira