Táraðist í beinni eftir sigur Biden Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 22:46 Það var tilfinningaþrungin stund fyrir Van Jones þegar ljóst var að Joe Biden hafði tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. CNN Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. Á þeim tímapunkti virtist liggja fyrir að Biden myndi fara með sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggði honum sigurinn. „Það er auðveldara að vera foreldri þennan morguninn, það er auðveldara að vera pabbi. Það er auðveldara að segja börnunum þínum að hvernig manneskja þú ert skiptir máli. Það skiptir máli að segja sannleikann. Það skiptir máli að vera góð manneskja,“ sagði Jones eftir tilkynninguna. Hann sagði kjör Biden stórmál fyrir marga hópa í Bandaríkjunum sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Minnihlutahópar þyrftu ekki að óttast óvissuna eins mikið undir stjórn Biden. Today is a good day. It’s easier to be a parent this morning.Character MATTERS.Being a good person MATTERS.This is a big deal.It’s easy to do it the cheap way and get away with stuff — but it comes back around. Today is a good day.#PresidentBiden#VotersDecided pic.twitter.com/h8YgZK4nmk— Van Jones (@VanJones68) November 7, 2020 „Það er auðveldara fyrir marga. Ef þú ert múslimi í þessu landi, þá þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að forsetinn vilji ekki hafa þig hér. Ef þú ert innflytjandi, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn taki glaður börnin í burtu eða sendi „dreamers“ til baka að ástæðulausu,“ sagði Jones og vísaði þar til DACA-löggjafarinnar sem Donald Trump ætlaði að afnema. Fjölmörg börn innflytjenda gátu stundað nám og sótt um atvinnuleyfi í landinu á grundvelli þeirrar löggjafar og voru þau gjarnan kölluð „dreamers“. Hann sagðist finna til með fólkinu sem tapaði í kosningunum, og þó að dagurinn væri góður fyrir marga væri hann kannski ekki jafn góður fyrir það. Sigurinn væri þó mikið fagnaðarefni fyrir marga. „Þetta er uppreist æru fyrir marga sem hafa þurft að þjást,“ sagði Jones og minntist til að mynda baráttu svartra í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd. Hann sagði rasismann í Bandaríkjunum hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. „Þetta er stórmál fyrir okkur, bara til þess að fá smá frið. Fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Joe Biden Tengdar fréttir Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira
Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. Á þeim tímapunkti virtist liggja fyrir að Biden myndi fara með sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggði honum sigurinn. „Það er auðveldara að vera foreldri þennan morguninn, það er auðveldara að vera pabbi. Það er auðveldara að segja börnunum þínum að hvernig manneskja þú ert skiptir máli. Það skiptir máli að segja sannleikann. Það skiptir máli að vera góð manneskja,“ sagði Jones eftir tilkynninguna. Hann sagði kjör Biden stórmál fyrir marga hópa í Bandaríkjunum sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Minnihlutahópar þyrftu ekki að óttast óvissuna eins mikið undir stjórn Biden. Today is a good day. It’s easier to be a parent this morning.Character MATTERS.Being a good person MATTERS.This is a big deal.It’s easy to do it the cheap way and get away with stuff — but it comes back around. Today is a good day.#PresidentBiden#VotersDecided pic.twitter.com/h8YgZK4nmk— Van Jones (@VanJones68) November 7, 2020 „Það er auðveldara fyrir marga. Ef þú ert múslimi í þessu landi, þá þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að forsetinn vilji ekki hafa þig hér. Ef þú ert innflytjandi, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn taki glaður börnin í burtu eða sendi „dreamers“ til baka að ástæðulausu,“ sagði Jones og vísaði þar til DACA-löggjafarinnar sem Donald Trump ætlaði að afnema. Fjölmörg börn innflytjenda gátu stundað nám og sótt um atvinnuleyfi í landinu á grundvelli þeirrar löggjafar og voru þau gjarnan kölluð „dreamers“. Hann sagðist finna til með fólkinu sem tapaði í kosningunum, og þó að dagurinn væri góður fyrir marga væri hann kannski ekki jafn góður fyrir það. Sigurinn væri þó mikið fagnaðarefni fyrir marga. „Þetta er uppreist æru fyrir marga sem hafa þurft að þjást,“ sagði Jones og minntist til að mynda baráttu svartra í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd. Hann sagði rasismann í Bandaríkjunum hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. „Þetta er stórmál fyrir okkur, bara til þess að fá smá frið. Fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Joe Biden Tengdar fréttir Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33