Erlent

Ferða­langar frá Dan­­mörku í sótt­kví í Bret­landi vegna minka­smita

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kórónuveirusmit hafa komið upp í minkabúum víða um Danmörku. Vísindamenn hafa áhyggjur af stökkbreytingu veirunnar í minkum.
Kórónuveirusmit hafa komið upp í minkabúum víða um Danmörku. Vísindamenn hafa áhyggjur af stökkbreytingu veirunnar í minkum. Ole Jensen/Getty

Ferðalangar sem koma til Bretlands frá Danmörku þurfa nú að sæta 14 daga sóttkví við komuna til Bretlands. Bresk yfirvöld tóku ákvörðun um þetta í kjölfar stökkbreytingar kórónuveirunnar á minkabúum í Danmörku. Hið stökkbreytta afbrigði er talið ólíklegra til að vera móttækilegt fyrir bóluefni.

Guardian hefur eftir Grant Shapps, samgöngumálaráðherra Bretlands, að hann skilji áhyggjur fólks, bæði í Danmörku og í Bretlandi.

„Það er ástæða þess að við brugðumst skjótt við til þess að vernda landið og koma í veg fyrir útbreiðslu hér í Bretlandi,“ sagði Shapps.

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa greint frá því að minkar í búum víðs vegar um Danmörku hafi greinst með veiruna. Í sumum tilfellum hefur veiran síðan dreifst út í nærliggjandi samfélög. Því hafa yfirvöld í Bretlandi tekið ákvörðun um að ferðalangar frá Danmörku skuli nú sæta sóttkví við komuna.

„Fólk sem nú er í Bretlandi getur klárað ferðalag sitt og fylgt þeim staðbundnu reglum sem eru í gildi,“ sagði Shapps. Hann benti þá Bretum í Danmörku á að kynna sér reglur stjórnvalda í Bretlandi á þar til gerðri vefsíðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×