Fornbókabúðin á Klapparstíg opnar útibú í húsnæði Máls og menningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 21:58 Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar Bókin á Klapparstíg, opnar útibú í kjallara Máls og menningar á Laugavegi. Vísir/Facebook Fornbókabúðin Bókin, sem staðsett er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu mun opna útibú í kjallara Laugavegar 18, þar sem Mál og menning var áður til húsa. Útibúið verður staðsett í kjallaranum en á efri hæðunum verður opnaður tónleikastaður og kaffihús að sögn Ara Gísla Bragasonar, eiganda Bókarinnar. Ari Gísli opnar útibúið í samstarfi við Garðar Kjartansson, veitingamann. Stefnt er á að opna staðinn þann 1. desember eða eftir því sem kórónuveirufaraldurinn leyfir. Ari segir líklegt að það verði ekki fyrr en eftir áramót. Kæru vinir og vinkonur allar. Í dag opna ég bókabúðina mína Bókin Klapparstíg 25-27, lokað hefur verið 2 vikur. Búðin...Posted by Ari Gísli Bragason on Sunday, October 25, 2020 „Við erum bara að koma okkur fyrir í kjallaranum og ég verð þarna með einhverjar 25 þúsund bækur til sölu. Svo fer það bara eftir kóvitinu hvenær við náum að opna,“ segir Ari Gísli í samtali við fréttastofu. Garðar hefur undirritað tíu ára leigusamning við eigendur húsnæðis Máls og menningar. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ sagði Garðar í samtali við Vísi í byrjun október. Stefnt er að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun áfram bera nafnið Mál og menning. Bókin á Klapparstíg verður áfram opin fyrir bókmenntaáhugamenn og virðast einhverjir netverjar spenntir fyrir nýju útibúi Bókarinnar. Bókavarðan er flytja upp á Laugaveg í stað M og M.Vissuð þið það?Þessi dagur bara heldur áfram að gefa.— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 6, 2020 Reykjavík Menning Verslun Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Fornbókabúðin Bókin, sem staðsett er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu mun opna útibú í kjallara Laugavegar 18, þar sem Mál og menning var áður til húsa. Útibúið verður staðsett í kjallaranum en á efri hæðunum verður opnaður tónleikastaður og kaffihús að sögn Ara Gísla Bragasonar, eiganda Bókarinnar. Ari Gísli opnar útibúið í samstarfi við Garðar Kjartansson, veitingamann. Stefnt er á að opna staðinn þann 1. desember eða eftir því sem kórónuveirufaraldurinn leyfir. Ari segir líklegt að það verði ekki fyrr en eftir áramót. Kæru vinir og vinkonur allar. Í dag opna ég bókabúðina mína Bókin Klapparstíg 25-27, lokað hefur verið 2 vikur. Búðin...Posted by Ari Gísli Bragason on Sunday, October 25, 2020 „Við erum bara að koma okkur fyrir í kjallaranum og ég verð þarna með einhverjar 25 þúsund bækur til sölu. Svo fer það bara eftir kóvitinu hvenær við náum að opna,“ segir Ari Gísli í samtali við fréttastofu. Garðar hefur undirritað tíu ára leigusamning við eigendur húsnæðis Máls og menningar. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ sagði Garðar í samtali við Vísi í byrjun október. Stefnt er að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun áfram bera nafnið Mál og menning. Bókin á Klapparstíg verður áfram opin fyrir bókmenntaáhugamenn og virðast einhverjir netverjar spenntir fyrir nýju útibúi Bókarinnar. Bókavarðan er flytja upp á Laugaveg í stað M og M.Vissuð þið það?Þessi dagur bara heldur áfram að gefa.— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) November 6, 2020
Reykjavík Menning Verslun Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira