Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 20:30 Víða má sjá alvarlegar rakaskemmdir á húsnæði sem barnafjölskyldur sem hafa leitað hælis hér dvelja í á vegum Reykjavíkurborgar. Vísir Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. Fréttastofa hefur undir höndum minnisblað frá Eflu verkfræðistofu sem skoðaði, rakamældi og tók sýni úr húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar árið 2016. Efla gerði margvíslegar athugasemdir í minnisblaði Þar kemur fram að húsnæðið sem í var ungbarnaleikskóli væri illa farið, sprungur á öllum útveggjum. Gluggar fúnir. Ekki ljóst hvort og hvernig drenlagnir væru. Raki mældist við næstum alla útveggi. Reiknað var með að mygla hafi náð að vaxa. Ummerki væri um leka og raka. Í næstu skrefum lagði Efla til frekari úttektar á húsnæðinu það þyrfti að athuga lagnir og þak. Þá benti Efla á mikilvægi þess í skýrslunni að athuga þyrfti hvort að húsnæðið hentaði starfsemi fyrir ung börn með langa viðveru. Ungbarnaleikskóli sem var þá í húsnæðinu flutti skömmu síðar út vegna ástands hússins samkvæmt heimildum fréttastofu. Við það fækkaði veikindadögum starfsfólks um fjórðung í úttekt sem var gerð á heilsufari þeirra. Reykjavíkurborg segist búin að endurnýja húsnæðið Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá Reykjavíkurborg sem á og annast húsnæðið að borgin hafi ráðist í endurbætur á húsinu og breytt því í fjórar íbúðir fyrir fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim endurbótum hafi verið lokið 2018. Þá kom fram í upplýsingum frá borginni að reynt hafi verið að lagfæra rakaskemmdir á húsnæðinu. Ekki hafa komið fram upplýsingar hvort úttekt hafi verið gerð á hvort raki eða mygla hafi leynst í húsnæðinu. Hjón frá Sénegal sem hafa án árangurs í rúm sex ár óskað eftir dvalarleyfi hér á landi. Dætur þeirra fæddust hér á landi.Vísir/Sigurjón Frá árinu 2017 hefur fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi búið í húsnæðinu á vegum Reykjavíkurborgar en Útlendingastofnun hefur útvistað verkefninu til borgarinnar. Nú búa þar nokkrar fjölskyldur með ung börn. Þar á meðal ung hjón frá Sénegal sem fréttastofa hefur sagt frá en þau hafa án árangurs óskað eftir dvalarleyfi hér á landi í ríflega sex ár en þau eiga dætur sem báðar fæddust hér á landi sem eru 3 og 6 ára. Fréttastofa kannaði ástand hússins í dag og víða mátti sjá raka og myglu þrátt fyrir endurbætur Reykjavíkurborgar. Mygla var komin við glugga, gluggakarmar voru víða skemmdir, ummerki eftir rakaskemmdir má sjá innandyra og steypa hússins er víða illa sprungin. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Hún hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og leyfði okkur að kíkja inn og þar inni mátti líka sjá rakaskemmdir á veggjum og gólfi. Hún var þó ekki á því að kvarta. „Það er allt í lagi, félagsþjónustan er að gera sitt besta og okkur líður vel,“ sagði Lavencia í dag. Hælisleitendur Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 „Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. Fréttastofa hefur undir höndum minnisblað frá Eflu verkfræðistofu sem skoðaði, rakamældi og tók sýni úr húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar árið 2016. Efla gerði margvíslegar athugasemdir í minnisblaði Þar kemur fram að húsnæðið sem í var ungbarnaleikskóli væri illa farið, sprungur á öllum útveggjum. Gluggar fúnir. Ekki ljóst hvort og hvernig drenlagnir væru. Raki mældist við næstum alla útveggi. Reiknað var með að mygla hafi náð að vaxa. Ummerki væri um leka og raka. Í næstu skrefum lagði Efla til frekari úttektar á húsnæðinu það þyrfti að athuga lagnir og þak. Þá benti Efla á mikilvægi þess í skýrslunni að athuga þyrfti hvort að húsnæðið hentaði starfsemi fyrir ung börn með langa viðveru. Ungbarnaleikskóli sem var þá í húsnæðinu flutti skömmu síðar út vegna ástands hússins samkvæmt heimildum fréttastofu. Við það fækkaði veikindadögum starfsfólks um fjórðung í úttekt sem var gerð á heilsufari þeirra. Reykjavíkurborg segist búin að endurnýja húsnæðið Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá Reykjavíkurborg sem á og annast húsnæðið að borgin hafi ráðist í endurbætur á húsinu og breytt því í fjórar íbúðir fyrir fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim endurbótum hafi verið lokið 2018. Þá kom fram í upplýsingum frá borginni að reynt hafi verið að lagfæra rakaskemmdir á húsnæðinu. Ekki hafa komið fram upplýsingar hvort úttekt hafi verið gerð á hvort raki eða mygla hafi leynst í húsnæðinu. Hjón frá Sénegal sem hafa án árangurs í rúm sex ár óskað eftir dvalarleyfi hér á landi. Dætur þeirra fæddust hér á landi.Vísir/Sigurjón Frá árinu 2017 hefur fólk sem sækir um alþjóðlega vernd hér á landi búið í húsnæðinu á vegum Reykjavíkurborgar en Útlendingastofnun hefur útvistað verkefninu til borgarinnar. Nú búa þar nokkrar fjölskyldur með ung börn. Þar á meðal ung hjón frá Sénegal sem fréttastofa hefur sagt frá en þau hafa án árangurs óskað eftir dvalarleyfi hér á landi í ríflega sex ár en þau eiga dætur sem báðar fæddust hér á landi sem eru 3 og 6 ára. Fréttastofa kannaði ástand hússins í dag og víða mátti sjá raka og myglu þrátt fyrir endurbætur Reykjavíkurborgar. Mygla var komin við glugga, gluggakarmar voru víða skemmdir, ummerki eftir rakaskemmdir má sjá innandyra og steypa hússins er víða illa sprungin. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Lavencia Oduro Kwartengsem frá Ghana hefur búið í húsinu í tvö og hálft ár ásamt 3 og 6 ára börnum sínum. Hún hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og leyfði okkur að kíkja inn og þar inni mátti líka sjá rakaskemmdir á veggjum og gólfi. Hún var þó ekki á því að kvarta. „Það er allt í lagi, félagsþjónustan er að gera sitt besta og okkur líður vel,“ sagði Lavencia í dag.
Hælisleitendur Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 „Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45
12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49
„Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Hjónum frá Sénegal sem eiga þriggja og sex ára stelpur sem fæddust hér á landi verður að óbreyttu vísað úr landi. Þau hafa án árangurs barist fyrir dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum eða fyrir alþjóðlegri vernd í sex ár. Lögmaður þeirra segir málið án fordæma. 30. október 2020 21:01