Vilja að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2020 13:49 Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum - í Osnabrück, Kassel og Pinneberg. AP Stjórnvöld í Austurríki munu fyrirskipa að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað. Þetta er gert eftir hryðjuverkaárásina í höfuðborginni Vín á mánudag þar sem fjórir létu lífið og um tuttugu særðust. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, greinir frá þessu að því er segir í frétt austurrísku fréttastofunnar APA. Til stendur að kynna tillögur stjórnarinnar á fréttamannafundi í dag. Húsleit í Þýskalandi Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum, en um er að ræða heimili og skrifstofur fólks sem talið er að hafi verið í samskiptum við hryðjuverkamanninn, sem sjálfur lést eftir átök við lögreglu. Húsleit var gerð í Osnabruck, Kassel og Pinneberg í norðurhluta Þýskalands, en ekki er grunur um það að svo stöddu að umrætt fólk hafi átt þátt í undirbúningi árásarinnar. Áður höfðu fimmtán manns verið handteknir í Austurríki og tveir í Sviss vegna árásarinnar. Vantrauststillaga felld Austurríska þingið felldi í morgun vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hendur innanríkisráðherrans Nehammer, en hún var að sögn lögð fram vegna misbrests í störfum leyniþjónustu og lögreglu sem höfðu borist ábendingar um árásarmanninn. Árásarmaðurinn var tvítugur að aldri, fæddur í Austurríki en var einnig með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann hafði hlotið fangelsisdóm í Austurríki árið 2019 fyrir að hafa ætlað sér að ganga til liðs við vígasveitir hryðjuverkasamtakanna ISIS. Austurríki Hryðjuverk í Vín Þýskaland Tengdar fréttir Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4. nóvember 2020 12:09 Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Hjón, sem búsett eru í Vínarborg, eru harmi slegin vegna hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau hafi ávallt upplifað sig örugg í borginni. 3. nóvember 2020 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Stjórnvöld í Austurríki munu fyrirskipa að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað. Þetta er gert eftir hryðjuverkaárásina í höfuðborginni Vín á mánudag þar sem fjórir létu lífið og um tuttugu særðust. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, greinir frá þessu að því er segir í frétt austurrísku fréttastofunnar APA. Til stendur að kynna tillögur stjórnarinnar á fréttamannafundi í dag. Húsleit í Þýskalandi Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum, en um er að ræða heimili og skrifstofur fólks sem talið er að hafi verið í samskiptum við hryðjuverkamanninn, sem sjálfur lést eftir átök við lögreglu. Húsleit var gerð í Osnabruck, Kassel og Pinneberg í norðurhluta Þýskalands, en ekki er grunur um það að svo stöddu að umrætt fólk hafi átt þátt í undirbúningi árásarinnar. Áður höfðu fimmtán manns verið handteknir í Austurríki og tveir í Sviss vegna árásarinnar. Vantrauststillaga felld Austurríska þingið felldi í morgun vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hendur innanríkisráðherrans Nehammer, en hún var að sögn lögð fram vegna misbrests í störfum leyniþjónustu og lögreglu sem höfðu borist ábendingar um árásarmanninn. Árásarmaðurinn var tvítugur að aldri, fæddur í Austurríki en var einnig með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann hafði hlotið fangelsisdóm í Austurríki árið 2019 fyrir að hafa ætlað sér að ganga til liðs við vígasveitir hryðjuverkasamtakanna ISIS.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Þýskaland Tengdar fréttir Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4. nóvember 2020 12:09 Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Hjón, sem búsett eru í Vínarborg, eru harmi slegin vegna hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau hafi ávallt upplifað sig örugg í borginni. 3. nóvember 2020 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4. nóvember 2020 12:09
Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Hjón, sem búsett eru í Vínarborg, eru harmi slegin vegna hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau hafi ávallt upplifað sig örugg í borginni. 3. nóvember 2020 20:46