Fimm sundmenn gætu misst Ólympíuverðlaun vegna eins manns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 10:01 Brenton Rickard með gullverðlaun sín frá HM 2009. EPA/PATRICK B. KRAEMER Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Sjá meira
Ný tækni í baráttunni við ólögleg lyf í íþróttum gerir það að verkum að íþróttafólk getur enn fallið á mjög gömlum lyfjaprófum. Nýjasta dæmið um það kemur frá átta ára gömlum Ólympíuleikum. Ólöglegt efni fannst í sýni ástralska sundmannsins Brenton Rickard þegar sýni hans frá ÓL í London 2012 var skoðað upp á nýtt. Brenton Rickard: Australian Olympic swimmer reveals positive drug test eight years after London Games https://t.co/HoIdzlXY6u— Guardian Australia (@GuardianAus) November 6, 2020 Í sýninu fannst örlítið af efninu furosemide sem er notað til að fela ólögleg efni. Brenton Rickard hefur sjálfur harðneitað því að hafa einhvern tímann tekið ólöglegt lyf. Þegar sýnið var kannað enn betur fannst ekkert annað ólöglegt lyf. Rickard sagðist vera „algjörlega niðurbrotinn“ í tölvupósti til liðsfélagar sína sem Sydney Morning Herald birti. Hann segir málið vera mjög ósanngjarnt og ætlar að berjast fyrir sakleysi sínu. Þetta gæti ekki aðeins bitnað á honum sjálfum því allt ástralska boðssundslandsliðið gæti misst verðlaun sín frá því á leikunum í London. Átralska sveitin vann bronsverðlaun í 4 x 100 fjórsundi og liðfélagar hans, þeir James Magnussen, Christian Sprenger, Hayden Stoeckel, Matt Targett og Tommaso D’Orsogna, gætu því allir þurft að skila bronsinu sínu. Breaking: Australia could be stripped of Olympic swimming medals for the first time after world champion breaststroker Brenton Rickard returned a positive drug test | @SamJaneLane https://t.co/ZsnyC0FrLo— The Sydney Morning Herald (@smh) November 6, 2020 Þetta er líka mikið áfall fyrir Ástrala sem hafa lengi hreykt sér að því að hafa aldrei fallið á lyfjaprófi. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Ástralar myndu missa verðlaun á leikunum vegna slíks brots. Alþjóðaólympíunefndin ætlar að taka hart á þessu máli og ætlar með það fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn með það markmið að ógilda öll úrslit Brenton Rickard frá því á Ólympíuleikunum í London 2012. Brenton Rickard komst einnig í úrslit í 100 og 200 metra bringusundi þar sem hann varð sjötti og sjöundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti