Segir Paul Pogba bara hafa búið til vandamál á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 09:46 Paul Pogba hefur ekki fundið sig með Manchester United liðinu á þessari leiktíð. Getty/Visionhaus Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti