Minnst fjórðungur þjóðarinnar í áhættuhópi vegna Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 18:00 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur segir minnst fjórðung Íslendinga í áhættuhópi vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Líftölfræðingur segir að um fjórðungur Íslensku þjóðarinnar teljist í áhættuhópi vegna Covid-19. Vandasamt sé að létta á takmörkunum og hvetja þá sem eru í áhættuhópi að fara varlega, en það gæti haft veruleg áhrif á samfélagið. „Það er talið að það sé minnst fjórðungur þjóðarinnar sem sé í áhættuhópi, vegna aldurs eða annarra áhættuþátta eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki eða reykinga. Þannig að þetta er töluverður hópur,“ sagði Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er verið að skilgreina fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofþyngd og fólk sem reykir í sérstaklega hárri áhættu á að hljóta alvarleg veikindi af þessari sýkingu. Þetta eru allt einhverjir æðasjúkdómar en það er ekkert bara það. Það eru líka lungnasjúkdómar, sum krabbamein,“ segir hún. „Svo vinna sumir áhættuþættir saman, sumir eru með fleiri en einn áhættuþátt.“ Hún segir erfitt að vernda aðeins þá hópa sem teljast í áhættu og aðrir haldi lífinu áfram eins og áður. „Það er mjög erfitt að vernda fjórðung þjóðarinnar ef allir hinir eru smitaðir. Hver á að vinna á hjúkrunarheimilum? Hver á að kenna?“ spyr Jóhanna. Þá séu ekki aðeins aldraðir eða þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem séu í aukinni áhættu. „[Áhættan eykst] í raun og veru strax um fimmtugt og hún er orðin veruleg eftir sextugt. Svo bara eins og við höfum séð undanfarnar vikur að fyrir fólk sem er komið yfir áttrætt er þetta töluverð áhætta,“ segir hún. „Almennt er hár aldur erfiður með tilliti til sýkinga en Covid virðist vera sérstaklega erfitt fyrir eldra fólk. En ég get ekki svarað af hverju það er.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhönnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06 Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38 Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19 Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala. 5. nóvember 2020 15:06
Hvetja almenning til að ferðast innanhúss um helgina Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hvetja almenning til þess að vera heima um komandi helgi og ferðast innanhúss. 5. nóvember 2020 11:38
Átjánda andlátið vegna Covid-19 hér á landi Sjúklingur á tíræðisaldri lést á Landspítalanum síðasta sólarhring vegna Covid-19. 5. nóvember 2020 11:11