Mikil pressa á Solskjær í Everton leiknum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 15:01 Ole Gunnar Solskjær eftir tapleikinn á móti Istanbul Basaksehir í gær. EPA-EFE/Tolga Bozoglu Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi en Manchester United tapaði þá óvænt á móti tyrkneska liðinu Basaksehir í Istanbul. Spilamennska Manchester United olli miklum vonbrigðum og varnarleikur liðsins í mörkum Tyrkjana var hörmulegur. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Reyni Leósson og Atla Viðar Björnsson með sér í gær og þeir fóru yfir þessi vonbrigðarúrslit hjá lærisveinum hins norska Ole Gunnar Solskjær. „Eins og staðan var góð eftir fyrstu tvo leikina, þessa frábæru sigra í París og heima á móti Lepzig, þá finnst manni pínulítið sorglegt að þeir hafi ekki sótt úrslit í kvöld,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Manchester United vann 2-1 útisigur á Paris Saint Germain og 5-0 heimasigur á RB Leipzig í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum tímabilsins. „Ég held að þessi úrslit, þótt staða liðsins sé ágæt í Meistaradeildinni, setji það mikla pressu á leikinn um helgina í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton, að ef þeir tapa þeim leik þá held að það gæti verið tekið í gikkinn þarna og eitthvað gert. Þá væru þeir komnir í hræðilega stöðu í deildinni og ekki metta fulla hús í Meistaradeildinni,“ sagði Reynir Leósson. Manchester United hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrir vikið aðeins í fimmtánda sæti deildarinnar. „Eftir leikinn um helgina þá er að koma landsleikjahlé og það er spurning hvort þeir nýti það til að gera mögulega einhverjar breytingar,“ sagði Atli Viðar. „Það er rosalega mikið undir um helgina, bæði fyrir liðið og held ég fyrir þjálfarann að ná úrslitum,“ sagði Reynir. Leikur Everton og Manchester United fer fram í hádeginu á laugardaginn. Það má sjá spjall þeirra um Manchester United hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umfjöllun um Man Utd Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gærkvöldi en Manchester United tapaði þá óvænt á móti tyrkneska liðinu Basaksehir í Istanbul. Spilamennska Manchester United olli miklum vonbrigðum og varnarleikur liðsins í mörkum Tyrkjana var hörmulegur. Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Reyni Leósson og Atla Viðar Björnsson með sér í gær og þeir fóru yfir þessi vonbrigðarúrslit hjá lærisveinum hins norska Ole Gunnar Solskjær. „Eins og staðan var góð eftir fyrstu tvo leikina, þessa frábæru sigra í París og heima á móti Lepzig, þá finnst manni pínulítið sorglegt að þeir hafi ekki sótt úrslit í kvöld,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Manchester United vann 2-1 útisigur á Paris Saint Germain og 5-0 heimasigur á RB Leipzig í fyrstu tveimur Meistaradeildarleikjum tímabilsins. „Ég held að þessi úrslit, þótt staða liðsins sé ágæt í Meistaradeildinni, setji það mikla pressu á leikinn um helgina í ensku úrvalsdeildinni á móti Everton, að ef þeir tapa þeim leik þá held að það gæti verið tekið í gikkinn þarna og eitthvað gert. Þá væru þeir komnir í hræðilega stöðu í deildinni og ekki metta fulla hús í Meistaradeildinni,“ sagði Reynir Leósson. Manchester United hefur aðeins náð í sjö stig í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er fyrir vikið aðeins í fimmtánda sæti deildarinnar. „Eftir leikinn um helgina þá er að koma landsleikjahlé og það er spurning hvort þeir nýti það til að gera mögulega einhverjar breytingar,“ sagði Atli Viðar. „Það er rosalega mikið undir um helgina, bæði fyrir liðið og held ég fyrir þjálfarann að ná úrslitum,“ sagði Reynir. Leikur Everton og Manchester United fer fram í hádeginu á laugardaginn. Það má sjá spjall þeirra um Manchester United hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin: Umfjöllun um Man Utd
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira