Lagaákvæði sem fangar stórfelld barnaníðsmál Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 07:00 Umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kompás um barnaníðsefni og dreifingu þess að á netinu hefur eðlilega vakið óhug fólks. Flestir eiga erfitt með tilhugsunina um brot gegn börnum og þá sérstaklega að það sé veruleiki að börn séu misnotuð til að framleiða kynferðislegt myndefni. Aukin útbreiðsla barnaníðsefnis er hins vegar staðreynd og því miður veruleiki sem undanskilur ekki Ísland. Breyttur veruleiki Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu. Og með auknu aðgengi og útbreiðslu barnaníðsefnis eru slík brot nú umfangsmeiri, skipulagðari og eftir atvikum grófari en áður. Framleiðsla og dreifing barnaníðsefnis er í ákveðnum tilvikum skipulögð glæpastarfsemi, með mikilli fjárhagslegri veltu. Sérstök spjallsvæði á netinu hafa einnig auðveldað samskipti og um leið aðgengi að barnaníðsefni. Á slíkum svæðum hafa menn ekki aðeins deilt barnaníðsefni með öðrum heldur jafnframt getað lagt á ráðin um það að brotið verði með tilteknum hætti gegn barni til þess að horfa síðan á þegar brot er framið gegn barninu eða síðar. Slíkt efni getur í kjölfarið náð mikilli útbreiðslu. Brot gegn barn í þeirri stöðu felst þá annars vegar í því að vera þolandi kynferðislegs ofbeldis hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru mestri hættu að verða fyrir því að brotið sé gegn þeim með þessum hætti og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Ég hef lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að refsing fyrir stórfelld brot gegn ákvæðinu verði að hámarki 6 ára fangelsi í stað 2 ára fangelsis eins og nú er. Í frumvarpinu er nánar skilgreint hvenær brot telst stórfellt. Í því sambandi verði litið til magns sem og grófleika barnaníðsefnisins, eðlis og alvarleika þeirra brota sem framin eru gegn börnum við framleiðslu efnis. Einnig eigi að líta til aldurs barns og annarra sjónarmiða sem þar eru rakin Þar er jafnframt áréttað að mat í hverju máli fyrir sig verði heildstætt. Við gerð frumvarpsins var litið til atriða sem tilgreind eru í danskri og sænskri refsilöggjöf hvað varðar þessi refsisjónarmið. Það er í mínum huga einfaldlega réttlætismál að þegar upp koma stór mál af þessum toga þá verði refsilöggjöfin að geta speglað alvarleika mála. Norðurlöndin með hærri refsimörk Markmiðið með því að hækka refsihámarkið er að refsingar fyrir stórfelld brot gegn þessu ákvæði séu í samræmi við eðli og alvarleika brotanna. Þannig mun lagaákvæði skýrar spegla þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða dreifa því eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Afstaða löggjafans til þess hve alvarlegum augum tiltekin refsiverð brot eru litin endurspeglast í refsiramma laganna. Ætla má að hækkun refsihámarks verði lögreglu þannig hvatning til að setja enn frekari kraft í frumkvæðisvinnu á þessu sviði. Þegar dómar fyrir brot gegn ákvæðinu eru rýndir má sjá að brotamenn hafa haft í vörslum sínum tugi þúsunda ljósmynda og/eða myndskeiða sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt.. Hliðstæð ákvæði í hegningarlögum Norðurlandanna hafa sætt endurskoðun á liðnum árum með það að markmiði að löggjöf nái betur fram markmiðum sínum og varnaðaráhrifum, en íslensk löggjöf hefur setið eftir. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú að jafnaði 6 ár fyrir stórfelld brot með vörslu og dreifingu barnaníðsefnis. Eftirspurnin framkallar ofbeldi Mikilvægt er að hafa í huga að barnaníðsefni verður eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má á ljósmyndunum, í kvikmyndunum, á myndskeiðunum eða öðru efni og að því leyti ekki unnt að líta svo á að neytendur þeirra séu alfarið undanskildir þeim brotum. Með því að hækka refsihámark fyrir stórfelld brot gegn ákvæðinu er markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum og auka þannig vernd barna gegn alvarlegum brotum. Frumvarpið leggur sömuleiðis til að lögfest verði sérstakt ítrekunarákvæði, sem felur þá í sér heimild til að þyngja refsingu hafi maður áður verið dæmdur fyrir brot gegn þessu ákvæði. Það ákvæði þjónar þeim tilgangi að tekið verði fastar á þeim sakborningum sem hafa áður verið dæmdir fyrir svo alvarleg brot. Ég er bjartsýn eftir að hafa séð viðbrögð þingsins, en meðflutningsmenn mínir á málinu koma úr öllum stjórnmálaflokkum. Ég bind þess vegna vonir við að frumvarpið geti orðið að lögum á yfirstandandi þingi og að við sendum skýr skilaboð um að við bregðumst við brotum sem þessum af sömu alvöru og gert er í nágrannalöndum okkar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Ofbeldi gegn börnum Alþingi Tengdar fréttir „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kompás um barnaníðsefni og dreifingu þess að á netinu hefur eðlilega vakið óhug fólks. Flestir eiga erfitt með tilhugsunina um brot gegn börnum og þá sérstaklega að það sé veruleiki að börn séu misnotuð til að framleiða kynferðislegt myndefni. Aukin útbreiðsla barnaníðsefnis er hins vegar staðreynd og því miður veruleiki sem undanskilur ekki Ísland. Breyttur veruleiki Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu. Og með auknu aðgengi og útbreiðslu barnaníðsefnis eru slík brot nú umfangsmeiri, skipulagðari og eftir atvikum grófari en áður. Framleiðsla og dreifing barnaníðsefnis er í ákveðnum tilvikum skipulögð glæpastarfsemi, með mikilli fjárhagslegri veltu. Sérstök spjallsvæði á netinu hafa einnig auðveldað samskipti og um leið aðgengi að barnaníðsefni. Á slíkum svæðum hafa menn ekki aðeins deilt barnaníðsefni með öðrum heldur jafnframt getað lagt á ráðin um það að brotið verði með tilteknum hætti gegn barni til þess að horfa síðan á þegar brot er framið gegn barninu eða síðar. Slíkt efni getur í kjölfarið náð mikilli útbreiðslu. Brot gegn barn í þeirri stöðu felst þá annars vegar í því að vera þolandi kynferðislegs ofbeldis hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru mestri hættu að verða fyrir því að brotið sé gegn þeim með þessum hætti og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Ég hef lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að refsing fyrir stórfelld brot gegn ákvæðinu verði að hámarki 6 ára fangelsi í stað 2 ára fangelsis eins og nú er. Í frumvarpinu er nánar skilgreint hvenær brot telst stórfellt. Í því sambandi verði litið til magns sem og grófleika barnaníðsefnisins, eðlis og alvarleika þeirra brota sem framin eru gegn börnum við framleiðslu efnis. Einnig eigi að líta til aldurs barns og annarra sjónarmiða sem þar eru rakin Þar er jafnframt áréttað að mat í hverju máli fyrir sig verði heildstætt. Við gerð frumvarpsins var litið til atriða sem tilgreind eru í danskri og sænskri refsilöggjöf hvað varðar þessi refsisjónarmið. Það er í mínum huga einfaldlega réttlætismál að þegar upp koma stór mál af þessum toga þá verði refsilöggjöfin að geta speglað alvarleika mála. Norðurlöndin með hærri refsimörk Markmiðið með því að hækka refsihámarkið er að refsingar fyrir stórfelld brot gegn þessu ákvæði séu í samræmi við eðli og alvarleika brotanna. Þannig mun lagaákvæði skýrar spegla þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða dreifa því eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Afstaða löggjafans til þess hve alvarlegum augum tiltekin refsiverð brot eru litin endurspeglast í refsiramma laganna. Ætla má að hækkun refsihámarks verði lögreglu þannig hvatning til að setja enn frekari kraft í frumkvæðisvinnu á þessu sviði. Þegar dómar fyrir brot gegn ákvæðinu eru rýndir má sjá að brotamenn hafa haft í vörslum sínum tugi þúsunda ljósmynda og/eða myndskeiða sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt.. Hliðstæð ákvæði í hegningarlögum Norðurlandanna hafa sætt endurskoðun á liðnum árum með það að markmiði að löggjöf nái betur fram markmiðum sínum og varnaðaráhrifum, en íslensk löggjöf hefur setið eftir. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú að jafnaði 6 ár fyrir stórfelld brot með vörslu og dreifingu barnaníðsefnis. Eftirspurnin framkallar ofbeldi Mikilvægt er að hafa í huga að barnaníðsefni verður eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má á ljósmyndunum, í kvikmyndunum, á myndskeiðunum eða öðru efni og að því leyti ekki unnt að líta svo á að neytendur þeirra séu alfarið undanskildir þeim brotum. Með því að hækka refsihámark fyrir stórfelld brot gegn ákvæðinu er markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum og auka þannig vernd barna gegn alvarlegum brotum. Frumvarpið leggur sömuleiðis til að lögfest verði sérstakt ítrekunarákvæði, sem felur þá í sér heimild til að þyngja refsingu hafi maður áður verið dæmdur fyrir brot gegn þessu ákvæði. Það ákvæði þjónar þeim tilgangi að tekið verði fastar á þeim sakborningum sem hafa áður verið dæmdir fyrir svo alvarleg brot. Ég er bjartsýn eftir að hafa séð viðbrögð þingsins, en meðflutningsmenn mínir á málinu koma úr öllum stjórnmálaflokkum. Ég bind þess vegna vonir við að frumvarpið geti orðið að lögum á yfirstandandi þingi og að við sendum skýr skilaboð um að við bregðumst við brotum sem þessum af sömu alvöru og gert er í nágrannalöndum okkar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun