Þegar Rebekka Ellen var 13 ára sendi hún nektarmyndir á jafnaldra sinn. Myndirnar enduðu á klámsíðu. Í sex ár upplifði Rebekka mikla skömm og kvíða vegna málsins. Svona málum hefur fjölgað gríðarlega á borði lögreglu og eru börnin allt niður í sjö ára gömul. Þá hefur færst í aukana að fullorðnir fái börn með þvingunum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis kynferðislegt samneyti við yngri systkini. Í Kompás er fjallað um þessi mál og rætt við tvær ungar konur sem þurftu að líða vítiskvalir vegna nektarmynda sem þær sendu af sér. Mynd af fáklæddu eða nöktu barni sem fer í birtingu og dreifingu er flokkað sem barnaníðsefni og er lögreglumál. Börnin fara í skýrslutöku í Barnahúsi. Börn sem senda myndir til jafnaldra sem síðan dreifa myndunum en einnig alvarlegri mál þar sem börn eru þvinguð til að senda myndefni. „Og það verður alltaf grófara og grófara sem þau eiga að senda,“ segir Ólöf Á. Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. „Börn eru jafnvel látin senda hreyfimyndir af kynferðislegum athöfnum og látin blanda inn í yngri systkinum, vera í kynferðislegu samneyti við þau.“ Börn fara í skýrslutöku í Barnahúsi vegna kynferðisofbeldis á netinu. Þessum málum hefur fjölgað ört ár frá ári síðasta áratuginn.Vísir/Vilhelm Algengast er að börnin séu 12-14 ára en Ólöf segir að allt niður í sjö ára börn verði fyrir kynferðisbroti á netinu Bresk rannsókn frá 2015 staðfestir þennan unga aldur. Þar segir jafnframt að í 90% tilvika fari myndirnar í frekari dreifingu en upphaflega var ætlað. 13 ára og myndir af henni á klámsíðu Í Kompás segir Rebekka Ellen Daðadóttir sögu sína. Þegar hún var þrettán ára var Snapchat vinsælasti miðillinn hjá unglingum. „Síðan fer í tísku að taka af sér nektarmyndir og senda á milli. Strákur sem ég var búin að vera að tala við bað mig um að senda sér mynd og ég féllst á það.“ Nær öll unglingsár Rebekku Ellenar eru lituð sársauka vegna mynda sem fóru í dreifingu af henni. Vísir/Vilhelm Rebekka bjó í litlu bæjarfélagi og innan skamms höfðu flestir bæjarbúar séð myndina. Pilturinn hafði dreift myndinni ásamt öðrum unglingum. „Þetta eru krakkar með þér í skóla, tómstundum, í sundi og öðru.“ Þér líður eins og þú sért svikin af fólkinu þínu. Rebekku leið svo illa að hún ákvað að flýja aðstæðurnar og flytja til pabba síns í Danmörku. Þar var hún í eitt ár í tíunda bekk og leið betur. „Ég var komin burt frá þessu öllu og þetta var allt annað líf,“ segir hún. En það dugði skammt. Hún ákvað að flytja aftur til Íslands og fara í menntaskóla í Reykjavík. Hún hélt að það héldi þessu máli frá henni enda bæjarfélagið þar sem myndirnar voru í dreifingu hinum megin á landinu. „Svo fyrstu vikuna í skólanum kemur upp umræða hjá vinsælum stelpum í þessum menntaskóla um að þær vissu af þessum myndum og ég varð svo hrædd. Ég hugsaði: „Í alvöru, er lífið mitt að fara að vera svona alltaf?“ Að segja frá er að skila skömminni Á þessum tímapunkti komst Rebekka að því að myndirnar væru á klámsíðu. Vefsvæðið er enn starfrækt og líklegt að myndirnar séu þar enn. „Þetta fór úr því að vera slúður sem var eiginlega dautt í þessu bæjarfélagi í það að vera á klámsíðu. Það geta allir heimsótt þessa heimasíðu og upplifunin að sjá eða vita af einhverjum myndum af þér inni á klámsíðu er ekki góð tilfinning. Ég óska engum að lenda í þessu,“ segir Rebekka og bætir við að hún hafi hreinlega verið að bíða eftir að foreldrar hennar myndu frétta af málinu en það gerðu þeir ekki fyrr en þremur árum eftir að myndirnar fóru í dreifingu. Eftir sex ára vanlíðan ákvað Rebekka að sætta sig við þessa lífsreynslu, læra af henni og skila skömminni.Vísir/Vilhelm „Ég losnaði undan svo mikilli vanlíðan. Þetta var sífelldur kvíði og skömm og það er ekki þess virði að innbyrða svona mikla vanlíðan lengi. Ég get samt ímyndað mér að ég sé heppin því ég er sterk. Þarna úti eru kannski einstaklingar sem höndla ekki þessa vanlíðan.“ Í þrjú ár reyndi fjölskyldan að leita réttlætis í málinu. Rebekka fór í skýrslutöku til lögreglu en aldrei var gefin út ákæra. Þegar hún var 19 ára – sex árum eftir brotið – lokaði hún loks þessum kafla í lífi sínu. Ég er sátt við manneskjuna sem ég er í dag. „Þetta er eitthvað slæmt sem gerðist fyrir mig en ég get gert gott úr því í dag og að segja frá þessu er að skila skömminni, finnst mér,“ segir Rebekka Ellen. Fimmta hvert barn sendir nektarmynd Talið er að aðeins örfá mál lendi á borði lögreglu. Engar rannsóknir eru til um hve mörg börn á Íslandi lenda í kynferðislegu ofbeldi á netinu. Ný sænsk rannsókn sýnir að fimmta hvert barn sendir sjálfviljugt af sér nektarmynd. Stór hluti stúlkna í rannsókninni segist hafa orðið fyrir þrýstingi jafnaldra til að senda mynd og næstum helmingur stúlkna sagði einhvern ókunnugan, fullorðinn hafa haft samband í gegnum netið í kynferðislegum tilgangi. Ný sænsk rannsókn sýnir sláandi niðurstöður um að fjöldi barna hafi verið beitt þrýstingi til að senda myndir og að fullorðnir hafi reynt að fá þau til kynferðislegra athafna á netinu.Vísir/Hafsteinn Lögreglumálum í Svíþjóð vegna dreifingar á nektarmyndum barna fjölgaði um yfir 1100 % á árunum 2008 til 2018. Málunum hefur einnig fjölgað hjá Barnahúsi. Tuttugu börn sögðust þvinguð til að senda myndir í fyrra en það sem af er þessu ári hefur 31 barn komið í skýrslutöku vegna slíkra mála. „En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Ég held þetta sé margfalt meira en við nokkurn tímann sjáum,“ segir Ólöf. Börn þvinguð til kynferðislegra athafna Í Barnahúsi koma einnig upp mál þar sem fullorðnir menn setja sig í samband við börnin og þvinga eða plata þau til að send af sér kynferðislegar myndir. Dæmi eru um að ókunngir karlmenn nái sambandi við börnin í gegnum spjallglugga í tölvuleikjum. Vísir/Vilhelm „Við höfum séð að erlendir einstaklingar eru að setja sig í samband við íslensk börn,“ segir Ólöf, forstjóri Barnahúss. Mennirnir hafi samband með einkaskilaboðum í gegnum samfélagsmiðla og finni leiðir til að komast að börnunum þrátt fyrir að þau séu með lokaðan aðgang. „Þeir finna þau á Youtube þegar þau skilja eftir nafn eða einhverjar slóðir á myndböndum. Svo eru krakkar að spila tölvuleiki á netinu og þar eru samskiptabox við hliðina þar sem er hægt að nálgast þau.“ Ókunnugir, erlendir karlmenn reyna að nálgast íslensk börn með því að þykjast vera jafnaldrar þeirra. Bæði í gegnum samfélagsmiðla og tölvuleiki.Vísir/Vilhelm Oft þykjast mennirnir vera börn á sama aldri og því fyrst spjallað á jafningjanótum. En fara svo að biðja um myndir. Til að fá grófari myndir þá eru dæmi um að mennirnir þvingi börnin eða hóti að segja foreldrum frá fyrri myndasendingum. „Þetta getur verið mjög gróft. Til dæmis að blanda inn öðrum einstaklingum, vinkonum eða vinum, og gera eitthvað við líkama hvors annars. Jafnvel látið börnin gera eitthvað við yngri systkini. Þetta eru alls kyns innþrengingar og sjálfsfróun fyrir framan myndavél. Við höfum séð ansi mikið. Sjálfskaði er kall á hjálp Ólöf segir börn í viðkvæmri stöðu líklegri til að verða fyrir broti til lengri tíma. „Líka börn með greiningar, til dæmis einhverfu. Þau eru líklegri en börn sem eru í sterkri stöðu og með góða sjálfsmynd. En allir geta lent í þessu.“ Afleiðingarnar á sálarlíf barnanna eru sagðar vanmetnar. Þær geta verið alveg jafn alvarlegar og eftir annað kynferðisofbeldi. Skömm, sektarkennd, kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og sjálfskaðandi hegðun. Áfallastreitan getur varað lengi. Það sem fer á netið er á netinu. „Og hugsunin hjá börnunum er alltaf hver hafi séð myndirnar, jafnvel afi og amma. Þau eru stöðugt með hugann við það sem gerðist og það viðheldur þeim í minningunum. Og þegar þú viðheldur minningunum statt og stöðugt þá verða afleiðingarnar svo alvarlegar,“ segir Ólöf. Börnunum finnst þau bera ábyrgð á brotunum því þau sendu sjálfviljug mynd af sér. Þau eiga það til að einangrast, hætta félagslegum samskiptum og skaða sjálf sig vegna sársaukans sem skömmin veldur.Vísir/Vilhelm Einnig sé erfitt að fá börnin til að segja frá því þau taka fulla ábyrgð á því sem þau gerðu. Þau upplifi sig sem þátttakendur og hafi jafnvel farið gegn því sem foreldrar hafi bannað þeim, að tala við ókunnuga á netinu. „Þegar börn taka fulla ábyrgð og skömmin og sektarkenndin er svo mikil er erfitt að fá þau til að greina frá. Oft uppgötvast þetta ekki fyrr en þau eru farin að skaða sig. Það er ákveðið kall á hjálp hjá börnum.“ Hótaði að dreifa myndum ef hún hætti að tala við hann Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir upplifði einmitt þá tilfinningu. Að hún hafi gert eitthvað sem er bannað þegar hún var fimmtán ára og sendi strák myndir af sér. Því var erfitt að opna sig um það. „Þetta voru myndir af okkur í nærfötunum og stundum ekki í nærfötum,“ segir Katrín. Strákurinn sem Katrín var að tala við á Snapchat hótaði að dreifa nektarmyndum af henni um allt netið ef hún myndi hætta að tala við hann.Vísir/Vilhelm Fljótlega fór hegðun stráksins að breytast. Hann sendi henni tugi skilaboða á dag, varð pirraður ef hann fékk ekki svar strax og bað um nýja mynd á hverjum degi. „Stundum lét ég eftir því svo hann myndi hætta að suða, þegar ég nennti ekki að díla við hann.“ Með tímanum hætti Katrínu að lítast á blikuna og vildi hætta samskiptunum. Hann brást illa við. „Ég komst að því að hann hafði tekið upp það sem ég hafði sent honum og hótaði að dreifa þessum myndum af mér á internetið ef ég myndi hætta að tala við hann.“ Katrínu brá mjög og leið lengi illa út af málinu. „Ég kenndi sjálfri mér um, að ég hefði ekki átt að senda myndirnar og taka eftir því fyrr að hegðunin væri einkennileg. Mér leið ömurlega og skammaðist mín mjög fyrir þetta. Eins og Rebekka hvetur Katrín börn sem lenda í þessum aðstæðum að leita sér hjálpar, segja einhverjum frá. „Ég er alveg búin að læra að það var hann sem var ekki að gera rétt og ég gerði þannig séð ekkert rangt. Skömmin á ekki að vera mín,“ segir Katrín. Ræða við börnin fyrr en síðar Það er erfitt að fá börnin til þess að greina frá en til þess að reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist er fræðsla besta vopnið að mati Ólafar í Barnahúsi. Börnin þurfa að vita að þau beri ekki ábyrgð á þessu. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild LRH, tekur undir það en hann hefur séð að þessum málum er að fjölgi. Hann telur rétt að fræða börn allt niður í sex, sjö ára aldur. Daði segir börnin sem taka af sér myndir og dreifa myndum séu mun yngri en fólk getur ímyndað sér.Vísir/Vilhelm „Börnin eru mun yngri en fólk telur. Það þarf að ræða við þau fyrr en seinna. Einnig fylgjast með tölvunotkuninni hjá börnum, vita hvað þau eru að gera, hvaða vini þau eru með á samfélagsmiðlum og brýna fyrir þeim að senda ekki af sér kynferðislegar myndir en jafnframt og enn mikilvægara – að ef þau taka á móti slíkum myndum að áframsenda þær ekki. Það er brot.“ Brot sem taka engan enda Nokkur fjöldi leitar aðstoðar Stígamóta á ári hverju vegna kynferðisofbeldis á netinu. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Stígamótum.Vísir/Vilhelm Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þetta vera alvarleg brot sem taki aldrei enda þar sem myndirnar eru oft mörg ár á netinu. Þar að auki leiti fólk sér yfirleitt ekki aðstoðar fyrr en mörgum árum eftir brotið. „Ég held við séum ekki farin að sjá þungann í þessum málum enn þá því þetta eru krakkarnir sem eru unglingar og ungmenni í dag sem eru að lenda í þessu. Ég held að við á Stígamótum munum hitta þau eftir fimm til tíu ár, eða jafnvel lengri tíma.“ Kompás Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af því að fólk skammist sín og tilkynni ekki um barnaníðsefni á netinu Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. 3. nóvember 2020 20:31 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Þegar Rebekka Ellen var 13 ára sendi hún nektarmyndir á jafnaldra sinn. Myndirnar enduðu á klámsíðu. Í sex ár upplifði Rebekka mikla skömm og kvíða vegna málsins. Svona málum hefur fjölgað gríðarlega á borði lögreglu og eru börnin allt niður í sjö ára gömul. Þá hefur færst í aukana að fullorðnir fái börn með þvingunum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis kynferðislegt samneyti við yngri systkini. Í Kompás er fjallað um þessi mál og rætt við tvær ungar konur sem þurftu að líða vítiskvalir vegna nektarmynda sem þær sendu af sér. Mynd af fáklæddu eða nöktu barni sem fer í birtingu og dreifingu er flokkað sem barnaníðsefni og er lögreglumál. Börnin fara í skýrslutöku í Barnahúsi. Börn sem senda myndir til jafnaldra sem síðan dreifa myndunum en einnig alvarlegri mál þar sem börn eru þvinguð til að senda myndefni. „Og það verður alltaf grófara og grófara sem þau eiga að senda,“ segir Ólöf Á. Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. „Börn eru jafnvel látin senda hreyfimyndir af kynferðislegum athöfnum og látin blanda inn í yngri systkinum, vera í kynferðislegu samneyti við þau.“ Börn fara í skýrslutöku í Barnahúsi vegna kynferðisofbeldis á netinu. Þessum málum hefur fjölgað ört ár frá ári síðasta áratuginn.Vísir/Vilhelm Algengast er að börnin séu 12-14 ára en Ólöf segir að allt niður í sjö ára börn verði fyrir kynferðisbroti á netinu Bresk rannsókn frá 2015 staðfestir þennan unga aldur. Þar segir jafnframt að í 90% tilvika fari myndirnar í frekari dreifingu en upphaflega var ætlað. 13 ára og myndir af henni á klámsíðu Í Kompás segir Rebekka Ellen Daðadóttir sögu sína. Þegar hún var þrettán ára var Snapchat vinsælasti miðillinn hjá unglingum. „Síðan fer í tísku að taka af sér nektarmyndir og senda á milli. Strákur sem ég var búin að vera að tala við bað mig um að senda sér mynd og ég féllst á það.“ Nær öll unglingsár Rebekku Ellenar eru lituð sársauka vegna mynda sem fóru í dreifingu af henni. Vísir/Vilhelm Rebekka bjó í litlu bæjarfélagi og innan skamms höfðu flestir bæjarbúar séð myndina. Pilturinn hafði dreift myndinni ásamt öðrum unglingum. „Þetta eru krakkar með þér í skóla, tómstundum, í sundi og öðru.“ Þér líður eins og þú sért svikin af fólkinu þínu. Rebekku leið svo illa að hún ákvað að flýja aðstæðurnar og flytja til pabba síns í Danmörku. Þar var hún í eitt ár í tíunda bekk og leið betur. „Ég var komin burt frá þessu öllu og þetta var allt annað líf,“ segir hún. En það dugði skammt. Hún ákvað að flytja aftur til Íslands og fara í menntaskóla í Reykjavík. Hún hélt að það héldi þessu máli frá henni enda bæjarfélagið þar sem myndirnar voru í dreifingu hinum megin á landinu. „Svo fyrstu vikuna í skólanum kemur upp umræða hjá vinsælum stelpum í þessum menntaskóla um að þær vissu af þessum myndum og ég varð svo hrædd. Ég hugsaði: „Í alvöru, er lífið mitt að fara að vera svona alltaf?“ Að segja frá er að skila skömminni Á þessum tímapunkti komst Rebekka að því að myndirnar væru á klámsíðu. Vefsvæðið er enn starfrækt og líklegt að myndirnar séu þar enn. „Þetta fór úr því að vera slúður sem var eiginlega dautt í þessu bæjarfélagi í það að vera á klámsíðu. Það geta allir heimsótt þessa heimasíðu og upplifunin að sjá eða vita af einhverjum myndum af þér inni á klámsíðu er ekki góð tilfinning. Ég óska engum að lenda í þessu,“ segir Rebekka og bætir við að hún hafi hreinlega verið að bíða eftir að foreldrar hennar myndu frétta af málinu en það gerðu þeir ekki fyrr en þremur árum eftir að myndirnar fóru í dreifingu. Eftir sex ára vanlíðan ákvað Rebekka að sætta sig við þessa lífsreynslu, læra af henni og skila skömminni.Vísir/Vilhelm „Ég losnaði undan svo mikilli vanlíðan. Þetta var sífelldur kvíði og skömm og það er ekki þess virði að innbyrða svona mikla vanlíðan lengi. Ég get samt ímyndað mér að ég sé heppin því ég er sterk. Þarna úti eru kannski einstaklingar sem höndla ekki þessa vanlíðan.“ Í þrjú ár reyndi fjölskyldan að leita réttlætis í málinu. Rebekka fór í skýrslutöku til lögreglu en aldrei var gefin út ákæra. Þegar hún var 19 ára – sex árum eftir brotið – lokaði hún loks þessum kafla í lífi sínu. Ég er sátt við manneskjuna sem ég er í dag. „Þetta er eitthvað slæmt sem gerðist fyrir mig en ég get gert gott úr því í dag og að segja frá þessu er að skila skömminni, finnst mér,“ segir Rebekka Ellen. Fimmta hvert barn sendir nektarmynd Talið er að aðeins örfá mál lendi á borði lögreglu. Engar rannsóknir eru til um hve mörg börn á Íslandi lenda í kynferðislegu ofbeldi á netinu. Ný sænsk rannsókn sýnir að fimmta hvert barn sendir sjálfviljugt af sér nektarmynd. Stór hluti stúlkna í rannsókninni segist hafa orðið fyrir þrýstingi jafnaldra til að senda mynd og næstum helmingur stúlkna sagði einhvern ókunnugan, fullorðinn hafa haft samband í gegnum netið í kynferðislegum tilgangi. Ný sænsk rannsókn sýnir sláandi niðurstöður um að fjöldi barna hafi verið beitt þrýstingi til að senda myndir og að fullorðnir hafi reynt að fá þau til kynferðislegra athafna á netinu.Vísir/Hafsteinn Lögreglumálum í Svíþjóð vegna dreifingar á nektarmyndum barna fjölgaði um yfir 1100 % á árunum 2008 til 2018. Málunum hefur einnig fjölgað hjá Barnahúsi. Tuttugu börn sögðust þvinguð til að senda myndir í fyrra en það sem af er þessu ári hefur 31 barn komið í skýrslutöku vegna slíkra mála. „En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Ég held þetta sé margfalt meira en við nokkurn tímann sjáum,“ segir Ólöf. Börn þvinguð til kynferðislegra athafna Í Barnahúsi koma einnig upp mál þar sem fullorðnir menn setja sig í samband við börnin og þvinga eða plata þau til að send af sér kynferðislegar myndir. Dæmi eru um að ókunngir karlmenn nái sambandi við börnin í gegnum spjallglugga í tölvuleikjum. Vísir/Vilhelm „Við höfum séð að erlendir einstaklingar eru að setja sig í samband við íslensk börn,“ segir Ólöf, forstjóri Barnahúss. Mennirnir hafi samband með einkaskilaboðum í gegnum samfélagsmiðla og finni leiðir til að komast að börnunum þrátt fyrir að þau séu með lokaðan aðgang. „Þeir finna þau á Youtube þegar þau skilja eftir nafn eða einhverjar slóðir á myndböndum. Svo eru krakkar að spila tölvuleiki á netinu og þar eru samskiptabox við hliðina þar sem er hægt að nálgast þau.“ Ókunnugir, erlendir karlmenn reyna að nálgast íslensk börn með því að þykjast vera jafnaldrar þeirra. Bæði í gegnum samfélagsmiðla og tölvuleiki.Vísir/Vilhelm Oft þykjast mennirnir vera börn á sama aldri og því fyrst spjallað á jafningjanótum. En fara svo að biðja um myndir. Til að fá grófari myndir þá eru dæmi um að mennirnir þvingi börnin eða hóti að segja foreldrum frá fyrri myndasendingum. „Þetta getur verið mjög gróft. Til dæmis að blanda inn öðrum einstaklingum, vinkonum eða vinum, og gera eitthvað við líkama hvors annars. Jafnvel látið börnin gera eitthvað við yngri systkini. Þetta eru alls kyns innþrengingar og sjálfsfróun fyrir framan myndavél. Við höfum séð ansi mikið. Sjálfskaði er kall á hjálp Ólöf segir börn í viðkvæmri stöðu líklegri til að verða fyrir broti til lengri tíma. „Líka börn með greiningar, til dæmis einhverfu. Þau eru líklegri en börn sem eru í sterkri stöðu og með góða sjálfsmynd. En allir geta lent í þessu.“ Afleiðingarnar á sálarlíf barnanna eru sagðar vanmetnar. Þær geta verið alveg jafn alvarlegar og eftir annað kynferðisofbeldi. Skömm, sektarkennd, kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og sjálfskaðandi hegðun. Áfallastreitan getur varað lengi. Það sem fer á netið er á netinu. „Og hugsunin hjá börnunum er alltaf hver hafi séð myndirnar, jafnvel afi og amma. Þau eru stöðugt með hugann við það sem gerðist og það viðheldur þeim í minningunum. Og þegar þú viðheldur minningunum statt og stöðugt þá verða afleiðingarnar svo alvarlegar,“ segir Ólöf. Börnunum finnst þau bera ábyrgð á brotunum því þau sendu sjálfviljug mynd af sér. Þau eiga það til að einangrast, hætta félagslegum samskiptum og skaða sjálf sig vegna sársaukans sem skömmin veldur.Vísir/Vilhelm Einnig sé erfitt að fá börnin til að segja frá því þau taka fulla ábyrgð á því sem þau gerðu. Þau upplifi sig sem þátttakendur og hafi jafnvel farið gegn því sem foreldrar hafi bannað þeim, að tala við ókunnuga á netinu. „Þegar börn taka fulla ábyrgð og skömmin og sektarkenndin er svo mikil er erfitt að fá þau til að greina frá. Oft uppgötvast þetta ekki fyrr en þau eru farin að skaða sig. Það er ákveðið kall á hjálp hjá börnum.“ Hótaði að dreifa myndum ef hún hætti að tala við hann Katrín Súsanna Backman Björnsdóttir upplifði einmitt þá tilfinningu. Að hún hafi gert eitthvað sem er bannað þegar hún var fimmtán ára og sendi strák myndir af sér. Því var erfitt að opna sig um það. „Þetta voru myndir af okkur í nærfötunum og stundum ekki í nærfötum,“ segir Katrín. Strákurinn sem Katrín var að tala við á Snapchat hótaði að dreifa nektarmyndum af henni um allt netið ef hún myndi hætta að tala við hann.Vísir/Vilhelm Fljótlega fór hegðun stráksins að breytast. Hann sendi henni tugi skilaboða á dag, varð pirraður ef hann fékk ekki svar strax og bað um nýja mynd á hverjum degi. „Stundum lét ég eftir því svo hann myndi hætta að suða, þegar ég nennti ekki að díla við hann.“ Með tímanum hætti Katrínu að lítast á blikuna og vildi hætta samskiptunum. Hann brást illa við. „Ég komst að því að hann hafði tekið upp það sem ég hafði sent honum og hótaði að dreifa þessum myndum af mér á internetið ef ég myndi hætta að tala við hann.“ Katrínu brá mjög og leið lengi illa út af málinu. „Ég kenndi sjálfri mér um, að ég hefði ekki átt að senda myndirnar og taka eftir því fyrr að hegðunin væri einkennileg. Mér leið ömurlega og skammaðist mín mjög fyrir þetta. Eins og Rebekka hvetur Katrín börn sem lenda í þessum aðstæðum að leita sér hjálpar, segja einhverjum frá. „Ég er alveg búin að læra að það var hann sem var ekki að gera rétt og ég gerði þannig séð ekkert rangt. Skömmin á ekki að vera mín,“ segir Katrín. Ræða við börnin fyrr en síðar Það er erfitt að fá börnin til þess að greina frá en til þess að reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist er fræðsla besta vopnið að mati Ólafar í Barnahúsi. Börnin þurfa að vita að þau beri ekki ábyrgð á þessu. Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá netglæpadeild LRH, tekur undir það en hann hefur séð að þessum málum er að fjölgi. Hann telur rétt að fræða börn allt niður í sex, sjö ára aldur. Daði segir börnin sem taka af sér myndir og dreifa myndum séu mun yngri en fólk getur ímyndað sér.Vísir/Vilhelm „Börnin eru mun yngri en fólk telur. Það þarf að ræða við þau fyrr en seinna. Einnig fylgjast með tölvunotkuninni hjá börnum, vita hvað þau eru að gera, hvaða vini þau eru með á samfélagsmiðlum og brýna fyrir þeim að senda ekki af sér kynferðislegar myndir en jafnframt og enn mikilvægara – að ef þau taka á móti slíkum myndum að áframsenda þær ekki. Það er brot.“ Brot sem taka engan enda Nokkur fjöldi leitar aðstoðar Stígamóta á ári hverju vegna kynferðisofbeldis á netinu. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Stígamótum.Vísir/Vilhelm Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þetta vera alvarleg brot sem taki aldrei enda þar sem myndirnar eru oft mörg ár á netinu. Þar að auki leiti fólk sér yfirleitt ekki aðstoðar fyrr en mörgum árum eftir brotið. „Ég held við séum ekki farin að sjá þungann í þessum málum enn þá því þetta eru krakkarnir sem eru unglingar og ungmenni í dag sem eru að lenda í þessu. Ég held að við á Stígamótum munum hitta þau eftir fimm til tíu ár, eða jafnvel lengri tíma.“
Hafa áhyggjur af því að fólk skammist sín og tilkynni ekki um barnaníðsefni á netinu Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. 3. nóvember 2020 20:31
Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00