Finnst furðulegt að Víðir leggi mat á faraldurinn í fjölmiðlum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 17:09 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggi mat á faraldurinn. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Kári útskýrði mál sitt í Reykjavík síðdegis. „Mér finnst býsna furðulegt að lögregluþjónninn í þessu þríeyki sé að leggja mat á faraldsfræðina sem slíka. Ef þríeykið ætlar að tjá sig um hvar faraldurinn er, hvort hann sé að rísa eða falla, þá held ég að það væri eðlilegt og skynsamlegt gagnvart þjóðinni að það væri Þórólfur sérfræðingur sem gerði það. Ef við keyrum full þá held ég að Víðir eigi að handtaka okkur en ef á að tala um faraldsfræði í Covid-19 þá held ég að Þórólfur eigi að gera það.“ Kári tekur þó fram að honum þyki Víðir yndislegur maður, í alla staði, en að ummælin hafi valdið honum áhyggjum. „Nú verðið þið sjálfsagt hissa á því hvað ég er harðorður í garð Víðis, sem er yndislegur maður í alla staði, alveg ómælanlega, glæpsamlega svo, en ástæðan fyrir því að þetta pirrar mig er að manni sýnist eins og maður sjái að þegar svona er sagt þá slaki menn svolítið á og við höfum bara ekkert efni á því að slaka á núna. Mér finnst við hafa fengið ástæðu til að halda áfram að haga okkur prúðmannlega gagnvart veirunni og við eigum að halda því áfram.“ Kári var spurður hvort hann væri ósammála Víði; hvort tölurnar sýni ekki fram á rénun faraldurs. „Ég er ekki sammála um að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut. Ég vona heitt og innilega að þetta sé merki um að faraldurinn sé í einhverri rénun - ég vona það svo sannarlega - og ef ég væri ekki svona prúður eins og ég er þá myndi ég veðja að þetta þýddi það; að faraldurinn sé í rénun en hins vegar þá þori ég alls ekki að segja að svo sé, ég þori ekki að segja að þetta sé merki um nokkurn skapaðan hlut." Kári segir varhugarvert að lýsa yfir sigri of snemma. Það geti haft áhrif á hegðun fólks. „Við höfum séð það fyrr á þessu hausti og í sumar að faraldurinn sveiflast upp og niður tiltölulega hratt þannig að þegar verið er að tala til þjóðarinnar frá þessu þríreyki sem hefur verið að halda utan um sóttvarnirnar þá held ég að það sé gífurlega mikilvægt að tala varlega, eins og Þórólfur gerði í dag, þar sem hann sagði að hann vildi alls ekki líta á þetta sem skýrt merki um það að þetta væri að færast í betra horf. Eitt af því sem við verðum að leggja okkur fram við núna þegar við erum að horfa á þessa pest sem er innan við eins árs að aldri er að læra eins mikið af því sem við erum að horfa á, eins mögulegt er, og eitt af því sem mér finnst að við eigum að hafa lært, er að það er eins gott að fara varlega í að lýsa yfir sigri.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Reykjavík síðdegis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira