Drekinn og örninn Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 2. nóvember 2020 16:02 Hvernig sem forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara annað kvöld þá er augljóst að úrslitin munu eiga mikinn þátt í að móta það tímabil sem tekur við af þessu viðburðarríka ári. Ef Joe Biden sigrar í kosningunum er líklegt að hann og varaframbjóðandi hans munu reyna að laga það brotna heimsálit sem liggur nú yfir bandarísku þjóðinni eins og þrumuský. Hinsvegar má búast við mikilli andstöðu frá Donald Trump og stuðningsfólki hans og vilja sumir jafnframt meina að það gæti komið til einhverra átaka. Þar sem margir neyddust til að senda inn atkvæði sín með pósti þá gæti líka vel verið að við munum ekki vita endanleg úrslit fyrr en eftir nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Veturinn þar í landi verður þá að öllum líkindum skilgreindur af rifrildum, kærum og ásökunum um kosningasvindl. Íbúar heimsins munu einnig þurfa að bíða þolinmóðir eftir að endanleg úrslit verða tilkynnt og á meðan ríkisstjórnir um heim allan halda niðri í sér andanum er öruggt að segja að ein þjóð muni anda rólegra en margar aðrar. Kínversk stjórnvöld munu eflaust fylgjast vel með bandarísku forsetakosningunum, en ekki endilega til að sjá hver mun vinna. Þau munu fylgjast með kosningunum einfaldlega vegna þess að sama hvernig fer – þá er það Kína sem mun sitja uppi sem sigurvegari kvöldsins. Hvers vegna? Árið 2016 átti sér stað mikill pólitískur jarðskjalfti í hinum lýðræðislega heimi. Brexit og Donald Trump hertóku vissulega það ár, en vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur þeirra beggja var nokkurs konar himnasending til kínverskra stjórnvalda sem höfðu lengi vel haldið því fram að vestrænir fjölmiðlar voru stjórnaðir af hlutdrægni og spillingu. Donald Trump gaf þar með ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestrænt lýðræðiskerfi. Í áratugi hafa kínversk stjórnvöld reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eins einfölduð og þessi staðhæfing hljómar þá var þetta viðhorf nóg til að ýta undir enn meiri þjóðernishyggju í Kína og sjálfstrausti á meðal kínverskra stjórnvalda. Á þessum fjórum árum hafa kínversk stjórnvöld samþykkt öryggislög í Hong Kong, sett milljónir Úýgúra í pólitískar endurmenntunarbúðir, daðrað við að ráðast á Taívan, egnt til átaka við landamæri Indlands, lagt Ástralíu í efnahagslegt einelti og leyft diplómötum sínum hóta og tala niður til erlendra fréttamanna í Kanada og Svíþjóð. Viðbrögðin frá umheiminum hafa verið mismikil. Viðskiptastríð hefur staðið yfir á milli Kína og Bandaríkjanna og hafa sumar þjóðir lagt bann við notkun á búnaði frá kínverskum hátæknifyrirtækjum. Það er samt mikilvægt að benda á að þær afleiðingar sem kínversk stjórnvöld upplifa sökum offorsa eða þjösnaskap haldast mjög oft í hendur við hversu háðar einstaka þjóðir eru fjárfestingum frá Peking. Það má vel vera að núverandi forseti Bandaríkjanna telur sig sterkan þegar kemur að deilum við Kína, en svar við því hvort það skili einhverjum árangri fyrir sína þjóð má finna í viðurnefninu sem almenningur í Kína hefur gefið honum. Þar í landi er hann kallaður „Chuan Jian Guo“ (川建国) eða „Trump þjóðbyggjandi“. Með öðrum orðum þá telja Kínverjar að stjórnarhættir hans séu að byggja upp þjóðina – það er að segja, kínversku þjóðina. Kínverska elítan vill einnig meina að Covid-19 sé sönnun þess að bandarísk stjórnvöld vilji nota Kína sem blóraböggul til að forðast umræðu um eigin mistök. Ásakanir í garð kínverskra stjórnvalda (margar hverjar mjög sanngjarnar) hafa komið frá báðum bandarískum stjórnmálaflokkum og er afstaða kínverskra stjórnvalda orðin sú að það skiptir ekki öllu máli hver mun sigra í þessum kosningum. Viðræður Kínverja við Joe Biden munu að öllum líkindum vera á vinalegri nótum, en það mun taka mörg ár að laga þessa pólitísku pattstöðu á milli stórveldanna beggja. Framtíðin Kosningarnar annað kvöld eru vissulega mikilvægar fyrir framtíð heimsins. Hvernig heimurinn okkar mun líta út eftir 30 ár verður mótaður á næstu 5 árum. Því miður er of seint að koma í veg fyrir kalt stríð á milli Kína og Bandaríkjanna, en það er hinsvegar hægt að gera sambandið á milli þeirra viðráðanlegt. Þjóðir í Evrópu þurfa einnig að gera sér grein fyrir hinu nýja landslagi sem mun taka við ef Bandaríkin ná sér ekki aftur upp og Kína heldur áfram að teygja sig út í heim. Í nýjasta eintaki Foreign Affairs skrifar Julian Gewirtz að Xi Jinping hefur nýlega sett fram efnahagslega áætlun fyrir 2021-2025. Áætlunin felur í sér að Kína mun endurstilla efnahagsþróun sína til að þjóna innlendum markaði frekar en „hinum óstöðuga heimi“. Kína er ekki að reyna að einangra sig frá umheiminum, heldur virðist þjóðin sækjast í að geta reitt sig minna á Bandaríkin og meira á smærri ríki í gegnum verkefni eins og Belti og braut. Smáríki eins og Ísland sem situr við bráðnandi heimskautssvæði. Heimskautssvæði sem mun líklegast breytast í siglingaleið eftir 10 ár. Á þeim tíma sem Trump hefur verið forseti hafa Íslendingar fengið eina heimsókn frá Hvíta Húsinu. Mike Pence var sendur til að hvetja Íslendinga til að hafna samstarfi við Kína og segir það í raun allt sem segja þarf um okkar stöðu varðandi samskipti þessara tveggja ríka. Margir Íslendingar munu vissulega halda sér vakandi annað kvöld til að fylgjast með þessum mikilvægu kosningum, en við skulum samt ekki gleyma líka því að halda okkur vakandi næstu árin. Höfundur er eigandi Kínversk ráðgjöf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Kína Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hvernig sem forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara annað kvöld þá er augljóst að úrslitin munu eiga mikinn þátt í að móta það tímabil sem tekur við af þessu viðburðarríka ári. Ef Joe Biden sigrar í kosningunum er líklegt að hann og varaframbjóðandi hans munu reyna að laga það brotna heimsálit sem liggur nú yfir bandarísku þjóðinni eins og þrumuský. Hinsvegar má búast við mikilli andstöðu frá Donald Trump og stuðningsfólki hans og vilja sumir jafnframt meina að það gæti komið til einhverra átaka. Þar sem margir neyddust til að senda inn atkvæði sín með pósti þá gæti líka vel verið að við munum ekki vita endanleg úrslit fyrr en eftir nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Veturinn þar í landi verður þá að öllum líkindum skilgreindur af rifrildum, kærum og ásökunum um kosningasvindl. Íbúar heimsins munu einnig þurfa að bíða þolinmóðir eftir að endanleg úrslit verða tilkynnt og á meðan ríkisstjórnir um heim allan halda niðri í sér andanum er öruggt að segja að ein þjóð muni anda rólegra en margar aðrar. Kínversk stjórnvöld munu eflaust fylgjast vel með bandarísku forsetakosningunum, en ekki endilega til að sjá hver mun vinna. Þau munu fylgjast með kosningunum einfaldlega vegna þess að sama hvernig fer – þá er það Kína sem mun sitja uppi sem sigurvegari kvöldsins. Hvers vegna? Árið 2016 átti sér stað mikill pólitískur jarðskjalfti í hinum lýðræðislega heimi. Brexit og Donald Trump hertóku vissulega það ár, en vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur þeirra beggja var nokkurs konar himnasending til kínverskra stjórnvalda sem höfðu lengi vel haldið því fram að vestrænir fjölmiðlar voru stjórnaðir af hlutdrægni og spillingu. Donald Trump gaf þar með ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestrænt lýðræðiskerfi. Í áratugi hafa kínversk stjórnvöld reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eins einfölduð og þessi staðhæfing hljómar þá var þetta viðhorf nóg til að ýta undir enn meiri þjóðernishyggju í Kína og sjálfstrausti á meðal kínverskra stjórnvalda. Á þessum fjórum árum hafa kínversk stjórnvöld samþykkt öryggislög í Hong Kong, sett milljónir Úýgúra í pólitískar endurmenntunarbúðir, daðrað við að ráðast á Taívan, egnt til átaka við landamæri Indlands, lagt Ástralíu í efnahagslegt einelti og leyft diplómötum sínum hóta og tala niður til erlendra fréttamanna í Kanada og Svíþjóð. Viðbrögðin frá umheiminum hafa verið mismikil. Viðskiptastríð hefur staðið yfir á milli Kína og Bandaríkjanna og hafa sumar þjóðir lagt bann við notkun á búnaði frá kínverskum hátæknifyrirtækjum. Það er samt mikilvægt að benda á að þær afleiðingar sem kínversk stjórnvöld upplifa sökum offorsa eða þjösnaskap haldast mjög oft í hendur við hversu háðar einstaka þjóðir eru fjárfestingum frá Peking. Það má vel vera að núverandi forseti Bandaríkjanna telur sig sterkan þegar kemur að deilum við Kína, en svar við því hvort það skili einhverjum árangri fyrir sína þjóð má finna í viðurnefninu sem almenningur í Kína hefur gefið honum. Þar í landi er hann kallaður „Chuan Jian Guo“ (川建国) eða „Trump þjóðbyggjandi“. Með öðrum orðum þá telja Kínverjar að stjórnarhættir hans séu að byggja upp þjóðina – það er að segja, kínversku þjóðina. Kínverska elítan vill einnig meina að Covid-19 sé sönnun þess að bandarísk stjórnvöld vilji nota Kína sem blóraböggul til að forðast umræðu um eigin mistök. Ásakanir í garð kínverskra stjórnvalda (margar hverjar mjög sanngjarnar) hafa komið frá báðum bandarískum stjórnmálaflokkum og er afstaða kínverskra stjórnvalda orðin sú að það skiptir ekki öllu máli hver mun sigra í þessum kosningum. Viðræður Kínverja við Joe Biden munu að öllum líkindum vera á vinalegri nótum, en það mun taka mörg ár að laga þessa pólitísku pattstöðu á milli stórveldanna beggja. Framtíðin Kosningarnar annað kvöld eru vissulega mikilvægar fyrir framtíð heimsins. Hvernig heimurinn okkar mun líta út eftir 30 ár verður mótaður á næstu 5 árum. Því miður er of seint að koma í veg fyrir kalt stríð á milli Kína og Bandaríkjanna, en það er hinsvegar hægt að gera sambandið á milli þeirra viðráðanlegt. Þjóðir í Evrópu þurfa einnig að gera sér grein fyrir hinu nýja landslagi sem mun taka við ef Bandaríkin ná sér ekki aftur upp og Kína heldur áfram að teygja sig út í heim. Í nýjasta eintaki Foreign Affairs skrifar Julian Gewirtz að Xi Jinping hefur nýlega sett fram efnahagslega áætlun fyrir 2021-2025. Áætlunin felur í sér að Kína mun endurstilla efnahagsþróun sína til að þjóna innlendum markaði frekar en „hinum óstöðuga heimi“. Kína er ekki að reyna að einangra sig frá umheiminum, heldur virðist þjóðin sækjast í að geta reitt sig minna á Bandaríkin og meira á smærri ríki í gegnum verkefni eins og Belti og braut. Smáríki eins og Ísland sem situr við bráðnandi heimskautssvæði. Heimskautssvæði sem mun líklegast breytast í siglingaleið eftir 10 ár. Á þeim tíma sem Trump hefur verið forseti hafa Íslendingar fengið eina heimsókn frá Hvíta Húsinu. Mike Pence var sendur til að hvetja Íslendinga til að hafna samstarfi við Kína og segir það í raun allt sem segja þarf um okkar stöðu varðandi samskipti þessara tveggja ríka. Margir Íslendingar munu vissulega halda sér vakandi annað kvöld til að fylgjast með þessum mikilvægu kosningum, en við skulum samt ekki gleyma líka því að halda okkur vakandi næstu árin. Höfundur er eigandi Kínversk ráðgjöf
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun