Hefðbundið námsfyrirkomulag er ekki lausnin Isabel Alejandra Díaz og Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 08:00 Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. Haustmisserið hefur sömuleiðis frá upphafi einkennst af mikilli og óumflýjanlegri óvissu sem hefur reynst stúdentum mjög erfið, enda er engin leið að vita í hvaða átt faraldurinn þróast. Lögð hefur verið áhersla á rafræna kennslu með möguleika á staðnámi og að boðið sé upp á staðpróf, þá einna helst til að tryggja gæði náms og kennslu og styðja við nýnema. Stúdentahreyfingarnar hafa verið sammála um að gæðin verði að standast aðstæðurnar, en með tímanum hefur það orðið ljóst að ekki er um hefðbundið misseri að ræða og því er hefðbundið námsfyrirkomulag ekki lausnin. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) sýna að 67.45% stúdenta líður ekki vel í þeim aðstæðum sem eru sökum COVID-19 og 72.99% upplifa álag sem þau telja að hafi áhrif á námsframvindu sína. Niðurstöður könnunar Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) gefa einnig til kynna að 78.3% stúdenta séu að upplifa aukið álag og streitu sem hefur haft áhrif á nám þeirra. Sömuleiðis er stór hluti þeirra að upplifa depurð sem rekja má til samfélagsástandsins. Þessar niðurstöður eru til marks um að ástandið sé að leggjast þungt á stúdenta og að þeir eigi erfitt með að aðlagast breyttu námsfyrirkomulagi, t.a.m. ósamræmið milli kennsluaðferða og úrræða milli námsleiða. Óöryggið hefur aukist síðustu vikurnar er smitum hefur farið fjölgandi og sóttvarnaraðgerðir hertar tvívegis. Í ofanálag hafa stúdentar miklar áhyggjur af því að þeir sjálfir smitist og að einhver nákominn þeim smitist af COVID-19. Í samræmi við þessar niðurstöður hafa SHÍ og SHA farið fram á að námsmatið verði endurskoðað. Þó að kennsla sé í auknum mæli rafræn hefur megináhersla verið á að miðmisserispróf og lokapróf fari fram í byggingum háskólanna. SHÍ og SHA hafa réttilega bent á að námsmatið stuðlar ekki að jafnræði gagnvart stúdentum sem eru í áhættuhópi eða eiga nákominn sem er það. Heldur ekki gagnvart stúdentum sem lenda í sóttkví eða vinna með viðkvæmum hópum samfélagsins, ellegar gagnvart stúdentum sem hafa almennt miklar áhyggjur af því að mæta í skólann og smitast eða vera smitberar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt ríka áherslu á að halda skólum opnum og menntakerfinu gangandi. Í framhaldsskólum hafa áhyggjurnar snúið að andlegri heilsu nemenda og þeim áhrifum sem lokun framhaldsskóla kann að hafa á hana. Ráðherra hefur því heitið að leita allra leiða til að verða við óskum framhaldsskólanema og aðstandenda þeirra. Stúdentar eru ekki undanskildir þeim áhyggjum enda hefur þá einnig skort félagslega þáttinn sem alla jafna einkennir háskólagöngu þeirra. Hins vegar eru kringumstæðurnar á háskólastiginu öfugar við framhaldsskólastigið og furðum við okkur á því að ekki sé leitað allra leiða þar líka til að verða við óskum stúdenta. Niðurstöður kannana SHÍ og SHA benda ekki til þess að krafa stúdenta sé að halda háskólunum opnum enda má sjá að ¾ stúdenta við HÍ og stór hluti stúdenta við HA vilja að lokaprófin á haustmisseri séu heimapróf. Draga má þá ályktun að álagið og áhyggjurnar aukist við þá tilhugsun um að þurfa að þreyta staðpróf, m.a. vegna þess að kennslan hefur hingað til verið að mestu rafræn og vegna ótta við útbreiðslu veirunnar. Auðvitað eru stúdentar fjölbreyttur hópur fólks og þarfir þeirra jafnframt ólíkar. Þegar á heildina er litið er samt sem áður bersýnilegt að gjörbreyttar aðstæður kalli á önnur úrræði og betri ráðstafanir. Nú hefur Háskólinn á Akureyri hlustað á kröfur stúdenta og gripið til aðgerða. Enn er þó spurningum ósvarað á háskólastiginu og kalla SHÍ og SHA eftir auknu samræmi milli háskóla landsins og að velferð stúdenta sé höfð að leiðarljósi. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaraðgerða tekur lítið sem ekkert tillit til stúdenta og er raunar í mótsögn við kröfur þeirra, þrátt fyrir samráð við stjórnvöld. Það er nauðsynlegt að tryggja að stúdentar geti lokið misserinu með besta móti og séu ekki tilneyddir til þess að velja á milli náms og öryggis. Það felst töluverð áhætta í því að safna nemendum saman, þvert á ákall stjórnvalda, sem umgangast almennt ekki hvort annað og hafa að öllum líkindum ekki stigið fæti inn í skólann fram að prófi. Markmið okkar allra hlýtur að vera að hafa öryggi nemenda og starfsfólks í fyrirrúmi og sýna í senn samfélagslega ábyrgð. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Steinunn Alda Gunnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. Haustmisserið hefur sömuleiðis frá upphafi einkennst af mikilli og óumflýjanlegri óvissu sem hefur reynst stúdentum mjög erfið, enda er engin leið að vita í hvaða átt faraldurinn þróast. Lögð hefur verið áhersla á rafræna kennslu með möguleika á staðnámi og að boðið sé upp á staðpróf, þá einna helst til að tryggja gæði náms og kennslu og styðja við nýnema. Stúdentahreyfingarnar hafa verið sammála um að gæðin verði að standast aðstæðurnar, en með tímanum hefur það orðið ljóst að ekki er um hefðbundið misseri að ræða og því er hefðbundið námsfyrirkomulag ekki lausnin. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) sýna að 67.45% stúdenta líður ekki vel í þeim aðstæðum sem eru sökum COVID-19 og 72.99% upplifa álag sem þau telja að hafi áhrif á námsframvindu sína. Niðurstöður könnunar Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) gefa einnig til kynna að 78.3% stúdenta séu að upplifa aukið álag og streitu sem hefur haft áhrif á nám þeirra. Sömuleiðis er stór hluti þeirra að upplifa depurð sem rekja má til samfélagsástandsins. Þessar niðurstöður eru til marks um að ástandið sé að leggjast þungt á stúdenta og að þeir eigi erfitt með að aðlagast breyttu námsfyrirkomulagi, t.a.m. ósamræmið milli kennsluaðferða og úrræða milli námsleiða. Óöryggið hefur aukist síðustu vikurnar er smitum hefur farið fjölgandi og sóttvarnaraðgerðir hertar tvívegis. Í ofanálag hafa stúdentar miklar áhyggjur af því að þeir sjálfir smitist og að einhver nákominn þeim smitist af COVID-19. Í samræmi við þessar niðurstöður hafa SHÍ og SHA farið fram á að námsmatið verði endurskoðað. Þó að kennsla sé í auknum mæli rafræn hefur megináhersla verið á að miðmisserispróf og lokapróf fari fram í byggingum háskólanna. SHÍ og SHA hafa réttilega bent á að námsmatið stuðlar ekki að jafnræði gagnvart stúdentum sem eru í áhættuhópi eða eiga nákominn sem er það. Heldur ekki gagnvart stúdentum sem lenda í sóttkví eða vinna með viðkvæmum hópum samfélagsins, ellegar gagnvart stúdentum sem hafa almennt miklar áhyggjur af því að mæta í skólann og smitast eða vera smitberar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt ríka áherslu á að halda skólum opnum og menntakerfinu gangandi. Í framhaldsskólum hafa áhyggjurnar snúið að andlegri heilsu nemenda og þeim áhrifum sem lokun framhaldsskóla kann að hafa á hana. Ráðherra hefur því heitið að leita allra leiða til að verða við óskum framhaldsskólanema og aðstandenda þeirra. Stúdentar eru ekki undanskildir þeim áhyggjum enda hefur þá einnig skort félagslega þáttinn sem alla jafna einkennir háskólagöngu þeirra. Hins vegar eru kringumstæðurnar á háskólastiginu öfugar við framhaldsskólastigið og furðum við okkur á því að ekki sé leitað allra leiða þar líka til að verða við óskum stúdenta. Niðurstöður kannana SHÍ og SHA benda ekki til þess að krafa stúdenta sé að halda háskólunum opnum enda má sjá að ¾ stúdenta við HÍ og stór hluti stúdenta við HA vilja að lokaprófin á haustmisseri séu heimapróf. Draga má þá ályktun að álagið og áhyggjurnar aukist við þá tilhugsun um að þurfa að þreyta staðpróf, m.a. vegna þess að kennslan hefur hingað til verið að mestu rafræn og vegna ótta við útbreiðslu veirunnar. Auðvitað eru stúdentar fjölbreyttur hópur fólks og þarfir þeirra jafnframt ólíkar. Þegar á heildina er litið er samt sem áður bersýnilegt að gjörbreyttar aðstæður kalli á önnur úrræði og betri ráðstafanir. Nú hefur Háskólinn á Akureyri hlustað á kröfur stúdenta og gripið til aðgerða. Enn er þó spurningum ósvarað á háskólastiginu og kalla SHÍ og SHA eftir auknu samræmi milli háskóla landsins og að velferð stúdenta sé höfð að leiðarljósi. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaraðgerða tekur lítið sem ekkert tillit til stúdenta og er raunar í mótsögn við kröfur þeirra, þrátt fyrir samráð við stjórnvöld. Það er nauðsynlegt að tryggja að stúdentar geti lokið misserinu með besta móti og séu ekki tilneyddir til þess að velja á milli náms og öryggis. Það felst töluverð áhætta í því að safna nemendum saman, þvert á ákall stjórnvalda, sem umgangast almennt ekki hvort annað og hafa að öllum líkindum ekki stigið fæti inn í skólann fram að prófi. Markmið okkar allra hlýtur að vera að hafa öryggi nemenda og starfsfólks í fyrirrúmi og sýna í senn samfélagslega ábyrgð. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar