Hefðbundið námsfyrirkomulag er ekki lausnin Isabel Alejandra Díaz og Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifa 2. nóvember 2020 08:00 Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. Haustmisserið hefur sömuleiðis frá upphafi einkennst af mikilli og óumflýjanlegri óvissu sem hefur reynst stúdentum mjög erfið, enda er engin leið að vita í hvaða átt faraldurinn þróast. Lögð hefur verið áhersla á rafræna kennslu með möguleika á staðnámi og að boðið sé upp á staðpróf, þá einna helst til að tryggja gæði náms og kennslu og styðja við nýnema. Stúdentahreyfingarnar hafa verið sammála um að gæðin verði að standast aðstæðurnar, en með tímanum hefur það orðið ljóst að ekki er um hefðbundið misseri að ræða og því er hefðbundið námsfyrirkomulag ekki lausnin. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) sýna að 67.45% stúdenta líður ekki vel í þeim aðstæðum sem eru sökum COVID-19 og 72.99% upplifa álag sem þau telja að hafi áhrif á námsframvindu sína. Niðurstöður könnunar Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) gefa einnig til kynna að 78.3% stúdenta séu að upplifa aukið álag og streitu sem hefur haft áhrif á nám þeirra. Sömuleiðis er stór hluti þeirra að upplifa depurð sem rekja má til samfélagsástandsins. Þessar niðurstöður eru til marks um að ástandið sé að leggjast þungt á stúdenta og að þeir eigi erfitt með að aðlagast breyttu námsfyrirkomulagi, t.a.m. ósamræmið milli kennsluaðferða og úrræða milli námsleiða. Óöryggið hefur aukist síðustu vikurnar er smitum hefur farið fjölgandi og sóttvarnaraðgerðir hertar tvívegis. Í ofanálag hafa stúdentar miklar áhyggjur af því að þeir sjálfir smitist og að einhver nákominn þeim smitist af COVID-19. Í samræmi við þessar niðurstöður hafa SHÍ og SHA farið fram á að námsmatið verði endurskoðað. Þó að kennsla sé í auknum mæli rafræn hefur megináhersla verið á að miðmisserispróf og lokapróf fari fram í byggingum háskólanna. SHÍ og SHA hafa réttilega bent á að námsmatið stuðlar ekki að jafnræði gagnvart stúdentum sem eru í áhættuhópi eða eiga nákominn sem er það. Heldur ekki gagnvart stúdentum sem lenda í sóttkví eða vinna með viðkvæmum hópum samfélagsins, ellegar gagnvart stúdentum sem hafa almennt miklar áhyggjur af því að mæta í skólann og smitast eða vera smitberar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt ríka áherslu á að halda skólum opnum og menntakerfinu gangandi. Í framhaldsskólum hafa áhyggjurnar snúið að andlegri heilsu nemenda og þeim áhrifum sem lokun framhaldsskóla kann að hafa á hana. Ráðherra hefur því heitið að leita allra leiða til að verða við óskum framhaldsskólanema og aðstandenda þeirra. Stúdentar eru ekki undanskildir þeim áhyggjum enda hefur þá einnig skort félagslega þáttinn sem alla jafna einkennir háskólagöngu þeirra. Hins vegar eru kringumstæðurnar á háskólastiginu öfugar við framhaldsskólastigið og furðum við okkur á því að ekki sé leitað allra leiða þar líka til að verða við óskum stúdenta. Niðurstöður kannana SHÍ og SHA benda ekki til þess að krafa stúdenta sé að halda háskólunum opnum enda má sjá að ¾ stúdenta við HÍ og stór hluti stúdenta við HA vilja að lokaprófin á haustmisseri séu heimapróf. Draga má þá ályktun að álagið og áhyggjurnar aukist við þá tilhugsun um að þurfa að þreyta staðpróf, m.a. vegna þess að kennslan hefur hingað til verið að mestu rafræn og vegna ótta við útbreiðslu veirunnar. Auðvitað eru stúdentar fjölbreyttur hópur fólks og þarfir þeirra jafnframt ólíkar. Þegar á heildina er litið er samt sem áður bersýnilegt að gjörbreyttar aðstæður kalli á önnur úrræði og betri ráðstafanir. Nú hefur Háskólinn á Akureyri hlustað á kröfur stúdenta og gripið til aðgerða. Enn er þó spurningum ósvarað á háskólastiginu og kalla SHÍ og SHA eftir auknu samræmi milli háskóla landsins og að velferð stúdenta sé höfð að leiðarljósi. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaraðgerða tekur lítið sem ekkert tillit til stúdenta og er raunar í mótsögn við kröfur þeirra, þrátt fyrir samráð við stjórnvöld. Það er nauðsynlegt að tryggja að stúdentar geti lokið misserinu með besta móti og séu ekki tilneyddir til þess að velja á milli náms og öryggis. Það felst töluverð áhætta í því að safna nemendum saman, þvert á ákall stjórnvalda, sem umgangast almennt ekki hvort annað og hafa að öllum líkindum ekki stigið fæti inn í skólann fram að prófi. Markmið okkar allra hlýtur að vera að hafa öryggi nemenda og starfsfólks í fyrirrúmi og sýna í senn samfélagslega ábyrgð. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Steinunn Alda Gunnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Vormisseri háskólanema var allt öðruvísi en búast mátti við og stóðu stúdentar fljótt frammi fyrir breyttum raunveruleika. Haustmisserið hefur sömuleiðis frá upphafi einkennst af mikilli og óumflýjanlegri óvissu sem hefur reynst stúdentum mjög erfið, enda er engin leið að vita í hvaða átt faraldurinn þróast. Lögð hefur verið áhersla á rafræna kennslu með möguleika á staðnámi og að boðið sé upp á staðpróf, þá einna helst til að tryggja gæði náms og kennslu og styðja við nýnema. Stúdentahreyfingarnar hafa verið sammála um að gæðin verði að standast aðstæðurnar, en með tímanum hefur það orðið ljóst að ekki er um hefðbundið misseri að ræða og því er hefðbundið námsfyrirkomulag ekki lausnin. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) sýna að 67.45% stúdenta líður ekki vel í þeim aðstæðum sem eru sökum COVID-19 og 72.99% upplifa álag sem þau telja að hafi áhrif á námsframvindu sína. Niðurstöður könnunar Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) gefa einnig til kynna að 78.3% stúdenta séu að upplifa aukið álag og streitu sem hefur haft áhrif á nám þeirra. Sömuleiðis er stór hluti þeirra að upplifa depurð sem rekja má til samfélagsástandsins. Þessar niðurstöður eru til marks um að ástandið sé að leggjast þungt á stúdenta og að þeir eigi erfitt með að aðlagast breyttu námsfyrirkomulagi, t.a.m. ósamræmið milli kennsluaðferða og úrræða milli námsleiða. Óöryggið hefur aukist síðustu vikurnar er smitum hefur farið fjölgandi og sóttvarnaraðgerðir hertar tvívegis. Í ofanálag hafa stúdentar miklar áhyggjur af því að þeir sjálfir smitist og að einhver nákominn þeim smitist af COVID-19. Í samræmi við þessar niðurstöður hafa SHÍ og SHA farið fram á að námsmatið verði endurskoðað. Þó að kennsla sé í auknum mæli rafræn hefur megináhersla verið á að miðmisserispróf og lokapróf fari fram í byggingum háskólanna. SHÍ og SHA hafa réttilega bent á að námsmatið stuðlar ekki að jafnræði gagnvart stúdentum sem eru í áhættuhópi eða eiga nákominn sem er það. Heldur ekki gagnvart stúdentum sem lenda í sóttkví eða vinna með viðkvæmum hópum samfélagsins, ellegar gagnvart stúdentum sem hafa almennt miklar áhyggjur af því að mæta í skólann og smitast eða vera smitberar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt ríka áherslu á að halda skólum opnum og menntakerfinu gangandi. Í framhaldsskólum hafa áhyggjurnar snúið að andlegri heilsu nemenda og þeim áhrifum sem lokun framhaldsskóla kann að hafa á hana. Ráðherra hefur því heitið að leita allra leiða til að verða við óskum framhaldsskólanema og aðstandenda þeirra. Stúdentar eru ekki undanskildir þeim áhyggjum enda hefur þá einnig skort félagslega þáttinn sem alla jafna einkennir háskólagöngu þeirra. Hins vegar eru kringumstæðurnar á háskólastiginu öfugar við framhaldsskólastigið og furðum við okkur á því að ekki sé leitað allra leiða þar líka til að verða við óskum stúdenta. Niðurstöður kannana SHÍ og SHA benda ekki til þess að krafa stúdenta sé að halda háskólunum opnum enda má sjá að ¾ stúdenta við HÍ og stór hluti stúdenta við HA vilja að lokaprófin á haustmisseri séu heimapróf. Draga má þá ályktun að álagið og áhyggjurnar aukist við þá tilhugsun um að þurfa að þreyta staðpróf, m.a. vegna þess að kennslan hefur hingað til verið að mestu rafræn og vegna ótta við útbreiðslu veirunnar. Auðvitað eru stúdentar fjölbreyttur hópur fólks og þarfir þeirra jafnframt ólíkar. Þegar á heildina er litið er samt sem áður bersýnilegt að gjörbreyttar aðstæður kalli á önnur úrræði og betri ráðstafanir. Nú hefur Háskólinn á Akureyri hlustað á kröfur stúdenta og gripið til aðgerða. Enn er þó spurningum ósvarað á háskólastiginu og kalla SHÍ og SHA eftir auknu samræmi milli háskóla landsins og að velferð stúdenta sé höfð að leiðarljósi. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaraðgerða tekur lítið sem ekkert tillit til stúdenta og er raunar í mótsögn við kröfur þeirra, þrátt fyrir samráð við stjórnvöld. Það er nauðsynlegt að tryggja að stúdentar geti lokið misserinu með besta móti og séu ekki tilneyddir til þess að velja á milli náms og öryggis. Það felst töluverð áhætta í því að safna nemendum saman, þvert á ákall stjórnvalda, sem umgangast almennt ekki hvort annað og hafa að öllum líkindum ekki stigið fæti inn í skólann fram að prófi. Markmið okkar allra hlýtur að vera að hafa öryggi nemenda og starfsfólks í fyrirrúmi og sýna í senn samfélagslega ábyrgð. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun