Lögðu út naglamottur og beittu úðavopni til að ná manni sem var talinn ógnandi Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 14:29 Frá aðgerðum á vettvangi í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að unglingunum fannst stafa ógn af manninum. Myndband af aðgerðum á vettvangi má sjá hér fyrir neðan: Þegar lögregla kom á vettvang sat maðurinn í bíl sínum sem var kyrrstæður við Vesturlandsveg. Þegar lögreglumenn reyndu gengu að bílnum ákvað maðurinn að bruna af stað. Hófst þá mikil eftirför lögreglu í Mosfellsbæ sem var með mikinn viðbúnað til að reyna að stöðva för mannsins. Brá lögreglan meðal annars á það ráð að setja út naglamottur á nokkra staði en maðurinn ók ekki inn á þá staði. Eftir að maðurinn hafði ekið á móti umferð á hringtorgi á Vesturlandsvegi ákvað lögreglan að setja upp svokallaða „fasta fyrirstöðu“, eins og Ásgeir kallar það. Maðurinn reyndi að aka fram hjá fyrirstöðunni með því að fara upp á gangstétt. Var þá ákveðið að keyra bíl mannsins út, sem þýðir að lögreglubíl var ekið utan í bíl mannsins og för hans stöðvuð þannig til móts við N1 á Vesturlandsvegi. Þegar búið var að tryggja að bíllinn kæmist ekki lengra neitaði maðurinn að yfirgefa bílinn. Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bílinn og yfirbuga manninn með úðavopni. Sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang en þá var búið að handtaka manninn. Ásgeir segir manninn grunaðan um fjölda brota, þar á meðal brot á umferðarlögum. Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að unglingunum fannst stafa ógn af manninum. Myndband af aðgerðum á vettvangi má sjá hér fyrir neðan: Þegar lögregla kom á vettvang sat maðurinn í bíl sínum sem var kyrrstæður við Vesturlandsveg. Þegar lögreglumenn reyndu gengu að bílnum ákvað maðurinn að bruna af stað. Hófst þá mikil eftirför lögreglu í Mosfellsbæ sem var með mikinn viðbúnað til að reyna að stöðva för mannsins. Brá lögreglan meðal annars á það ráð að setja út naglamottur á nokkra staði en maðurinn ók ekki inn á þá staði. Eftir að maðurinn hafði ekið á móti umferð á hringtorgi á Vesturlandsvegi ákvað lögreglan að setja upp svokallaða „fasta fyrirstöðu“, eins og Ásgeir kallar það. Maðurinn reyndi að aka fram hjá fyrirstöðunni með því að fara upp á gangstétt. Var þá ákveðið að keyra bíl mannsins út, sem þýðir að lögreglubíl var ekið utan í bíl mannsins og för hans stöðvuð þannig til móts við N1 á Vesturlandsvegi. Þegar búið var að tryggja að bíllinn kæmist ekki lengra neitaði maðurinn að yfirgefa bílinn. Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bílinn og yfirbuga manninn með úðavopni. Sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang en þá var búið að handtaka manninn. Ásgeir segir manninn grunaðan um fjölda brota, þar á meðal brot á umferðarlögum.
Lögreglumál Mosfellsbær Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Sjá meira