Hefur greitt skatta og gjöld um árabil en hefur ekki rétt á atvinnuleysisbótum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2020 21:00 Fjölskyldan á sér þá ósk heitasta að geta búið áfram á Íslandi eins og undanfarin sjö ár. Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. SIGURJÓN ÓLASON Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem búið hefur hér á landi í tæp sjö ár og greitt skatta og gjöld, hefur hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né öðrum félagslegum réttindum frá ríkinu. Efnt hefur verið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings fjölskyldunni. Í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou og Mahe sem eru frá Senegal. Dætur þeirra Marta og María sem eru sex og þriggja ára fæddust báðar hér á landi. Sú yngri er á leikskóla en sú eldri í Vogaskóla og tala þær íslensku. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi en hjónin hafa búið hér á landi í tæp sjö ár. Bassirou hefur unnið á hóteli hér á landi í þrjú og hálft ár og borgað fulla skatta, greiddi í lífeyrissjóð og sinnti skyldum sínum líkt og aðrir launþegar auk þess sem vinnuveitandi hans greiddi tryggingagjald. Hótelið þurfti að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar og missti Bassirou því vinnuna. Hann á ekki rétt á félagslegum réttindum. „Þá á hann ekki rétt á atvinnuleysisbótum því hann er á þessari utangarðs kennitölu. Bráðabirgðarleyfi. Samt sem áður þarf hans vinnuveitandi að greiða fullt tryggingagjald. Hann borgar sjálfur fulla skatta. Hann á engin réttindi í heilbrigðiskerfinu,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er náttúrulega bara svo fáranleg réttastaða sem þetta fólk er búið að búa við.“ Fjölskyldan hefur án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunnar til stuðnings fjölskyldunni. Hælisleitendur Félagsmál Senegal Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem búið hefur hér á landi í tæp sjö ár og greitt skatta og gjöld, hefur hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né öðrum félagslegum réttindum frá ríkinu. Efnt hefur verið til undirskriftarsöfnunar til stuðnings fjölskyldunni. Í gær sögðum við frá hjónunum Bassirou og Mahe sem eru frá Senegal. Dætur þeirra Marta og María sem eru sex og þriggja ára fæddust báðar hér á landi. Sú yngri er á leikskóla en sú eldri í Vogaskóla og tala þær íslensku. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi en hjónin hafa búið hér á landi í tæp sjö ár. Bassirou hefur unnið á hóteli hér á landi í þrjú og hálft ár og borgað fulla skatta, greiddi í lífeyrissjóð og sinnti skyldum sínum líkt og aðrir launþegar auk þess sem vinnuveitandi hans greiddi tryggingagjald. Hótelið þurfti að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar og missti Bassirou því vinnuna. Hann á ekki rétt á félagslegum réttindum. „Þá á hann ekki rétt á atvinnuleysisbótum því hann er á þessari utangarðs kennitölu. Bráðabirgðarleyfi. Samt sem áður þarf hans vinnuveitandi að greiða fullt tryggingagjald. Hann borgar sjálfur fulla skatta. Hann á engin réttindi í heilbrigðiskerfinu,“ segir Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er náttúrulega bara svo fáranleg réttastaða sem þetta fólk er búið að búa við.“ Fjölskyldan hefur án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Elín Árnadóttir, lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunnar til stuðnings fjölskyldunni.
Hælisleitendur Félagsmál Senegal Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira