Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 17:50 Valur trónir á toppi Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu nú þegar KSÍ hefur staðfest að keppni verði hætt. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira