Útilokar ekki harðari aðgerðir til að bjarga jólunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 13:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði framlengd fram á vor. Hún boðar jafnframt frekari efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. Þá útilokar hún ekki að grípið verði til enn hertari aðgerða fyrir jól. Þetta sagði Katrín í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar veiruaðgerðir í Hörpu í dag. Innt eftir því hvaða efnahagsaðgerðir væru væntanlegar vegna faraldursins benti Katrín á að þingið væri nú með til meðferðar frumvarp um lokunarstyrki sem skipti miklu máli fyrir þá sem loka hafa þurft rekstri sínum vegna veirunnar. Þá hefði verið lögð til ákveðin útvíkkun á tekjufallsstyrkjafrumvarpi sem er til meðferðar á þingi á ríkisstjórnarfundi í dag. Útvíkkunin geri ráð fyrir að styrkirnir nýtist fleirum en nú er. Félags- og barnamálaráðherra hafi jafnframt kynnt frumvarp sem miði að því að stilla betur af tekjutengdar atvinnuleysisbætur. „Það verður verkefni á meðan þessi faraldur er, að bregðast við,“ sagði Katrín. Hún væntir þess jafnframt að hlutabótaleiðin svokallaða, sem í gildi er til áramóta, verði framlengd fram á vor. Innt eftir því hvort einhugur hafi verið í ríkisstjórn um aðgerðirnar sem taka gildi nú á miðnætti sagði Katrín svo hafa verið. „Algjörlega. Það er búið að vera einhugur í ríkisstjórn í gegnum allt þetta ferli.“ Eftir því sem faraldrinum vindur fram væri þó eðlilegt að umræða og gagnrýni á aðgerðir aukist. Það var talað um það á fundinum að við gætum mögulega upplifað gleðileg jól og aðventu. Ef þetta tekst ekki, munuð þið herða frekar aðgerðir til að reyna að bjarga jólunum ef svo má segja? „Ég get auðvitað ekki alveg sagt til um það en ég held við getum ekki útilokað neitt í því sambandi. Við erum bara búin að læra það á þessum mánuðum sem liðnir eru að lofa ekki of miklu og útiloka ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að hlutabótaleiðin verði framlengd fram á vor. Hún boðar jafnframt frekari efnahagsaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við þá sem farið hafa illa úti úr faraldrinum. Þá útilokar hún ekki að grípið verði til enn hertari aðgerða fyrir jól. Þetta sagði Katrín í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar veiruaðgerðir í Hörpu í dag. Innt eftir því hvaða efnahagsaðgerðir væru væntanlegar vegna faraldursins benti Katrín á að þingið væri nú með til meðferðar frumvarp um lokunarstyrki sem skipti miklu máli fyrir þá sem loka hafa þurft rekstri sínum vegna veirunnar. Þá hefði verið lögð til ákveðin útvíkkun á tekjufallsstyrkjafrumvarpi sem er til meðferðar á þingi á ríkisstjórnarfundi í dag. Útvíkkunin geri ráð fyrir að styrkirnir nýtist fleirum en nú er. Félags- og barnamálaráðherra hafi jafnframt kynnt frumvarp sem miði að því að stilla betur af tekjutengdar atvinnuleysisbætur. „Það verður verkefni á meðan þessi faraldur er, að bregðast við,“ sagði Katrín. Hún væntir þess jafnframt að hlutabótaleiðin svokallaða, sem í gildi er til áramóta, verði framlengd fram á vor. Innt eftir því hvort einhugur hafi verið í ríkisstjórn um aðgerðirnar sem taka gildi nú á miðnætti sagði Katrín svo hafa verið. „Algjörlega. Það er búið að vera einhugur í ríkisstjórn í gegnum allt þetta ferli.“ Eftir því sem faraldrinum vindur fram væri þó eðlilegt að umræða og gagnrýni á aðgerðir aukist. Það var talað um það á fundinum að við gætum mögulega upplifað gleðileg jól og aðventu. Ef þetta tekst ekki, munuð þið herða frekar aðgerðir til að reyna að bjarga jólunum ef svo má segja? „Ég get auðvitað ekki alveg sagt til um það en ég held við getum ekki útilokað neitt í því sambandi. Við erum bara búin að læra það á þessum mánuðum sem liðnir eru að lofa ekki of miklu og útiloka ekkert.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13