Ryan Giggs: Manchester United gæti þurft að bíða í tuttugu ár eftir titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 15:00 Ryan Giggs vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Getty/ John Peters Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember. Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og þrettánfaldur Englandsmeistari með Manchester United, óttast það að það gætu verið áratugir í það að Manchester United vinni enska meistaratitilinn aftur. Manchester United hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 þegar liðið vann enska titilinn í tuttugasta sinn. Ryan Giggs var í því liði og var þá að vinna ensku deildina í þrettánda sinn á tuttugu árum. „Þetta gætu orðið fimmtán eða tuttugu ár áður en vitum af sérstaklega ef þeir Jürgen Klopp og Pep Guariola verða áfram í deildinni,“ sagði Ryan Giggs við Jamie Carragher aðspurður um hversu langt er í það að Manchester United verði aftur Englandsmeistari. Giggs var gestur Jamie Carragher í hlaðvarpsþættinum The Greatest Game. Premier League champions 2040/41? Posted by Sky Sports on Föstudagur, 30. október 2020 Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri Manchester United liðsins eftir að hafa gert liðið að enskum meisturum vorið 2013. Hann hafði þá stýrt liðinu frá 1986 og endaði 26 ára bið eftir enska titlinum vorið 1993. Ryan Giggs segir erfitt að velta Liverpool og Manchester City úr sessi. „Þeir hafa fjármunina og leikmennina. Við getum líka horft á örlög Liverpool sem héldu örugglega að þeir myndu vinna titilinn fljótt aftur þegar félagið vann hann árið 1990,“ sagði Ryan Giggs. Liverpool þurfti að bíða í þrjátíu ár eftir enska titlunum sem félagið vann loksins í sumar. „Meira að segja tók það Klopp fjögur og hálft ár að vinna titilinn. Þetta tekur langan tíma. Við getum bara hugsað til baka um það sem Klopp gerði á þessum árum,“ sagði Giggs. „Hann gerði liðið betra á hverju tímabili og vann svo Meistaradeildina. Þá sáum við hvað liðið var orðið miklu betra og um leið losnaði liðið við pressuna og blómstraði,“ sagði Giggs. „Hver einasti nýi knattspyrnustjóri og hver einasti nýji leikmaður eiga að vinna fyrir þig deildina en það er ekki þannig,“ sagði Giggs. David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho hafa allir þurft að taka pokann sinn á síðustu árum en Ole Gunnar Solskjær er að klára sitt annað ár með liðið í desember.
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira