Rúnari Alex Rúnarssyni tókst í gær nokkuð sem engum markverði Arsenal hafði tekist síðan um mitt sumar.
Rúnar Alex Rúnarsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vera í byrjunarliði Arsenal í þrjátíu ár þegar hann varði mark Arsenal-liðsins í Evrópudeildinni.
Arsenal keyptu Rúnar Alex frá franska liðinu Dijon í september og Mikel Arteta gaf honum síðan fyrsta tækifærið í gær.
Arsenal have kept a home clean sheet for the first time across all competitions since July 1st (vs. Norwich), ending a six-game run without one.
— Squawka Football (@Squawka) October 29, 2020
The Runar Runarsson effect. pic.twitter.com/JiHeTQtJs7
Frumraun Rúnars Alex gekk vel því hann hélt markinu hreinu og Arsenal vann 3-0 sigur á írska liðinu Dundalk.
Rúnar varð þar með fyrsti markvörður Arsenal síðan 1. júlí til að halda markinu hreinu í leik á Emirates leikvanginum.
Markverðir Arsenal voru nefnilega búnir að fá á sig mark í sex heimaleikjum í röð í öllum keppnum.
Hér fyrir neðan má svipmyndir frá frammistöðu Rúnars í leiknum í gær.