Trú í veraldlegu ríki Guðný Hjaltadóttir skrifar 30. október 2020 10:31 Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tjáningarfrelsi Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun