Smellumelir og popúlístar Svanur Guðmundsson skrifar 29. október 2020 20:45 Það er ekki nýtt að útgerðin í landinu liggi undir ósanngjarnri og illkvittinni umræðu en það er hins vegar fáheyrt að menn skuli grípa tækifærið í miðri baráttu við Covid-19 til þess að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Málefni tengd togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa hvatt óvildarmenn útgerðarinnar fram á ritvöllinn og fara þar fremstir í flokki, hinn landlausi fyrverandi formaður Viðreisnar; Benedikt Jóhannesson og ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson. Þórður Snær skrifar í grein sinni „Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð” sem birtist í Kjarnanum 26. október eftirfarandi ummæli: „Þegar einstaklingar innan jaðarsettra hópa, sem glíma oftar en ekki við alvarlegan fíknivanda, svipta hvorn annan frelsi og/eða valda skaða eru þeir réttilega dæmdir til fangelsisvistar, líkt og lög gera ráð fyrir." Satt best að segja er erfitt að átta sig á því sem ritstjórinn er að skrifa. Er hann að ræða um útgerð og áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS og líkja aðstæðum þar við við frelsissviptingu í heimi fíkniefnasjúklinga? Það er erfitt að taka svona ummæli alvarlega enda ekkert sem rennir stoðum undir slíkt. Ekki er hlutur Benedikts betri en hann hreinlega lýgur uppá framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem gerir út togararann í grein sinni „Kvótakerfið og Covid-kerfið“ í Morgunblaðinu 28 október. Það er einfaldlega ósatt að framkvæmdastjórinn hafi skipað sjómönnum að „hætta að væla og halda áfram að vinna”. Ekki nóg með það, þá heldur Benedikt áfram með þvæluna um eiginfjárbata útgerðarinnar sem margsinnis er búið að hrekjaútskýra sem og aðra útreikninga hans og tengir þvaðrið við það sem átti sér stað um borð í togaranum. Hvað kemur kvótakerfið og auðlindagjald kórónaveirunni við? Hvernig getur maðurinn leyft sér að tengja þetta tvennt saman, það gera bara popúlistar eða lýðsleikjur. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að skilja hatur og óvild þessara manna í garð útgerðarinnar í landinu. Hvað þá árásir á skipstjórann sem þarf að dveljast í einangrun og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta eru rökþrota menn sem nota tækifærið til að níðast á þeim sem lenda í veirusmiti á vinnustað. Það er viðurkennt að gerð voru mistök í því hvernig tekið var á smitinu sem kom upp um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Mistökin lágu í að ekki var talað við Landhelgisgæsluna einsog verkferlar sögðu til um en engin lög. Ekki er að sjá annað en að forráðamenn fyrirtækisins hafi margsinnis beðist afsökunar á því. En smellumelir halda áfram og skrækja eftir refsingum og rannsóknum af öllum þeim batteríum sem tiltæk eru til þess eins að halda umræðunni gangandi. Höfum í huga að það var rætt við heilbrigðisstarfsmenn í landi og metið hvort veikindi væru það alvarleg að það þyrfti að sigla í land. Skipið var aldrei meira en átta tíma stím frá næstu höfn. Fylgst var með ástandi sjómanna og þeir sem voru óvinnufærir ekki látnir vinna. Sem betur fer veiktust fáir illa af áhöfninni og veikindin ganga vonandi hratt yfir. En það er annar flötur á þessu máli. Ég veit að í samfélagi eins og í Hnífsdal og á Ísafirði er fólk sem er í sárum vegna þess sem þarna gerðist og veltir fyrir sér öryggi sinna sjómanna og hvernig þeim líður. Að þeim sárum er verið að hlúa að og þau þurfa að fá að gróa. Sjómennirnir eru eflaust ennþá veikir þarna og hef ég ekkert séð um hvernig þeirra heilsa er núnau líður. Sama á við um þá sjúklinga sem liggja veikir á sjúkrastofnunum eða heima hjá sér um allt land. Landið er allt í sárum vegna þessarar veiru sem tröllríður heimsbyggðinni og margir óttaslegnir með framhaldið. Það er ekki málið með þessa smellumeli, þeir hafa meiri áhuga á að sletta þurru á útgerð og velta upp algerlega ótengdu máli, auðlindagjaldi, öll meðul skulu notuð. Það myndi ekki standa á mér að mæta þeim til að ræða rekstrarumhverfi sjávarútvegs og allt það sem við gerum hér á landi á því sviði ef þeir vilja ræða málin af einhverri skynsemi. En ég tel að þessir menn séu ekki til þess fallnir að ræða viðbrögð við hópsýkingu um borð í frystitogara og hvað megi betur fara í þeim efnum. Úrlausn þeirra mála er betur komið í höndum þeirra sem fara með þau mál á hverjum tíma. Hvort við getum notað aðferðir heilbrigðiskerfisins eins og þær eru núna eða einhverjar aðrar aðferðir það veit ég ekki. En aðferðir Þórðar og Benedikts eru bara til að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera er þeirra markmið. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að útgerðin í landinu liggi undir ósanngjarnri og illkvittinni umræðu en það er hins vegar fáheyrt að menn skuli grípa tækifærið í miðri baráttu við Covid-19 til þess að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Málefni tengd togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa hvatt óvildarmenn útgerðarinnar fram á ritvöllinn og fara þar fremstir í flokki, hinn landlausi fyrverandi formaður Viðreisnar; Benedikt Jóhannesson og ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson. Þórður Snær skrifar í grein sinni „Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð” sem birtist í Kjarnanum 26. október eftirfarandi ummæli: „Þegar einstaklingar innan jaðarsettra hópa, sem glíma oftar en ekki við alvarlegan fíknivanda, svipta hvorn annan frelsi og/eða valda skaða eru þeir réttilega dæmdir til fangelsisvistar, líkt og lög gera ráð fyrir." Satt best að segja er erfitt að átta sig á því sem ritstjórinn er að skrifa. Er hann að ræða um útgerð og áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS og líkja aðstæðum þar við við frelsissviptingu í heimi fíkniefnasjúklinga? Það er erfitt að taka svona ummæli alvarlega enda ekkert sem rennir stoðum undir slíkt. Ekki er hlutur Benedikts betri en hann hreinlega lýgur uppá framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem gerir út togararann í grein sinni „Kvótakerfið og Covid-kerfið“ í Morgunblaðinu 28 október. Það er einfaldlega ósatt að framkvæmdastjórinn hafi skipað sjómönnum að „hætta að væla og halda áfram að vinna”. Ekki nóg með það, þá heldur Benedikt áfram með þvæluna um eiginfjárbata útgerðarinnar sem margsinnis er búið að hrekjaútskýra sem og aðra útreikninga hans og tengir þvaðrið við það sem átti sér stað um borð í togaranum. Hvað kemur kvótakerfið og auðlindagjald kórónaveirunni við? Hvernig getur maðurinn leyft sér að tengja þetta tvennt saman, það gera bara popúlistar eða lýðsleikjur. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að skilja hatur og óvild þessara manna í garð útgerðarinnar í landinu. Hvað þá árásir á skipstjórann sem þarf að dveljast í einangrun og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta eru rökþrota menn sem nota tækifærið til að níðast á þeim sem lenda í veirusmiti á vinnustað. Það er viðurkennt að gerð voru mistök í því hvernig tekið var á smitinu sem kom upp um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Mistökin lágu í að ekki var talað við Landhelgisgæsluna einsog verkferlar sögðu til um en engin lög. Ekki er að sjá annað en að forráðamenn fyrirtækisins hafi margsinnis beðist afsökunar á því. En smellumelir halda áfram og skrækja eftir refsingum og rannsóknum af öllum þeim batteríum sem tiltæk eru til þess eins að halda umræðunni gangandi. Höfum í huga að það var rætt við heilbrigðisstarfsmenn í landi og metið hvort veikindi væru það alvarleg að það þyrfti að sigla í land. Skipið var aldrei meira en átta tíma stím frá næstu höfn. Fylgst var með ástandi sjómanna og þeir sem voru óvinnufærir ekki látnir vinna. Sem betur fer veiktust fáir illa af áhöfninni og veikindin ganga vonandi hratt yfir. En það er annar flötur á þessu máli. Ég veit að í samfélagi eins og í Hnífsdal og á Ísafirði er fólk sem er í sárum vegna þess sem þarna gerðist og veltir fyrir sér öryggi sinna sjómanna og hvernig þeim líður. Að þeim sárum er verið að hlúa að og þau þurfa að fá að gróa. Sjómennirnir eru eflaust ennþá veikir þarna og hef ég ekkert séð um hvernig þeirra heilsa er núnau líður. Sama á við um þá sjúklinga sem liggja veikir á sjúkrastofnunum eða heima hjá sér um allt land. Landið er allt í sárum vegna þessarar veiru sem tröllríður heimsbyggðinni og margir óttaslegnir með framhaldið. Það er ekki málið með þessa smellumeli, þeir hafa meiri áhuga á að sletta þurru á útgerð og velta upp algerlega ótengdu máli, auðlindagjaldi, öll meðul skulu notuð. Það myndi ekki standa á mér að mæta þeim til að ræða rekstrarumhverfi sjávarútvegs og allt það sem við gerum hér á landi á því sviði ef þeir vilja ræða málin af einhverri skynsemi. En ég tel að þessir menn séu ekki til þess fallnir að ræða viðbrögð við hópsýkingu um borð í frystitogara og hvað megi betur fara í þeim efnum. Úrlausn þeirra mála er betur komið í höndum þeirra sem fara með þau mál á hverjum tíma. Hvort við getum notað aðferðir heilbrigðiskerfisins eins og þær eru núna eða einhverjar aðrar aðferðir það veit ég ekki. En aðferðir Þórðar og Benedikts eru bara til að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera er þeirra markmið. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun