Smellumelir og popúlístar Svanur Guðmundsson skrifar 29. október 2020 20:45 Það er ekki nýtt að útgerðin í landinu liggi undir ósanngjarnri og illkvittinni umræðu en það er hins vegar fáheyrt að menn skuli grípa tækifærið í miðri baráttu við Covid-19 til þess að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Málefni tengd togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa hvatt óvildarmenn útgerðarinnar fram á ritvöllinn og fara þar fremstir í flokki, hinn landlausi fyrverandi formaður Viðreisnar; Benedikt Jóhannesson og ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson. Þórður Snær skrifar í grein sinni „Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð” sem birtist í Kjarnanum 26. október eftirfarandi ummæli: „Þegar einstaklingar innan jaðarsettra hópa, sem glíma oftar en ekki við alvarlegan fíknivanda, svipta hvorn annan frelsi og/eða valda skaða eru þeir réttilega dæmdir til fangelsisvistar, líkt og lög gera ráð fyrir." Satt best að segja er erfitt að átta sig á því sem ritstjórinn er að skrifa. Er hann að ræða um útgerð og áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS og líkja aðstæðum þar við við frelsissviptingu í heimi fíkniefnasjúklinga? Það er erfitt að taka svona ummæli alvarlega enda ekkert sem rennir stoðum undir slíkt. Ekki er hlutur Benedikts betri en hann hreinlega lýgur uppá framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem gerir út togararann í grein sinni „Kvótakerfið og Covid-kerfið“ í Morgunblaðinu 28 október. Það er einfaldlega ósatt að framkvæmdastjórinn hafi skipað sjómönnum að „hætta að væla og halda áfram að vinna”. Ekki nóg með það, þá heldur Benedikt áfram með þvæluna um eiginfjárbata útgerðarinnar sem margsinnis er búið að hrekjaútskýra sem og aðra útreikninga hans og tengir þvaðrið við það sem átti sér stað um borð í togaranum. Hvað kemur kvótakerfið og auðlindagjald kórónaveirunni við? Hvernig getur maðurinn leyft sér að tengja þetta tvennt saman, það gera bara popúlistar eða lýðsleikjur. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að skilja hatur og óvild þessara manna í garð útgerðarinnar í landinu. Hvað þá árásir á skipstjórann sem þarf að dveljast í einangrun og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta eru rökþrota menn sem nota tækifærið til að níðast á þeim sem lenda í veirusmiti á vinnustað. Það er viðurkennt að gerð voru mistök í því hvernig tekið var á smitinu sem kom upp um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Mistökin lágu í að ekki var talað við Landhelgisgæsluna einsog verkferlar sögðu til um en engin lög. Ekki er að sjá annað en að forráðamenn fyrirtækisins hafi margsinnis beðist afsökunar á því. En smellumelir halda áfram og skrækja eftir refsingum og rannsóknum af öllum þeim batteríum sem tiltæk eru til þess eins að halda umræðunni gangandi. Höfum í huga að það var rætt við heilbrigðisstarfsmenn í landi og metið hvort veikindi væru það alvarleg að það þyrfti að sigla í land. Skipið var aldrei meira en átta tíma stím frá næstu höfn. Fylgst var með ástandi sjómanna og þeir sem voru óvinnufærir ekki látnir vinna. Sem betur fer veiktust fáir illa af áhöfninni og veikindin ganga vonandi hratt yfir. En það er annar flötur á þessu máli. Ég veit að í samfélagi eins og í Hnífsdal og á Ísafirði er fólk sem er í sárum vegna þess sem þarna gerðist og veltir fyrir sér öryggi sinna sjómanna og hvernig þeim líður. Að þeim sárum er verið að hlúa að og þau þurfa að fá að gróa. Sjómennirnir eru eflaust ennþá veikir þarna og hef ég ekkert séð um hvernig þeirra heilsa er núnau líður. Sama á við um þá sjúklinga sem liggja veikir á sjúkrastofnunum eða heima hjá sér um allt land. Landið er allt í sárum vegna þessarar veiru sem tröllríður heimsbyggðinni og margir óttaslegnir með framhaldið. Það er ekki málið með þessa smellumeli, þeir hafa meiri áhuga á að sletta þurru á útgerð og velta upp algerlega ótengdu máli, auðlindagjaldi, öll meðul skulu notuð. Það myndi ekki standa á mér að mæta þeim til að ræða rekstrarumhverfi sjávarútvegs og allt það sem við gerum hér á landi á því sviði ef þeir vilja ræða málin af einhverri skynsemi. En ég tel að þessir menn séu ekki til þess fallnir að ræða viðbrögð við hópsýkingu um borð í frystitogara og hvað megi betur fara í þeim efnum. Úrlausn þeirra mála er betur komið í höndum þeirra sem fara með þau mál á hverjum tíma. Hvort við getum notað aðferðir heilbrigðiskerfisins eins og þær eru núna eða einhverjar aðrar aðferðir það veit ég ekki. En aðferðir Þórðar og Benedikts eru bara til að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera er þeirra markmið. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að útgerðin í landinu liggi undir ósanngjarnri og illkvittinni umræðu en það er hins vegar fáheyrt að menn skuli grípa tækifærið í miðri baráttu við Covid-19 til þess að ráðast á grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Málefni tengd togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa hvatt óvildarmenn útgerðarinnar fram á ritvöllinn og fara þar fremstir í flokki, hinn landlausi fyrverandi formaður Viðreisnar; Benedikt Jóhannesson og ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson. Þórður Snær skrifar í grein sinni „Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð” sem birtist í Kjarnanum 26. október eftirfarandi ummæli: „Þegar einstaklingar innan jaðarsettra hópa, sem glíma oftar en ekki við alvarlegan fíknivanda, svipta hvorn annan frelsi og/eða valda skaða eru þeir réttilega dæmdir til fangelsisvistar, líkt og lög gera ráð fyrir." Satt best að segja er erfitt að átta sig á því sem ritstjórinn er að skrifa. Er hann að ræða um útgerð og áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS og líkja aðstæðum þar við við frelsissviptingu í heimi fíkniefnasjúklinga? Það er erfitt að taka svona ummæli alvarlega enda ekkert sem rennir stoðum undir slíkt. Ekki er hlutur Benedikts betri en hann hreinlega lýgur uppá framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem gerir út togararann í grein sinni „Kvótakerfið og Covid-kerfið“ í Morgunblaðinu 28 október. Það er einfaldlega ósatt að framkvæmdastjórinn hafi skipað sjómönnum að „hætta að væla og halda áfram að vinna”. Ekki nóg með það, þá heldur Benedikt áfram með þvæluna um eiginfjárbata útgerðarinnar sem margsinnis er búið að hrekjaútskýra sem og aðra útreikninga hans og tengir þvaðrið við það sem átti sér stað um borð í togaranum. Hvað kemur kvótakerfið og auðlindagjald kórónaveirunni við? Hvernig getur maðurinn leyft sér að tengja þetta tvennt saman, það gera bara popúlistar eða lýðsleikjur. Ég verð að segja eins og er að ég á erfitt með að skilja hatur og óvild þessara manna í garð útgerðarinnar í landinu. Hvað þá árásir á skipstjórann sem þarf að dveljast í einangrun og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta eru rökþrota menn sem nota tækifærið til að níðast á þeim sem lenda í veirusmiti á vinnustað. Það er viðurkennt að gerð voru mistök í því hvernig tekið var á smitinu sem kom upp um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Mistökin lágu í að ekki var talað við Landhelgisgæsluna einsog verkferlar sögðu til um en engin lög. Ekki er að sjá annað en að forráðamenn fyrirtækisins hafi margsinnis beðist afsökunar á því. En smellumelir halda áfram og skrækja eftir refsingum og rannsóknum af öllum þeim batteríum sem tiltæk eru til þess eins að halda umræðunni gangandi. Höfum í huga að það var rætt við heilbrigðisstarfsmenn í landi og metið hvort veikindi væru það alvarleg að það þyrfti að sigla í land. Skipið var aldrei meira en átta tíma stím frá næstu höfn. Fylgst var með ástandi sjómanna og þeir sem voru óvinnufærir ekki látnir vinna. Sem betur fer veiktust fáir illa af áhöfninni og veikindin ganga vonandi hratt yfir. En það er annar flötur á þessu máli. Ég veit að í samfélagi eins og í Hnífsdal og á Ísafirði er fólk sem er í sárum vegna þess sem þarna gerðist og veltir fyrir sér öryggi sinna sjómanna og hvernig þeim líður. Að þeim sárum er verið að hlúa að og þau þurfa að fá að gróa. Sjómennirnir eru eflaust ennþá veikir þarna og hef ég ekkert séð um hvernig þeirra heilsa er núnau líður. Sama á við um þá sjúklinga sem liggja veikir á sjúkrastofnunum eða heima hjá sér um allt land. Landið er allt í sárum vegna þessarar veiru sem tröllríður heimsbyggðinni og margir óttaslegnir með framhaldið. Það er ekki málið með þessa smellumeli, þeir hafa meiri áhuga á að sletta þurru á útgerð og velta upp algerlega ótengdu máli, auðlindagjaldi, öll meðul skulu notuð. Það myndi ekki standa á mér að mæta þeim til að ræða rekstrarumhverfi sjávarútvegs og allt það sem við gerum hér á landi á því sviði ef þeir vilja ræða málin af einhverri skynsemi. En ég tel að þessir menn séu ekki til þess fallnir að ræða viðbrögð við hópsýkingu um borð í frystitogara og hvað megi betur fara í þeim efnum. Úrlausn þeirra mála er betur komið í höndum þeirra sem fara með þau mál á hverjum tíma. Hvort við getum notað aðferðir heilbrigðiskerfisins eins og þær eru núna eða einhverjar aðrar aðferðir það veit ég ekki. En aðferðir Þórðar og Benedikts eru bara til að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera er þeirra markmið. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar