Allir starfsmenn og þorri nemenda í skimun Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 20:09 Fimm starfsmenn Ölduselsskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Reykjavíkurborg Vel hefur tekist að ná utan hópsýkinguna sem kom upp í Ölduselsskóla í Breiðholti. Hátt í fimmtíu smit komu upp innan skólans, flest meðal nemenda, og hafa tengd smit verið staðfest utan skólans. Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri segir alla innan skólans hafa lagst á eitt til þess að bregðast við sýkingunni. Gripið hafi verið til harðra aðgerða og allir hafi verið tilbúnir að leggja sitt af mörkum. „Það fóru allir starfsmenn í sýnatöku, líka þeir sem voru ekki endilega útsettir fyrir smiti, svo við höfum náð svolítið vel utan um það. Þorri nemenda hafa farið í skimun líka svo við teljum okkur vera með svolítið góða mynd af stöðunni núna,“ sagði Elínrós í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir dæmi um að starfsfólk og nemendur hafi ekki mætt í skólann í dag og sumir taki sér einnig frí á morgun. Það sé eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Það er alveg eðlilegt að það sé ákveðin hræðsla og ótti. Við erum bara að vinna þetta saman, upplýsingar hafa borist vel og örugglega út í allt skólasamfélagið, en að sjálfsögðu voru einhverjir heima, bæði náttúrulega þeir sem eru smitaðir og þeir sem eru komnir í sóttkví út frá þeim smitum.“ Hún segir skólastjórnendur þó spennta fyrir því að taka á móti sem flestum á mánudag. „Einhverjir ákváðu að vera heima í dag og jafnvel á morgun og koma svo bara eftir helgi. Við hlökkum til að sjá nemendur þá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Næstum tvö hundruð smitaðir í hópsýkingum á Landakoti og í Ölduselsskóla Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að samfélagssmit hafi færst í aukana undanfarið. 29. október 2020 11:22 Rúmlega tuttugu smitaðir í Ölduselsskóla Alls hafa rúmlega tuttugu starfsmenn og nemendur í Ölduselsskóla í Reykjavík greinst smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19. 28. október 2020 13:08 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Sjá meira
Vel hefur tekist að ná utan hópsýkinguna sem kom upp í Ölduselsskóla í Breiðholti. Hátt í fimmtíu smit komu upp innan skólans, flest meðal nemenda, og hafa tengd smit verið staðfest utan skólans. Elínrós Benediktsdóttir skólastjóri segir alla innan skólans hafa lagst á eitt til þess að bregðast við sýkingunni. Gripið hafi verið til harðra aðgerða og allir hafi verið tilbúnir að leggja sitt af mörkum. „Það fóru allir starfsmenn í sýnatöku, líka þeir sem voru ekki endilega útsettir fyrir smiti, svo við höfum náð svolítið vel utan um það. Þorri nemenda hafa farið í skimun líka svo við teljum okkur vera með svolítið góða mynd af stöðunni núna,“ sagði Elínrós í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir dæmi um að starfsfólk og nemendur hafi ekki mætt í skólann í dag og sumir taki sér einnig frí á morgun. Það sé eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Það er alveg eðlilegt að það sé ákveðin hræðsla og ótti. Við erum bara að vinna þetta saman, upplýsingar hafa borist vel og örugglega út í allt skólasamfélagið, en að sjálfsögðu voru einhverjir heima, bæði náttúrulega þeir sem eru smitaðir og þeir sem eru komnir í sóttkví út frá þeim smitum.“ Hún segir skólastjórnendur þó spennta fyrir því að taka á móti sem flestum á mánudag. „Einhverjir ákváðu að vera heima í dag og jafnvel á morgun og koma svo bara eftir helgi. Við hlökkum til að sjá nemendur þá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Næstum tvö hundruð smitaðir í hópsýkingum á Landakoti og í Ölduselsskóla Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að samfélagssmit hafi færst í aukana undanfarið. 29. október 2020 11:22 Rúmlega tuttugu smitaðir í Ölduselsskóla Alls hafa rúmlega tuttugu starfsmenn og nemendur í Ölduselsskóla í Reykjavík greinst smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19. 28. október 2020 13:08 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Sjá meira
Næstum tvö hundruð smitaðir í hópsýkingum á Landakoti og í Ölduselsskóla Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að samfélagssmit hafi færst í aukana undanfarið. 29. október 2020 11:22
Rúmlega tuttugu smitaðir í Ölduselsskóla Alls hafa rúmlega tuttugu starfsmenn og nemendur í Ölduselsskóla í Reykjavík greinst smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19. 28. október 2020 13:08