Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 18:34 Löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Vísir/Þórdís Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Verslunarstjóri búðarinnar segir ljóst að áhugi landsmanna á hrekkjavökunni sé mikill þetta árið. „Við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu löng röðin væri fyrir utan, við erum mjög dugleg hérna inni. Það eru komnir tveir í að halda tveggja metra reglunni úti líka,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri í samtali við Vísi. Gagnrýni hafði verið birt á samfélagsmiðlum vegna raðarinnar þar sem ljóst þótti að tveggja metra reglan var ekki virt. Strangar sóttvarnareglur hafa verið í gildi í búðinni undanfarnar vikur, líkt og í samfélaginu öllu, enda sífellt fleiri sem kjósa að halda upp á hrekkjavökuna. Þannig fær enginn að koma inn nema með grímu og öllum gert að spritta sig áður en gengið er inn að sögn Valgerðar. „Svo er bara labbað eftir línum. Þú getur ekkert farið um búðina eins og þú vilt, þú verður að elta þína línu. Við reynum að passa upp á allt hérna.“ Meiri fjölskylduhátíð í ár Valgerður ræddi áhuga landsmanna á hrekkjavökunni í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði hátíðina fram að þessu hafa verið bæði fyrir börn og fullorðna. Í ár sé þetta meiri fjölskylduhátíð en áður. „Núna sýnist okkur að það verði einblínt á fjölskylduna. Það er verið að gera eitthvað fyrir krakkana heima. Fólk er að taka þessu mjög alvarlega,“ sagði Valgerður, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvatti landsmenn í gær til þess að halda upp á hátíðina heima fyrir. Þannig eru það ekki einungis grasker sem virðast rjúka út úr verslunum um þessar mundir, heldur einnig óhugnanlegt skraut og fleira drungalegt í anda hrekkjavökunnar. Gluggaskraut er sérstaklega vinsælt að sögn Valgerðar, en það sé í takt við þróun síðustu ára. „Undanfarin ár hefur verið rosaleg aukning á milli ára.“ Hrekkjavaka Reykjavík síðdegis Reykjavík Verslun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Verslunarstjóri búðarinnar segir ljóst að áhugi landsmanna á hrekkjavökunni sé mikill þetta árið. „Við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu löng röðin væri fyrir utan, við erum mjög dugleg hérna inni. Það eru komnir tveir í að halda tveggja metra reglunni úti líka,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri í samtali við Vísi. Gagnrýni hafði verið birt á samfélagsmiðlum vegna raðarinnar þar sem ljóst þótti að tveggja metra reglan var ekki virt. Strangar sóttvarnareglur hafa verið í gildi í búðinni undanfarnar vikur, líkt og í samfélaginu öllu, enda sífellt fleiri sem kjósa að halda upp á hrekkjavökuna. Þannig fær enginn að koma inn nema með grímu og öllum gert að spritta sig áður en gengið er inn að sögn Valgerðar. „Svo er bara labbað eftir línum. Þú getur ekkert farið um búðina eins og þú vilt, þú verður að elta þína línu. Við reynum að passa upp á allt hérna.“ Meiri fjölskylduhátíð í ár Valgerður ræddi áhuga landsmanna á hrekkjavökunni í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði hátíðina fram að þessu hafa verið bæði fyrir börn og fullorðna. Í ár sé þetta meiri fjölskylduhátíð en áður. „Núna sýnist okkur að það verði einblínt á fjölskylduna. Það er verið að gera eitthvað fyrir krakkana heima. Fólk er að taka þessu mjög alvarlega,“ sagði Valgerður, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvatti landsmenn í gær til þess að halda upp á hátíðina heima fyrir. Þannig eru það ekki einungis grasker sem virðast rjúka út úr verslunum um þessar mundir, heldur einnig óhugnanlegt skraut og fleira drungalegt í anda hrekkjavökunnar. Gluggaskraut er sérstaklega vinsælt að sögn Valgerðar, en það sé í takt við þróun síðustu ára. „Undanfarin ár hefur verið rosaleg aukning á milli ára.“
Hrekkjavaka Reykjavík síðdegis Reykjavík Verslun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira