Kerfisþolinn Jón Pétursson skrifar 28. október 2020 20:16 Til Miðflokksins leita reglulega einstaklingar sem hafa eða telja sig hafa orðið fyrir ósanngjarnri meðhöndlun af kerfinu. Frá því að flokkurinn birti auglýsingu þess efnis hafa streymt hundruð slíkra frásagna og eru þær enn að berast. Hér eftir fer ein slík: Ríkisstjórnin auglýsti nýlega verkefnið „allir vinna“. Verkefnið gengur út á að einstaklingar fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við endurbætur á húsnæði og viðgerðir á fólksbifreiðum. Maður fór í góðri trú og lét gera við bílinn sinn en virðisaukaskatturinn af vinnuliðnum var heilar 27 þúsund krónur. Þessi maður býr við þær aðstæður að hann þarf að notast við fjórhjóladrifsbíl stóran hluta ársins. Bifreiðin er í þessu tilfelli Toyota Hilux „double cab“ Þegar maðurinn sótti um endurgreiðslu var honum tjáð að reglurnar giltu ekki um sendiferðabíla! Ekki vildi hann una þeirri niðurstöðu heldur leitaði sér frekari upplýsinga. Skilningur skattsins var sá að væri farþegarýmið lengra en farangursrýmið væri sannarlega um fólksbifreið að ræða. Farangursrýmið var 160 cm að lengd, þ.e. pallur bílsins sem er yfirbyggður, en farþegarýmið röskir tveir metrar. Túlkun samgöngustofu var önnur og eru bílar með palli skilgreindir sem sendiferðabílar. „REGLUGERÐ NR. 822/2004 UM GERÐ OG BÚNAÐ ÖKUTÆKJA“ Hefði viðkomandi maður á sínum tíma keypt Landcruiser í stað Hilux hefði hann fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Upphæðin sem slík er ekki stóra málið í þessu tilfelli heldur óskýrar reglur sem leiddu til mikillar skriffinnsku, fyrirspurna og athuganna innan kerfisins. Kostnaðurinn við það er að öllum líkindum miklu meiri en þær 27 þúsundir sem manninum var neitað um. Er ekki eitthvað að? Fjöldinn allur af svipuðum málum hefur Miðflokkurinn fengið inn á sitt borð. Þau eiga það flest sameiginlegt að flókið regluverk gerir einstaklingum og litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Kostnaður kerfisins getur verið mikill, hann greiða skattborgarar hvort sem þeim líkar betur eða verr, en kostnaður einstaklinganna getur verið óyfirstíganlegur. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Til Miðflokksins leita reglulega einstaklingar sem hafa eða telja sig hafa orðið fyrir ósanngjarnri meðhöndlun af kerfinu. Frá því að flokkurinn birti auglýsingu þess efnis hafa streymt hundruð slíkra frásagna og eru þær enn að berast. Hér eftir fer ein slík: Ríkisstjórnin auglýsti nýlega verkefnið „allir vinna“. Verkefnið gengur út á að einstaklingar fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við endurbætur á húsnæði og viðgerðir á fólksbifreiðum. Maður fór í góðri trú og lét gera við bílinn sinn en virðisaukaskatturinn af vinnuliðnum var heilar 27 þúsund krónur. Þessi maður býr við þær aðstæður að hann þarf að notast við fjórhjóladrifsbíl stóran hluta ársins. Bifreiðin er í þessu tilfelli Toyota Hilux „double cab“ Þegar maðurinn sótti um endurgreiðslu var honum tjáð að reglurnar giltu ekki um sendiferðabíla! Ekki vildi hann una þeirri niðurstöðu heldur leitaði sér frekari upplýsinga. Skilningur skattsins var sá að væri farþegarýmið lengra en farangursrýmið væri sannarlega um fólksbifreið að ræða. Farangursrýmið var 160 cm að lengd, þ.e. pallur bílsins sem er yfirbyggður, en farþegarýmið röskir tveir metrar. Túlkun samgöngustofu var önnur og eru bílar með palli skilgreindir sem sendiferðabílar. „REGLUGERÐ NR. 822/2004 UM GERÐ OG BÚNAÐ ÖKUTÆKJA“ Hefði viðkomandi maður á sínum tíma keypt Landcruiser í stað Hilux hefði hann fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Upphæðin sem slík er ekki stóra málið í þessu tilfelli heldur óskýrar reglur sem leiddu til mikillar skriffinnsku, fyrirspurna og athuganna innan kerfisins. Kostnaðurinn við það er að öllum líkindum miklu meiri en þær 27 þúsundir sem manninum var neitað um. Er ekki eitthvað að? Fjöldinn allur af svipuðum málum hefur Miðflokkurinn fengið inn á sitt borð. Þau eiga það flest sameiginlegt að flókið regluverk gerir einstaklingum og litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Kostnaður kerfisins getur verið mikill, hann greiða skattborgarar hvort sem þeim líkar betur eða verr, en kostnaður einstaklinganna getur verið óyfirstíganlegur. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar