Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:02 Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Svövu Kristínu í blíðskaparveðri fyrr í dag. Stöð 2 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands
Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Sjá meira
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37