Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:02 Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Svövu Kristínu í blíðskaparveðri fyrr í dag. Stöð 2 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir vegna lestarkaós í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. Þá telur hann einnig að Ísrael hefði getað hafið undirbúning fyrr þar sem þeir báðu jú Íslendinga um að víxla heimaleikjum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Við fengum bréf frá handknattleikssambandi Evrópu í morgun og þess efnis að leiknum væri sem sagt frestað og ástæðurnar sem eru gefnar að Ísraelsmenn er í vandræðum með ferðalög til Íslands,“ sagði Róbert Geir við Svövu Kristínu á Suðurlandsbrautinni fyrr í dag. „Ísraelsmenn eru hræddir við sóttvarnarreglur þegar þeir snúa til baka. Við gefum ekkert mikið fyrir þær ástæður að svo stöddu. Þeir hefðu þurft að taka þrjú flug við komuna til Íslands. Við erum vön því að taka flug, tvö til þrjú, í alla okkar útileiki. Eins að jafnvel þurfa að gista á leiðinni. Okkur finnst það því ekki merkilegar ástæður.“ „Eins var ekki að Covid ekki að byrja í gær. Það hefur alveg legið fyrir í langan tíma að þeir hafi átt á hættu að fara í sóttkví heima. Okkur finnst það líka hálf ódýrt, sérstaklega því það á að reyna láta leikinn gegn Portúgal fara fram og ástandið þar er verra en hér á landi,“ sagði framkvæmdastjórinn jafnframt. „Við allavega ákváðum að mótmæla [frestuninni] og sendum bréf á Evrópusambandið í morgun. Báðum um ástæður en við höfum ekki fengið nein svör við því erindi enn þá. Ísrael vildi víxla á heimaleikjum „Við fengum upphaflega beiðni frá þeim um að víxla heimaleikjum. Það er út af því það er útgöngubann í Ísrael og því geta þeir ekki spilað þar. Þeir hefðu getað gert sér grein fyrir því að ferðalagið hingað væri flókið og hefðu átt að hefja undirbúning strax. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert.“ „Gríðarlegur kostnaður. Erum búnir að vinna að undirbúningi í margar vikur til að láta þetta verða að veruleika. Það eru strangar sóttvarnarreglur á Íslandi og þurfum að undirgangast þær. Leikurinn gegn Litháen er á dagskrá og við svo sannarlega vonum að það standi,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum varðandi þær ráðstafanir sem HSÍ hefur þurft að gera vegna leiksins. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ um frestun á leik Íslands
Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir vegna lestarkaós í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Sjá meira
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37