Um hlutanna eðli, hamfarir og hnípna þjóð í vanda Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 28. október 2020 08:00 Undanfarið hafa verið í Ríkissjónvarpinu mjög áhugaverðir þættir um líf snillingsins Alberts Einsteins. Einstein skynjaði eðli og innsta kjarna hlutanna. Hann vissi að sömu náttúrulögmál gilda í öllum alheiminum og að á sama tíma eru hlutirnir breytilegir eftir því frá hvaða sjónarhorni þeir eru skoðaðir. Tími og rúm eru afstæðir hlutir. Ljósið bognar er það nálgast sólina. Við erum í dag að ganga í gegnum náttúruhamfarir. Þessi veira sem geisar um Jörðina alla kemur úr náttúrunni. Hún fer eftir eðli sínu sem náttúran ein hefur ákvarðað. Á sama hátt og frumefni lotukerfisins hafa ákveðið eðli, er veiran með ákveðin einkenni og hegðar sér á ákveðinn hátt. Eiturefni í náttúrunni eru t.d. efni eins og kadmíum, úraníum og strontíum. Kadmíum þekkjum við Íslendingar vel. Það berst með eldgosum út í andrúmsloftið og sest í mosa og vötn, þar sem það getur haft áhrif á lífríki. Að sama skapi er COVID-19 veiran náttúrlegt fyrirbæri. Faraldur hennar eru náttúruhamfarir eins og eldgos eða flóð. Faraldurinn er hins vegar langvinnur og erfiður, þar sem hann stendur mánuðum eða árum saman. Það má kannski líkja þessu við Kröfluelda. Þegar fræðingar sögðu að eldunum væri loksins lokið, gaus gjarnan næsta dag. Alveg eins og þegar um eiturefni er að ræða, þá gerir veiran ekki mannamun. Náttúran getur verið viðskotaill og þessi veira náttúrunnar fer ekki eftir pólitík, samsæriskenningum eða skoðunum fólks. Hún fer einfaldlega eftir sínu eigin náttúrulega eðli. Við skulum því ekki kenna fólki um þessa veiru. Við skulum ekki kenna Almannavörnum um veiruna. Við skulum ekki kenna starfsfólki Landspítalans, Landakots eða Sólvalla um veiruna. Við myndum ekki kenna þeim um, ef það væri eldgos í gangi? Auðvitað geta alltaf orðið mistök. Það er mannlegt eðli að gera mistök og við myndum líka gera mistök ef við værum að bregðast við eldgosi eða flóði. Þórólfur Guðnason, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson og Páll Matthíasson eru öll að gera sitt allra, allra besta. Við skulum gefa þeim tækifæri, tíma og ráðrúm til að vinna vinnuna sína. Við Íslendingar skulum hætta að rífast. Leggjum niður vopn. Sameinuð getum við sigrast á ógninni sem er veiran sjálf. Ég hvet alla íbúa Íslands til dáða! Eitt sinn var gert manntal þegar Kýreneus var landsstjóri á í Sýrlandi. Þá snéri hver maður sér til sinnar borgar. Við búum líka svo vel hér á Íslandi að eiga þjóðkirkju sem stóð með okkur í Móðuharðindunum 1783-1785. Sú forna kirkja hefur staðið með þjóðinni um aldir. Hún er mörgum vígi eða borg. Núna skulum við öll fara inn á við og leita styrks hver í sinni borg, hver í sínum söfnuði og í sínu heimspekilega virki. Fjölmenningarsamfélagið Ísland getur fundið sinn styrk, hvert í sinni trú, heimspeki eða lífsskoðun. Við þurfum ekki öll að vera eins, en sameinuð erum við sterk. Hættum að kíta! Stöndum saman! Sameinuð getum við sigrast á þessari ógn! Höfundur er þýðandi og framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið í Ríkissjónvarpinu mjög áhugaverðir þættir um líf snillingsins Alberts Einsteins. Einstein skynjaði eðli og innsta kjarna hlutanna. Hann vissi að sömu náttúrulögmál gilda í öllum alheiminum og að á sama tíma eru hlutirnir breytilegir eftir því frá hvaða sjónarhorni þeir eru skoðaðir. Tími og rúm eru afstæðir hlutir. Ljósið bognar er það nálgast sólina. Við erum í dag að ganga í gegnum náttúruhamfarir. Þessi veira sem geisar um Jörðina alla kemur úr náttúrunni. Hún fer eftir eðli sínu sem náttúran ein hefur ákvarðað. Á sama hátt og frumefni lotukerfisins hafa ákveðið eðli, er veiran með ákveðin einkenni og hegðar sér á ákveðinn hátt. Eiturefni í náttúrunni eru t.d. efni eins og kadmíum, úraníum og strontíum. Kadmíum þekkjum við Íslendingar vel. Það berst með eldgosum út í andrúmsloftið og sest í mosa og vötn, þar sem það getur haft áhrif á lífríki. Að sama skapi er COVID-19 veiran náttúrlegt fyrirbæri. Faraldur hennar eru náttúruhamfarir eins og eldgos eða flóð. Faraldurinn er hins vegar langvinnur og erfiður, þar sem hann stendur mánuðum eða árum saman. Það má kannski líkja þessu við Kröfluelda. Þegar fræðingar sögðu að eldunum væri loksins lokið, gaus gjarnan næsta dag. Alveg eins og þegar um eiturefni er að ræða, þá gerir veiran ekki mannamun. Náttúran getur verið viðskotaill og þessi veira náttúrunnar fer ekki eftir pólitík, samsæriskenningum eða skoðunum fólks. Hún fer einfaldlega eftir sínu eigin náttúrulega eðli. Við skulum því ekki kenna fólki um þessa veiru. Við skulum ekki kenna Almannavörnum um veiruna. Við skulum ekki kenna starfsfólki Landspítalans, Landakots eða Sólvalla um veiruna. Við myndum ekki kenna þeim um, ef það væri eldgos í gangi? Auðvitað geta alltaf orðið mistök. Það er mannlegt eðli að gera mistök og við myndum líka gera mistök ef við værum að bregðast við eldgosi eða flóði. Þórólfur Guðnason, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson og Páll Matthíasson eru öll að gera sitt allra, allra besta. Við skulum gefa þeim tækifæri, tíma og ráðrúm til að vinna vinnuna sína. Við Íslendingar skulum hætta að rífast. Leggjum niður vopn. Sameinuð getum við sigrast á ógninni sem er veiran sjálf. Ég hvet alla íbúa Íslands til dáða! Eitt sinn var gert manntal þegar Kýreneus var landsstjóri á í Sýrlandi. Þá snéri hver maður sér til sinnar borgar. Við búum líka svo vel hér á Íslandi að eiga þjóðkirkju sem stóð með okkur í Móðuharðindunum 1783-1785. Sú forna kirkja hefur staðið með þjóðinni um aldir. Hún er mörgum vígi eða borg. Núna skulum við öll fara inn á við og leita styrks hver í sinni borg, hver í sínum söfnuði og í sínu heimspekilega virki. Fjölmenningarsamfélagið Ísland getur fundið sinn styrk, hvert í sinni trú, heimspeki eða lífsskoðun. Við þurfum ekki öll að vera eins, en sameinuð erum við sterk. Hættum að kíta! Stöndum saman! Sameinuð getum við sigrast á þessari ógn! Höfundur er þýðandi og framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun