Vardy náði Ryan Giggs í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 11:01 Jamie Vardy fagnar sigurmarki Leicester á móti Arsenal í gær. EPA-EFE/Catherine Ivill Jamie Vardy byrjaði kannski á bekknum í 1-0 sigri Leicester á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var hann sem réði á endanum úrslitum í leiknum. Vardy skallaði boltann inn á 80. mínútu leiksins og þetta eina skot Leicester í leiknum var nóg til að landa öllum þremur stigunum. „Hugmyndin var alltaf að setja Jamie inn. Hann er ógnar mikið og kemur með sjálfstraust inn í liðið. Hann er heimsklassa framherji,“ sagði Brendan Rodgers við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og við hefðum vilja láta hann byrja leikinn en hann hefur verið frá vegna kálfameiðsla og við urðum að passa upp á hann. Planið var að vera enn inn í leiknum og láta hann spila síðasta hálftímann. Hann lítur út fyrir að vera að fara að skora í hverjum leik,“ sagði Rodgers. Jamie Vardy just loves playing Arsenal doesn t he? Premier League goal number 109, level with Ryan Giggs. pic.twitter.com/s5PPsMVK9w— Betfair (@Betfair) October 25, 2020 Þetta var fyrsti sigur Leicester á Arsenal í 47 ár en þrátt fyrir það hefur Jamie Vardy náð að skora 11 mörk í 12 deildarleikjum á móti Arsenal. Nú loksins dugði mark frá honum til sigurs. Nú er það bara Wayne Rooney sem hefur skorað oftar hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Vardy hélt áfram að raða inn mörkunum á móti risunum en hann er nú kominn með 26 mörk í 36 leikjum á móri Arsenal (12/11), Manchester City (13/8) og Liverpool (11/7) og hefur svo sannarlega verið maður stóru leikjanna. Jamie Vardy skoraði þarna sitt 109. mark í ensku úrvalsdeildinni og komst þar með upp fyrir Peter Crouch og upp að hlið Ryan Giggs. Giggs spilaði auðvitað aftar á vellinum en Vardy. Vardy spilaði aftur á móti sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni ekki fyrr en hann var 25 ára gamall. Jamie Vardy scores against Arsenal for the 11th time in 12 games pic.twitter.com/7E8RJkx17I— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Jamie Vardy hjálpaði Leicester vissulega að vinna enska meistaratitilinn á sínum tíma en hann hefur gjörsamlega blómstrað síðan að Brendan Rodgers tók við liðinu. Það var í febrúar 2019 og síðan hefur Vardy skorað 39 mörk í 51 leik í ensku úrvalsdeildinni. Hinir leikmenn Leicester hafa skorað samanlagt 57 mörk á þessum tíma. Vardy var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 23 mörk og hefur síðan skorað á 64 mínútna fresti í deildinni á núverandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Jamie Vardy byrjaði kannski á bekknum í 1-0 sigri Leicester á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var hann sem réði á endanum úrslitum í leiknum. Vardy skallaði boltann inn á 80. mínútu leiksins og þetta eina skot Leicester í leiknum var nóg til að landa öllum þremur stigunum. „Hugmyndin var alltaf að setja Jamie inn. Hann er ógnar mikið og kemur með sjálfstraust inn í liðið. Hann er heimsklassa framherji,“ sagði Brendan Rodgers við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og við hefðum vilja láta hann byrja leikinn en hann hefur verið frá vegna kálfameiðsla og við urðum að passa upp á hann. Planið var að vera enn inn í leiknum og láta hann spila síðasta hálftímann. Hann lítur út fyrir að vera að fara að skora í hverjum leik,“ sagði Rodgers. Jamie Vardy just loves playing Arsenal doesn t he? Premier League goal number 109, level with Ryan Giggs. pic.twitter.com/s5PPsMVK9w— Betfair (@Betfair) October 25, 2020 Þetta var fyrsti sigur Leicester á Arsenal í 47 ár en þrátt fyrir það hefur Jamie Vardy náð að skora 11 mörk í 12 deildarleikjum á móti Arsenal. Nú loksins dugði mark frá honum til sigurs. Nú er það bara Wayne Rooney sem hefur skorað oftar hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Vardy hélt áfram að raða inn mörkunum á móti risunum en hann er nú kominn með 26 mörk í 36 leikjum á móri Arsenal (12/11), Manchester City (13/8) og Liverpool (11/7) og hefur svo sannarlega verið maður stóru leikjanna. Jamie Vardy skoraði þarna sitt 109. mark í ensku úrvalsdeildinni og komst þar með upp fyrir Peter Crouch og upp að hlið Ryan Giggs. Giggs spilaði auðvitað aftar á vellinum en Vardy. Vardy spilaði aftur á móti sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni ekki fyrr en hann var 25 ára gamall. Jamie Vardy scores against Arsenal for the 11th time in 12 games pic.twitter.com/7E8RJkx17I— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Jamie Vardy hjálpaði Leicester vissulega að vinna enska meistaratitilinn á sínum tíma en hann hefur gjörsamlega blómstrað síðan að Brendan Rodgers tók við liðinu. Það var í febrúar 2019 og síðan hefur Vardy skorað 39 mörk í 51 leik í ensku úrvalsdeildinni. Hinir leikmenn Leicester hafa skorað samanlagt 57 mörk á þessum tíma. Vardy var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 23 mörk og hefur síðan skorað á 64 mínútna fresti í deildinni á núverandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira