Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 20:27 Aserskar björgunarsveitir reyna að bjarga fólki undan rústum húss sem var sprengt í átökunum. EPA-EFE/AZIZ KARIMOV Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh um helgina. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hinni hliðinni um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. Armenar ásökuðu Asera í dag um að hafa sprengt upp bæi í héraðinu en Aserar hafa harðneitað og sast tilbúnir til að koma á vopnahléi. Það sé þó bundið því skilyrði að armenskar hersveitir yfirgefi vígvelli. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaídsjan á fund á föstudag í von um að koma á vopnahléi. Átökin í héraðinu, sem er hluti af Aserbaídsjan en meginþorri íbúa af armensku bergi brotnu, héldu þó áfram um helgina þrátt fyrir tilraunir til vopnahlés. Þegar hafa tvö vopnahlé, sem komið var á fyrir tilstilli Rússa, verið brotin frá því að átökin um héraðið hófust þann 27. september síðastliðinn. Átök um héraðið hafa ekki verið jafn slæm í um 26 ár, eða frá því að sex ára stríði um héraðið lauk árið 1994. Um 30 þúsund manns létust í stríðinu um héraðið. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Nagorno-Karabakh og vill koma í veg fyrir að fleiri lönd dragist inn í deilurnar að því er segir í frétt Reuters. Tyrkir hafa lýst yfir stuðningi við Aserbaídsjan en Rússland á í varnarbandalagi við Armeníu. Pompeo sakað yfirvöld í Tyrklandi um að ýta undir átökin með því að senda Aserum vopn en því hafa Tyrkir staðfastlega neitað. Þá hefur Vladimír Pútín Rússlandsforseti biðlað til Bandaríkjanna að hjálpa yfirvöldum í Moskvu að stilla til friðar. Óljóst er hve margir hafa látist í átökunum en Pútín greindi frá því í liðinni viku að nærri fimm þúsund hafi látist í átökunum, rúmlega 2.000 frá hvorri stríðandi fylkinga. Varnarmálaráðuneytið í Nagorno-Karabakh greindi hins vegar frá því í gær að 963 Armenar hafi látist í átökunum. Asersk yfirvöld hafa ekki gefið út hve margir hermanna þeirra hafi látist en að 65 aserskir borgarar hafi verið drepnir og 298 særst. Armenía Aserbaídsjan Bandaríkin Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh um helgina. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hinni hliðinni um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. Armenar ásökuðu Asera í dag um að hafa sprengt upp bæi í héraðinu en Aserar hafa harðneitað og sast tilbúnir til að koma á vopnahléi. Það sé þó bundið því skilyrði að armenskar hersveitir yfirgefi vígvelli. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaídsjan á fund á föstudag í von um að koma á vopnahléi. Átökin í héraðinu, sem er hluti af Aserbaídsjan en meginþorri íbúa af armensku bergi brotnu, héldu þó áfram um helgina þrátt fyrir tilraunir til vopnahlés. Þegar hafa tvö vopnahlé, sem komið var á fyrir tilstilli Rússa, verið brotin frá því að átökin um héraðið hófust þann 27. september síðastliðinn. Átök um héraðið hafa ekki verið jafn slæm í um 26 ár, eða frá því að sex ára stríði um héraðið lauk árið 1994. Um 30 þúsund manns létust í stríðinu um héraðið. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Nagorno-Karabakh og vill koma í veg fyrir að fleiri lönd dragist inn í deilurnar að því er segir í frétt Reuters. Tyrkir hafa lýst yfir stuðningi við Aserbaídsjan en Rússland á í varnarbandalagi við Armeníu. Pompeo sakað yfirvöld í Tyrklandi um að ýta undir átökin með því að senda Aserum vopn en því hafa Tyrkir staðfastlega neitað. Þá hefur Vladimír Pútín Rússlandsforseti biðlað til Bandaríkjanna að hjálpa yfirvöldum í Moskvu að stilla til friðar. Óljóst er hve margir hafa látist í átökunum en Pútín greindi frá því í liðinni viku að nærri fimm þúsund hafi látist í átökunum, rúmlega 2.000 frá hvorri stríðandi fylkinga. Varnarmálaráðuneytið í Nagorno-Karabakh greindi hins vegar frá því í gær að 963 Armenar hafi látist í átökunum. Asersk yfirvöld hafa ekki gefið út hve margir hermanna þeirra hafi látist en að 65 aserskir borgarar hafi verið drepnir og 298 særst.
Armenía Aserbaídsjan Bandaríkin Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14
Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38
Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46